Stóð mig þvílíkt vel í skólanum í dag, sofnaði bara tvisvar. Annars er alveg skuggalega hvasst og kalt úti og er vonandi að Siggi Stormur fari að kippa þessu í liðinn. Kuldinn stöðvaði samt ekki Fame-ara sem hlupu Víkingshringinn í kvöld. Svo var stórskemmtilegur stjórnarfundur hjá Tennisdeildinni. Svo byrjaði ballið. Efnt hafði verið til einvígis; Ég, Atli og Eggert gegn Karen, Kristínu og Völu í hverju, jú leik litla mannsins keilu. Skemmst frá því að segja að við strákarnir höfðum að lokum sigur eftir þvílíka baráttu og réðust úrslitin í blálokin. Eggert tryggði sigurinn með 7-10 split, the hardest shot in bowling. Það er þegar tvær keilur eru í sitthvoru horninu. Hann setti þær báðar niður og tryggði sigurinn.
Annars heyri ég að úrslitin í Idol séu handan við hornið. Hver vinnur? Anna Katrín, Kalli eða Jón ? Mér gæti hreinlega ekki verið meira sama. Sá reyndar töluvert af síðasta þætti og þessi Anna Katrín söng skelfilega og hefði átt að detta út. Þórólfur hlakkar svo til að hann er ekki viðræðuhæfur þessa dagana.
Kíkti á nýju íbúðina þeirra Tryggva og Ásu í dag. Glæsilegasta íbúð og eins stutt frá skólanum og mögulegt er. Ekkert nema snilld. Nokkuð ljóst var stemmningin verður á meðan á EM stendur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim