mánudagur, janúar 05, 2004

Ég hlakka svo til. Skólinn rétt handan við hornið. Það væri hægt að breyta laginu hennar Svölu í skólalag sem allir krakkar myndu syngja þegar þeir væru að byrja aftur í skólanum. Það eina sem þyrfti að gerast væri að setja "skólinn" þar stendur "jólin", e.g. "og aldrei kemur skólinn".
Við Steini slógum í gegn hjá Atlanum í gær. Tókum "Go broke" með léttum leik og lékum svo við hvurn okkar fingur í trivialinu hans Atla sem þrátt fyrir að kunna flestar spurningarnar utan að átti ekki möguleika. Le Gert reyndi hvað hann gat en litli Valsarinn kom upp í Atlanum sem kom í veg fyrir að þeir ættu möguleika.
Ætla að búa til smá 2003-review:

Besta mynd: Lilja 4ever
Besti cd: Absolution
Besta djamm: Eyjar
Skemmtilegast: Utd 2-1 Sunderland
Bestu tónleikar: Muse
Maður ársins: Hermann Hreiðarsson
Kona ársins: Sigga Beinteins
Quote ársins: "Azerbajdan, er það land?" Martin
Fífl ársins: Bush
Flopp ársins: Kárahnjúkar

Ég veit að þetta eru allt algjörlega common svör enda svar í hverjum lið svo augljóst að það hefði varla tekið því að gera þennan lista en hérna hafið þið þetta í hverju falli.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim