þriðjudagur, október 14, 2003

Skandall. Á leiðinni í fótbolta í gær kveikti ég á útvarpinu og þá var e-r spurningakeppni í gangi á Rás 2. Þetta var síðasta og úrslitaspurningin í keppninni og gæti ekki verið einfaldari."Nefnið þrjú leikstjóraverk Quintens Tarantino". Annað liðið var á undan á bjöllunna þ.a. ég ætlaði að keppninni væri lokið en nei nei. "Uhh Kill Bill og ...". Þeir höfðu ekki Guðmund um tvær myndir til viðbótar þ.a. hitt liðið sigraði. Algjör skandall. Tvær af bestu kvikmyndum sögunnar Pulp Fiction og Reservoir Dogs ættu að vera á allra vitorði. Þetta vitlausa lið var líka eingöngu skipað strákum. Jackie Brown og True Romance eru líka frekar þekktar. Nú langar mig að skella Reservoir Dogs í tækið en ætli ég glími ekki e-ð við heimadæmin í greiningu fyrst.
Mig langar þvílíkt á Intolarable Cruelty, nýju Coen myndina. Frumsýnd á fimmtudag held ég. Svo styttist í fyrri hluta Kill Bill. Later

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim