fimmtudagur, október 23, 2003

Tókst að draga Malone út úr læknisfræðiskápnum í tvo tíma áðan þegar við skelltum okkur á sinfóníutónleika. Mozart píanókonsert og Prokoffiev sinfóní. Skemmtilegir tónleikar. Hittum líka Gylfa stærðfræðikennara og Davíð Þorsteinsson sem þekkti ekki Martin. Stakk upp á því við Martin að við skelltum okkur á Fyndnasta mann Íslands á Felix enn nei nei. Þá var kauði búinn að lofa sér í The Bachelor. Það er sem sagt e-ð moment að horfa á Bachelor í hverri viku með "Bachelor klúbbnum" eins og ég kýs að kalla hann. Martin fullvissaði mig um að fólk safnaðist saman úti um allan bæ til að horfa á þættina og nefndi sem dæmi að Y-strákarnir með Midfield í fararbroddi misstu ekki úr þátt. E-ð á ég erfitt með að sjá fyrir mér Óttar, Sigurjón, Gunna B og Fjalarr fyrir framan sjónvarpið með kveikt á kertum, haldandi í hendur hvors annars að missa sig af spenningi yfir því hver fær rós. Hugsanlega er ég geðveikt sár af því að ég næ ekki Skjá einum en það litla sem ég hef séð af þessum þáttum er ekki að heilla mig. Svo hef ég líka heyrt að fólk sé að missa sig af því að Bachelorinn sjálfur gistir þessar næturnar á Nordica hotel!
Það fór því svo að ég tók enn eitt fimmtudags "Sex and the city-double" kvöldið.
Hvað hefði verið besta valið ?
1. Fyndnasti maður Íslands.
2. Sex and the City-tvöfaldur
3. The Bachelor

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim