Við Bolli skelltum okkur á kvikmyndatónleika sinfóníunnar í kvöld. "The General" með Buster Keaton var aðalmyndin og þvílík mynd. Við grétum oftar en ekki úr hlátri og skemmtum okkur konunglega. Fullt af celebum á svæðinu en upp úr stóð Buffið og hans ektafrú.
Í gær var hringt í mig frá "Viltu vinna miljón". Ég hringdi inn fyrir nokkrum vikum og svaraði e-i laufléttri spurningu en svo tóku þeir mig í bólinu í gær. Spurt hvar hvert væri skilagjald á ónýtum bílum á Íslandi eða ég hélt það væri gjald. Eftir að hafa rætt þetta við mér fróðari menn fær fólk víst borgað fyrir að skila bílunum. Ég skaut á 5000 kr en e-r hélt að það væri 10000 kr þ.a. ekki kemst ég í þáttinn í þetta skiptið.
Bingó annað kvöld hjá Nöglunum og eru ALLIR VELKOMNNIR í tæknigarð kl 20. Bjór á vægu verði og bingó. Það gerist ekki betra. Við Dolli ætlum að mæta og ætli okkur takist ekki að draga Gunna og Kenneth með.
Liverpool-United á sunnudag. Spurning hvort Keane verði með. Ferguson ætlaði bara að nota hann í mikilvægum leikjum þ.a. hugsanlegt að hann verði hreinlega hvíldur gegn litla liðinu í bítlaborginni.
"kannski var öllum öðrum hlýtt, en mér var allavegna kalt"
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim