þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Lúðvík Bergsveinsson slátraði Jóni Steinari í kastljósi í gær sem er mjög merkilegt þar sem Jón Steinar fer venjulega með sigur af borði í slíkum umræðuþáttum. Ástæðan-þessi asnagangur Dabba er óverjanlegur. Auðvitað eru topparnir í Kaupþing-BÍ ekki síður hálfvitar en það afsakar ekki Dabba. Það var í raun afrek út af fyrir sig að Jón gat haldið út þáttinn þar sem umræðan var töpuð áður en hún hófst.
Djöfull ætlar þetta rekstrarfræðiverkefni að fæðast erfiðlega. Maður verður ekkert smáfeginn þegar þetta verður loksins búið. Hundleiðinlegt þegar annað þarf að sitja á hakanum vegna seinagangs í þessu.
Tryggva dreymdi draum í nótt þar sem ein fremsta íþróttakona landsins, sem verður af ákv. ástæðum ónafngreind hér, var ásamt Tryggva og fleirum í sumarbústað sem væri ekki frásögur færandi nema þá hafði hún skitið í mjólkurfernu sem hafði verið stranglega bannað í bústaðnum. Fólki er frjálst að telja Tryggva sérstakann ef það vill.
Mér skilst að það séu hásólatónleikar á föstudaginn hjá Sinfó. Þar verður spilaður Rach 2 sem var líklega frægasti og dáðasti píanókonsert Rachmaninoffs fyrir "Shine". Háskólanemar fá eflaust póst varðandi viðburðinn en þetta er magnað stykki sem enginn má missa af.
Fórum til Þórólfs í kvöld og ég opnaði bílskúrshurðina, a.k.a. herbergi Þórólfs, og öskraði "Nielsen!". Nema hvað þá kom vitlaus Nielsen út af baðherberginu, nefnilega Frú Nielsen sem var í óða önn við að taka til hjá stráknum sínum. Ég var þónokkuð rauður í framan þegar hún tjáði mér að Dolli væri inni í húsi.
Hlustuðum á magnaðan disk í kvöld sem ég á reyndar. Þar er að finna lag sem inniheldur eftirtalinn texta:

There's a man who spoke wonders, though I never met him he said
he who seeks finds and who knocks will be let in
I think of you in motion and just how close we are getting
and how every little thing anticipates you
All down my veins my heart strings call
____________________________________________________

Hvaða snillingur getur lokið við lagið og um leið svarað spurningunni um heiti lagsins.
Sá hinn sami ætti að þekkja til höfundar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim