sunnudagur, október 26, 2003

Hvað er Paul Burell, brytinn hennar Díönu, mikill hálviti. Þau hafa greinilega verið algjörir trúnaðarvinir þar sem þau stunduðu bréfaskriftir en nú þegar hann vantar pening þá skiptir það hann engu máli. Þvílíkur vinur!
Ætli ég geti ekki fullyrt að "Gemsar" sé slakasta íslenska kvikmynd sem ég hef séð fyrr og síðar. Við Atli tókum hana sem fríspólu og ég horfði á hana í dag. Skelfileg. "Auto Focus" var hins vegar alveg ágæt. Horfði líka á "The Matrix" í gær. Eins og sumir vita þá hafði ég ekkert rosalega gaman af henni á sínum tíma og olli það hneykslun margra. Eftir að hafa séð hana aftur er hún skárri en come on, Keano Reeves er ömurlegur náungi. Röddin hans fer svo í mig, nema þegar Pablo Fransesco tekur hana, þá er hún fín!
Fór á Stjarnan-Haukar í dag sem Tumi Duranona. Skemmst frá því að segja að Stjarnan tók Haukana með þremur mörkum og átti Nielsen fínan leik og setti 3 mörk. Haukarnir voru samt á hálfum hraða og ætla greinilega að spara sig í þessum leik og þeim næsta á móti ÍBV fyrir leikinn gegn Skopje í Meistaradeildinni.
"Og heitasta óskin er sú, að Kalli komi kagganum í lag, strax í dag"!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim