mánudagur, nóvember 24, 2003

Jæja það kom að því sem kemur fyrir alla á þessum tíma árs, ég heyrði "ef ég nenni" í útvarpinu áðan. Þetta lag er svona lag er 100% byggt upp á því að línurnar rími þrátt fyrir að textinn sé furðulegur. Þetta er e-r strákur sem er hrifinn af e-i stelpu og ætlar að gera hitt og þetta "ef hann nennir".
Nikolaj og Julie endaði svakalega. Hún ólétt og hann ástfangin af e-m hreysiketti. Þetta var nú alveg fáránlegur endir. En svo spilast titillagið í lokin og þá brosir maður. Snilldarlag. Þarf að redda mér þessu lagi.
Fólk á fullu í ævisagnaskriftum. Linda Pé, Ruth Reginalds og Svessi Hermanns öll að gefa út fyrir jólin. Væri eflaust gaman að lesa þær allar. Reyndar fékk maður held ég 90% af innihaldinu í bókinni hennar Lindu í Kastljósinu um daginn. En Linda stóð sig vel. Hvað var hún flott á sínum tíma ? USS

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim