fimmtudagur, október 30, 2003

Eitt af þeim fjölmörgu tímaritum sem eru á markaðnum í dag heitir "Stíll". Það væri svo sem ekki frásögur færandi nema að í nýjasta heftinu er heljarinnar viðtal við MogP undir fyrirsögninni "skotin í Skotanum". Frekar væmið viðtal en samt mun skárra en uppkastið sem þau fengu í hendur sem þau áttu reyndar ekki orð yfir.
Haustferð hjá Vélinni á morgun og lauk skráningu á 5 min. Skráning í vísindaferðina hjá Nöglunum stendur hins vegar ennþá yfir. Hugsanlega e-r ennþá að jafna sig eftir kennarafagnaðinn. Ennþá að melta það hvort ég skelli mér í vísó eða taki því bara rólega og mæti jafnvel í Efnafræði á laugard. Vá hvað það er langt síðan ég mætti. Boðið í afmæli til Rakelar á laugardaginn sem er mjög gott.
Nú er komið á daginn að leiðbeinandi hópsins míns í Rekstrarfræðiverkefninu er enginn annar en Arnþór Jón Þorvarðarson a.k.a. hnakki, a.k.a. steiktihrútur => slakihrútur. Hann þekkir rekstrarfræðina eins og handarbakið á sér og nýjustu fréttir herma að hann geti ekki beðið eftir að leiða okkur í allan sannleikann eða "what you always wanted to know about rekstrarfræði but the teachers refused to tell you", eins og hann segir sjálfur.
Fór á fund með framkvæmdarstjóra Víkings í hádeginu í dag og svo stjórnarfundur hjá TSÍ í kvöld þar sem skrifaðar verða gommur af umsóknum. Djöfull er maður mikilvægur.
"Ó mamma, ertu vakandi mamma mín"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim