mánudagur, desember 22, 2003

Komið upp smá stress með tónleikana hjá Bubba. Víst aðeins 100 miðar eftir sem verða seldir fyrir tónleika á morgun. Verður eflaust hart barist í röðinni. Ég gat ekki farið sem 5ta hjólið með þeim Martin og Helgu og Heiðdísi og Ella þ.a. já you guessed it við Óttar ætlum að skella okkur saman. Og við skömmumst okkar ekkert. Mér finnst við bara hugrakkir.
Við verkfræðistrákarnir skelltum okkur í mánudagsboltann áðan. Fínt að fá sér smá hreyfingu fyrir jólasteikina þótt það verði staðfest tekinn bolti yfir hátíðarnar. Þetta er ósanngjarnt, vélin er búin að fá út úr tveimur prófum á meðan við höfum ekki fengið út úr neinu. Reyndar allt í lagi að bíða með efnafræðina fram yfir jól til að geta haldið þau hátíðleg en annað mætti nú alveg skila sér.
Það er óendanlega stórt hús sem stendur á milli Ráðhússins og Alþingis. Við Malone hringdum bjöllunni þar í dag til að spyrjast fyrir hvað væri eiginlega þarna inni. Gaur sem kom til dyra sagði þetta vera hús ODDFELLOW reglunnar. Ég spurði þá hvort það stæði þá galtómt í augnablikinu. Hann horfði á mig hneykslaður og sagði fullt af fólki vera þarna inni. Ok, er fólk í fullu starfi sem Oddfellowi? Er þetta ekki meira svona að hittast á miðvikudagskvöldum og æfa púttin sín? Þetta eru spurningar sem tilvalið hefði verið að dúndra á gaurinn en hann var ekki mikið fyrir snakkið og eiginlega lokaði á okkur sakleysingjana.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim