miðvikudagur, október 22, 2003

United sigraði the battle of Britain í kvöld með minnsta mun þökk sé King Phil. "Skotarnir" stóðu sig nokkuð vel miðað við það sem ég reiknaði með en Howard stöðvaði þá. Rio Ferdinand var hins vegar í ruglinu og kannski ágætt að senda hann í smá frí en mér skilst að niðurstöðu FA sé að vænta á morgun.
Bjargvætturinn Gústi Púst er kominn í KR og er það miður. Heyrst hefur nýtt viðurnefni frá einum ónefndum á snillingnum en það er hvorki meira né minna en Júdas! Menn ættu samt fyrst og fremst að taka ofan fyrir kappanum fyrir að hafa nennt að vera yfirburðamaður í þessu liði og koma því endurtekið til bjargar þegar mest lá við. Einnig hefur heyrst að Buffið falist eftir 7unni góðu og gaman að sjá hvað kemur út úr því.
Hvaða kennarafagnaður spyr Miðjan? Jú, fínn matur og vín í faðmi skorafélaga og kennara, þ.e. fyllerí þar sem nemendur fara heim með kennurum. Lítið um kvenkyns kennara held ég í deildinni þ.a. kannski til lítils að láta sjá sig. Það verður hins vegar eflaust barist með kjafti og klóm um þá félaga Birgi Jónsson og Júlíus Sólnes.
Hefur e-r séð nýju Coen myndina, Intolorable Cruilty ? Hef ekki heyrt neitt um þá mynd og trailerinn er ekki að heilla mig. Virkar á mig sem stelpumynd hvernig sem fólk vill túlka þá skilgreiningu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim