þriðjudagur, október 28, 2003

Mér finnst ég ekki lesa um annað en gaur sem verið er að dæma fyrir kynferðlislega misnotkun á ungum drengjum og stúlkum. Skelfilegt að hugsa til þess að svo mikið af ónýtu liði sé í þjóðfélaginu. Góðu fréttirnar eru samt kannski þær að nú fyrst er verið að taka af alvöru á þessum brotum.
Dundee í Skotlandi er á höttunum eftir Edgar Davids hjá Juve. Hvernig í ósköpunum ættu þeir að hafa efni á honum? Og þeir eiga að hafa boðið honum samning nú þegar. Þetta er svo mikil steypa.
Fame æfing í kvöld. 4 sinnum bolti á 5 dögum. Djöfull er maður flottur.
"Finnst mér það eiginlega, samt er það svo fjarri lagi"