laugardagur, desember 13, 2003

Letin kom mér í koll enn eina ferðina. Ég ætlaði að fara út í Gerplu og taka einn lengjumiða kl 14 í dag en þegar ég sá hvað það var kalt úti nennti ég ekki út. Ástæðan var sú að ég var alveg pottþéttur á að Bolton ynni Chelsea og Bayern ynni Stuttgart. Svo hefði ég bætt við einum pottþéttum eins og Stjarnan-Breiðablik og lagt 300 kr undir. Hmm, 300*5*2,35*1,3=5000 kall sem er fín desemberuppbót fyrir fátækan skoskan námsmann. En nei ég nennti ekki. Minnir mig bara á jólalög. Frábær úrslit þótt United verði bara á toppnum til morguns.
Ég held ég hafi aldrei verið jafnsvangur og akkurat núna. Gunnhildur er að ná í Kentucky og ég get ekki beðið eftir að fá kjúllann í magann. Svo Todmobile tónleikar á miðnætti. Eins gott að Eyþór frændi og félagar verði ekki með neitt celeb entrance upp úr 1 eða e-ð. Nenni ekki alveg að snúa sólarhringnum við í miðjum prófum.
Já og meðan ég man, Flosi Eiríksson er ekki flaur.