föstudagur, desember 12, 2003

Jæja, stærðfræðigreiningin gekk ágætlega. Klúðraði reyndar einu dæmi sem ég hélt að ég væri pottþétt með en svo mátti ég ekki nota aðferðina sem ég notaði. Það gilda 4 dæmi af 6 þannig að restin ætti að fleyta mér sæmilega áfram. Gleðifréttir dagsins eru þær að við fengum 9 fyrir rekstrarfræðiverkefnið sem gildir 30% sem er algjör snilld. Annars er lesin efnafræði í dag enda lítill tími fyrir hana. Alltaf eins þegar maður kemur úr stærðfræðiprófum. Hausverkur því heilinn er gjörsamlega búinn á því.
United dróst gegn Porto sem er bara ljómandi. Síðast þegar liðin mættust var fyrir svona 6 árum og þá vann United heima 4-0 í fyrri leiknum og gerði þannig út um þetta strax. Vinur litla mannsins og fagnaðarkóngurinn David May var m.a.s. á skotskónum þann daginn. Bayern-Real er samt stórleikur umferðarinnar. Bayern hefur oftar en ekki strítt Real, tja reyndar bara tekið þá í gegn. Spurning hvað gerist núna.
Stefnt á bíó í kvöld. Ég vil sjá Mystic River en Þórólfur tekur ekkert í mál nema myndin sé með Russel Crowe.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim