laugardagur, nóvember 08, 2003

Skellti mér í bingó í gær. Lagði upp með það að hirða alla vinningana sem í boði væru en breytti fljótt um skoðun. Það er nefnilega þannig í bingó að við hverja upplesna tölu eykst stemmningin í salnum og adrenalínið "kikkar inn" og allir verða þvílíkt spenntir. En þá gerist það. E-ð fífl rýkur úr sæti og öskrar eins og hann eigi lífið að leysa "BINGÓ". Allir verða ógeðslega fúlir og stemmningin deyr. Ég hugsaði með mér: "Vil ég virkilega vera þetta fífl sem eyðileggur fyrir öllum hinum?". Þar sem ég er þekktur sem vinur fólksins ákvað ég að taka engann þátt í keppninni og vonaði að sem flestir færu að fordæmi mínu. Ótrúlegt en satt þá gerðu það langflestir en alltaf var það einn og einn sem eyðilagði fyrir hinum.
Við Þórólfur fórum svo í diskókeilu eftir bingóið ásamt Villa stórskyttu og e-m félögum þeirra. Það er skemmst frá því að segja að ferðin var hörmung. Við vorum 2 og 1/2 tíma að spila einn leik því að brautin sem við fengum fyrst var í e-u fokki. Kláruðum eina umferð á þeirri braut á svona klst (án gríns). Spilamennskan var hins vegar það sem fór fyrir brjóstið á mér. Ég er eins og fólk veit flest þaulreyndur keilari og lét það ekki á mig fá þótt ég hefði gleymt "Tuma" (kúlunni minni) og hanskanum heima. Spilaði ég til sigurs en ekkert gekk. Fór svo að lokum að ég endaði með versta skorið síðan í 7.flokki KR (keilufélag reykjavíku) eða e-r 85 stig. Tapaði meðal annars fyrir einni stelpunni í hópnum sem er í þokkabót örvhent!!
Var að vinna 840 kr á Lengjunni! Djöfull er ég flottur.
Það þarf varla að taka fram að Hnakkinn stefnir á Felix í kvöld og hvetur hrúta til að mæta. Spurning um að grafa upp hlýrabolinn og fara að flengja stelpur á Felix en það er víst fullkomlega eðlilegt segir Hnakkinn.
Áðan í útvarpinu heyrði ég lag, það var jólalag. Styttist í hátíð ljóss og friðar. AIGHT
"og ég hef fengið meir' en nóg, en ég segi NEI NEI ekki' um jólin"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim