sunnudagur, október 19, 2003

Það er bara einn Danni Hjalta !!! Frábærar fréttir úr Fossvoginum því Danni Hjalta, sem er Eiður Smári okkar Víkinga, hefur samið til 3ja ára við Víkinga. KR var á eftir Danna en sem betur fer sá hann ljósið og verður um kyrrt. Samstarfsmenn mínir frá því í sumar Haukur Úlfars og Einar Odds hafa líka endurnýjað samninga.
Þórólfur rifjaði upp moment frá því á föstudaginn. Var á Celtic að tala við hann í símann þegar ég hallaði mér upp að því sem ég hélt að væri veggur en féll þess í stað kylliflatur út í e-ð port bakvið Celtic. Þá var þetta e-r "fire escape" hurð með svona slá sem ég auðvitað lagðist á. Var búinn að steingleyma þessu. Djöfull var ég wasted.
Fékk "Best of Metallica" og "Best of Queen" píanóbækur lánaðar í dag. "Bohemian Rhapsody" er frekar flott og skemmtilegt að spila. Get ekki beðið eftir að spila "Nothing else matters".
Hver sker sig úr ? Carlo Cudiccini, Jerzy Dudek eða Gunnar "undir sig" Sigurðsson ?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim