sunnudagur, desember 14, 2003

Todmobile flottir í gær. Byrjuðu auðvitað upp úr 1 en héldu uppi þvílíkri stemmningu. Gaman að kannast líka við flest lögin eftir tónleikana um daginn. Þeir eiga fullt af snilldarlögum. Stúlkan, Í tígulaga dal, Trylltur dans, Brúðkaupslagið, Ég heyri raddir, Lof mér að sjá og fleiri sem ég man ekki. Svo náði kvöldið hámarki þegar Eyþór tók "Mein Herz Brennt" með Rammstein, titillag "Lilja 4ever" sem er fáránlega flott lag. Tók reyndar líka "Give it away" eða hvað það heitir með Red Hot Chillipeppers.
Jæja, þá er það lærdómur út daginn. Later

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim