föstudagur, október 03, 2003

Fór í tónlistarsögutíma á miðvikudag og viti menn. Algjört súrefnisleysi í stofunni gerði það að verkum að ég steinsofnaði. Allt í einu heyri ég "Tumi, Tumi" og opna augun og sé kennarann ,sem ég vissi ekki einu sinni að þekkti mig með nafni þar sem þetta var annar tíminn, undrandi á svip. Þetta atvik rifjaði upp góðar stundir eins og þegar ég sofnaði í fyrsta hraðlestrarskólatímanum sem endaði með sama hætti, þ.e. vakningu kennarans. Líka þegar Arnbjörn barði í borðið mitt þ.a. ég hrökk upp af værum blundi í 3.bekk MR. Svo þegar ég "bjó" í Þýskalandi og Fraulein e-ð sagði að ég yrði að vera vakandi ef ég ætlaði að vera áfram í stofunni. Já, eins og Ralph segir:"Sleep, that's where I'm a viking".
Oktoberfest í kvöld og mér finnst eins og gjörsamlega allir ætli að kíkja. Páll Heimisson greinilega að skila markaðsstarfi sínu mjög vel.
Hvað var Sigga Beinteins flott í gær? Hún verður flottari með hverju árinu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim