mánudagur, janúar 12, 2004

Búinn að skila fyrstu heimadæmunum þ.a. þetta er allt farið af stað aftur. Arctanx+Arccotx=PI/2, who would have thought?
Við Kenny B skelltum okkur á landsleikinn í gær og sáum vægast sagt stórkostlegan fyrri hálfleik. 18-6 í hálfleik og hreinlega allt gekk upp. Róbert Gunnars var frábær og reyndar Gunnar Berg líka, sérstaklega í vörninni. Reynir varði vel og hann virðist vera ótrúlega traustur, ekki svona upp og niður eins og Birkir Ívar. Þeir fjórir sem ég spáði að myndu detta úr hópnum gerðu það og skuldar Óttar mér því hamborgar, höfum það bacon á Style-num!
Til að gera stutta sögu stutta duttum við út í 8-liða úrslitum fyrir TLC sem vann svo mótið. Fengum á okkur mark úr miðjunni, HAFFI!, og þá var þetta mjög erfitt.
Ég var of mikið með Atla um helgina og nenni ekki að skrifa það sama og hann.
Annars finnst mér bara magnað að Andy O'Brien komst á forsíðu moggans.