miðvikudagur, október 15, 2003

"Barcelona, what a beautiful dream" sungu tenórarnir þrír 1992. Sá draumur er hreinlega að rætast hjá Ásgeiri bróður hans Jónasar. Ég fór á Barcelona leikinn og var að hugsa hvað það væri gaman ef Ásgeir kæmist til Barcelona e-n tímann en grunaði ekki að það yrði eftir hálf annað ár. Reyndar er málið ekki alveg í höfn. Viggó klúðraði samt málunum í viðtali á stöð 2 áðan.
Arnar Björnsson:"Hvað er hann góður í dag?"
Viggó:"Ég er illa við að hæla leikmönnum svona en hann er betri en Ólafur Stefánsson þegar hann var á hans aldri".
Rólegur á pressunni sem hann settur á Ásgeir. Hann er auðvitað ótrúlega efnileur en það er stórt skref á milli þess að vera efnilegur og að verða besti handboltamaður í heimi. Maður þekkir nú nokkra sem hafa verið kjörnir bestu leikmenn Shellmóta og efnilegustu hitt og þetta en eru nú búnir að bæta á sig 10 kg á viku á Benidorm :) !!

Kolbrún Bergþórsdóttir er óþolandi. Ég kúgast í hvert skipti sem hún skrifar eða talar um fótbolta. Ein HM keppni sem hún ákveður að fylgjast með frá a-ö og allt í einu er hún e-r sérfræðingur. Það sem kemur út úr henni. Oh. Óþolandi kelling.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim