þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Fékk sekt í dag fyrir að keyra of hratt 30 október síðastliðin. Bara umslag og sagt að ég hefði keyrt á 67 km hraða hjá BSI vantsmýraveg. Sektin er 5000 kr en 3700 ef ég greiði fyrir 29.nóv. Hvað er málið? Síðan hvenær er myndavél þarna? Ef það hefði verið lögga að mæla hefði hún þá ekki stoppað mig þá?
Fyrir þá sem botnuðu ekkert í uppruna textans í færslunni á undan þá er þetta titillag dönsku þáttanna "Nikolaj og Julie" sem eru alveg frábærir. Síðasti þáttur næst og allt undir.
Bæti við linkum á tvo tónlistarsnillinga. Guju annars vegar og Lukas hins vegar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim