laugardagur, október 18, 2003

Þvílík þynnka enda 99% af deginum hef ég varið í rúminu með kveikt á sjónvarpinu, rugluðu eða órugluðu. Fór einu sinni niður að ná mér í heitar vöflur. Mjög gaman í gær í partýinu og djammað með liðinu fram eftir. Hittumst í sal á Hjónagörðunum og fórum svo í íbúð einnar stelpunnar í skorinni. 7 búmm spilaður með það fyrir augum að slá e-ð legend MR met í leiknum sem er víst sextíu og e-ð. Náðum því ekki alveg. Fórum svo á skákmótið þar sem ég var sigraði Narfa í skák kvöldsins og hlaut að launum glæsilegan farandbikar, sjá hér. Ástæðan fyrir því að áhorfendurnir taka ekki eftir verðlaunaafhendingunni er ekki sú að um e-ð grín hafi verið að ræða heldur var Gunni að taka orminn á gólfinu í hinum enda salsins. Vorum svo í ruglinu á Celtic þar sem Malone mætti meðal annars og gerði allt vitlaust. Fórum líka á Sólon en þegar ég þekkti ekki svona 10unda lagið í röð nennti ég þessu ekki lengur. Arnþór ekki búinn að kenna mér Justin dansinn nógu vel.
Svaf yfir mig í morgun og þá er ég ekki að tala um efnafræði því ég missti af United leiknum. Góðir samt að vinna. Ég gæti rætt um Magdeburg-Hauka, Werder Bremen-Stuttgart, Arsenal-Chelsea og HK-Stepan en er að spá í að sleppa því.
Á leið í mat til Gróu og Þórunnar á eftir og svo er Arnþór búinn að boða æfingu í Justin dönsum. Later

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim