Bubbi fór á kostum á NASA í gær. Spilaði í 2 1/2 tíma fyrir fullu húsi. Svo var farið á Ingólfstorg og dansað kringum jólatré í hópi MR-inga. Hef ekki dansað kringum jólatré síðan ég veit ekki hvenær svo þetta var skemmtileg tilbreyting.
Lokastaðan í könnuninni er sú að klipping vinnur 10-9 þ.a. ætli maður skelli sér ekki milli jóla og nýárs. Tóta frænka var reyndar að bjóðast til að taka pottinn á þetta áðan en ég lét það nú vera. Atli er nú vís til að munda Swiss army skærin líkt og í Pompey en ætli atvinnumenn fái ekki að reyna sig á þessu í þetta skiptið.
Annars vona ég að þið hafið það sem allra best í kvöld og næstu daga. Gleðileg jól
Take it away Helgi:
"Aldrei framar neitt illt í heimi-óttast þarf engillinn minn því ég er hér og vaki"
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim