Það er bara einn Danni Hjalta !!! Frábærar fréttir úr Fossvoginum því Danni Hjalta, sem er Eiður Smári okkar Víkinga, hefur samið til 3ja ára við Víkinga. KR var á eftir Danna en sem betur fer sá hann ljósið og verður um kyrrt. Samstarfsmenn mínir frá því í sumar Haukur Úlfars og Einar Odds hafa líka endurnýjað samninga.
Þórólfur rifjaði upp moment frá því á föstudaginn. Var á Celtic að tala við hann í símann þegar ég hallaði mér upp að því sem ég hélt að væri veggur en féll þess í stað kylliflatur út í e-ð port bakvið Celtic. Þá var þetta e-r "fire escape" hurð með svona slá sem ég auðvitað lagðist á. Var búinn að steingleyma þessu. Djöfull var ég wasted.
Fékk "Best of Metallica" og "Best of Queen" píanóbækur lánaðar í dag. "Bohemian Rhapsody" er frekar flott og skemmtilegt að spila. Get ekki beðið eftir að spila "Nothing else matters".
Hver sker sig úr ? Carlo Cudiccini, Jerzy Dudek eða Gunnar "undir sig" Sigurðsson ?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim