fimmtudagur, október 09, 2003

"Ömurlegt, ömurlegt, ömurlegt, ömurlegt, ömurlegt, og ÚLPAN ÖÖÖÖÖÖÖ"
Jú Óttar þetta var árið sem FH náði ekki að vinna Fylki og ótrúlegt en satt var svar Svelgsins rétt en spurning um að veita honum aðeins 1/2 stig þar sem hann byggir svar sitt 90% á annars ágætu svari Buffsins. Svelgurinn kominn í forrystu með 2 1/2 stig en enn er nóg af stigum í pottinum þar sem tvær síðustu spurningarnar hafa meira vægi (e.momentum) en þær á undan eins og tekið var fram í upphafi!
Afmæli hjá Heiðdísi annað kvöld og staðfest að pósti verði dreift vestan við læk annað kvöld. Var að byrja á bókinni Dís í gær. Fyrst það er verið að gera bíómynd hlýtur hún að vera góð. Það er hún reyndar, a.m.k. fyrstu 50 bls.
Svakalegir endar í gæðaþáttum á RÚV þessa vikuna. Beðmál í borginni endaði á dramatískan hátt í kvöld sem er mjög óvenjulegt. Venjulega svona góður endir dæmi. Ég horfi á sjónvarp nánast á hverju kvöldi og er bara með eina stöð. Hvernig væri ég ef ég væri með stöð 2, Skjá 1, Skjá 2 eða Sýn? Shit ég gæti ekki verið með Sýn. Það er fótbolti í gangi, ALLTAF!
"Af hverju get ég ekki verið hamingjusamur, eins og Sigga og Grétar í Stjórninni ye ye". Jú, Sigga og Grétar verða einmitt á Players á laugardag og þangað verður farið ef Ísland kemst á EM. Já, ég var að spá í að láta lita hárið á mér blátt en það gengur nógu hægt að heilla kvenþjóðina með venjulegt hár.
Var að læra mínar fyrstu skipanir í HTML og æfði mig á heimasvæðinu mínu í HÍ. Glæsilegur afrakstur.
Hvet alla til að berjast við Atla hér í lokaspurningunum tveimur.
Q5: Hver var kjörinn besti leikmaður Shellmótsins árið 1991? (Vísbending: Hann er einn af fremstu knattspyrnumönnum þjóðarinnar í dag)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim