föstudagur, desember 19, 2003

Stórskemmtilegt hjá 2.árinu í gær. Fórum á Casagrande og fengum e-ð að borða og drekka og svo var gleðskapnum framhaldið á, já ótrúlegt en satt, Bagel House. Það er e-ð kaffihús efst á laugaveginum. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn voru tebollur og svo kanilsnúðar. Ég stóðst samt freystinguna og lét meiri bjór duga. Einu sinni var endalaust gert grín að mér fyrir annaðhvort að kunna enga texta eða fara hrikalega með þá. Nú eru breyttir tímar. Í gær var m.a.s. haft orð á því við mig að ég kynni hreinlega alla texta. Arnþór veit líka hversu góður ég er að busta rímur og þá sérstaklega þær er meistari Eminem hefur kvaðið. Anywho, virkilega gaman og vinur litla mannsins Kenneth gjörsamlega á rassgatinu sem er mjög gott.
Annars er maður á leið í tvær stúdentsveislur á eftir og svo er auðvitað lokadjamm á morgun auk þess sem Kópavogsmærin Þórunn heldur upp á tvítugsafmælið. Greinilegt að maður þarf að pússa dansskóna, fá last moment ráðleggingar frá Midfield og svo henda sér á gólfið. Gústi gæti líka kennt mér orminn. Ég vil orminn í jólagjöf frá Gústa!
Mál málanna í ár er svo að skella sér á Bubba á Þorláksmessu. Við Martin og Elli ætlum í hverju falli að skella okkur og auðvitað allir snillingar velkomnir að bætast í hópinn. Ég held að það sé alltaf uppselt á þetta þ.a. maður þarf að redda sér miða tímalega.
Að lokum óska ég öllum örtölvu- og mælitæknifræðingum framtíðarinnar góðs gengis í prófi morgundagsins og biðst hóflega afsökunar á að hafa gefið ákveðnum einstaklingum falskar vonir um "easy way out". Nei, það er bara vil-get-skal og standa sig á morgun. Later

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim