fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Jæja það kom að því. Fór í fyrsta skipti upp í Hallgrímskirkjuturn í dag. Hluti af Reykjavíkurtournum með Lukas í dag. Við kíktum í Árbæjarlaug og fengum okkur svo bæjarins bestu að sundinu loknu. Hann er bara ljómandi fínn strákur og við höfum ótrúlega margt sameiginlegt. Hann er undrabarn á píanó-ég spila á píanó. Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta og heldur m.a.s. með United. Hann spilar tennis. Svo var manni bara boðið á steikhús í kvöldmat sem var alls ekki sem verst. Frekar leiðingjarnt líf held ég samt til lengdar. Þetta er 14. utanlandsferðin hans í ár og hann ferðast nú til dags einn þ.a. 90% af tímanum fer í að hanga einn á hótelherbergjum og horfa á sjónvarpið. Sjaldnast tímar til að gera e-ð þar sem hann stoppar bara í 2-3 daga og þarf að mæta á æfingar alla dagana auk tónleikana auðvitað.
Jæja, mæting í röðina í Smáralind kl 07 í fyrramálið. Við Martin, Ari og Óttar verðum mættir þar sem staðurinn verður stemmningin. Um 30 manns voru mættir í röð þegar ég labbaði framhjá Skífunni á Laugarvegnum áðan.
"your right, it's not about me being lazy, it's about him being a crazy nut"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim