þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Horfði á Fóstbræður fram á nótt í gær. Sumt er bara of fyndið. Eins og þegar Benedikt Erlingsson kemur inn á læknastofu og hefur áhyggjur af því að hárið hans sé farið að þynnast en bara pínulítið.
Fór til Malone í gær og fékk nýja Muse diskinn skrifaðan. Sagði hann mér þá sláandi fréttir. Svo virðist sem hann sé algjörlega búinn að missa það. Rétt slefaði til að ná síðasta prófi og virðist hreinlega ekki með sjáfum sér. Þegar hann sagði mér að hann hefði fulla stjórn á dópinu trúði ég honum en ég sé það núna að ég hefði betur gripið í taumana. Aukinn aðgangur hans að lyfjabúrinu í læknagarði er aðeins til að bæta gráu ofan á svart því nú hangir hann öllum stundum þar niður frá. Ég kalla á hjálp og vona að einhver sjái sér fært að bjarga þessum unga manni, sem eitt sinn var fullur vonar og trúar en hefur villst af leið.
Kominn tími á að quota í Simpson. "Like the time I took the fairy to Shelbyville. I needed a heel for my shoe so I decided to go to Morganville which is what we called Shelbyville in those days. I tied an union to my belt which was the style at the time. To take the fairy cost a nickel and in those days nickels had pictures with bumblebees on them. Give me five bees for a quarter yould say. Anyway, where was I. Oh ye, the important thing was that I tied an union to my belt which was the style at the time. They didn't have any white ones because of the war so we had to use those yellow ones..."

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim