þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Ein pæling í viðbót. Íslenska stöðin breytist í jólastöðina þann 15. nóv. Er það ekki full snemmt? Það verða sem sagt eingöngu íslensk jólalög í tæpa tvo mánuði. Spurning hvað slagararnir "Nei nei ekki um jólin", "ef ég nenni" og "jólahjól" verða spilaðir oft. 10 sinnum á dag í 7 vikur => 500 sinnum. Þokkalegt.
Og eitt enn. Mikael Torfason ritstjóri DV. Gaurinn talar eins og 15 ára töffari. "Sko, við ætlum bara að koma út flottu blaði og gera góða hluti maður. Þúst, ég er Mikael Torfason maður og ælta skilurðu að standa mig í nýja jobbinu."
Annars skil ég ekki þetta með kaupin á DV. Þetta á aldrei eftir að ganga og já, ég gjörsamlega skil ekki tilgang Fréttablaðsins með þessum kaupum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim