föstudagur, desember 26, 2003

Hemmi Hreiðars er kóngurinn. Þvílíkt mark og þvílíkur leikur. Eiður skoraði líka þ.a. þetta var fullkomið. Nú þarf UTD bara að vinna á eftir. Fréttir dagsins eru hins vegar þær að Dollý var valinn í pressuliðið sem mætir landsliðinu á morgun í Austurbergi. Hvet alla til að mæta og sjá hann leika listir sínar með knöttinn. Reyndar sýnt í sjónvarpinu líka.
Þrátt fyrir fjölda hvítra lyga um að ég sé gasalega flottur núna þá er nokkuð ljóst að klipping er málið, a.m.k. snyrting. Skelfilegt að þurfa að greiða til hliðar. Nú kemur bara tvennt til greina, snoðun eða kamburinn.
Ég er ekki mikill snjókall en verð þó að viðurkenna að það er jólalegt að allt sé hvítt úti.
Spurning hvort það verði djammað í kvöld eða tekið upp á e-i annarri snilld.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim