Ég gerðist ekki svo frægur að horfa á opinberun Hannesar á Nýársdag. Ég skoðaði hins vegar gagnrýnina í mogganum daginn eftir og fékk hún fína dóma, þrjár af fjórum. Svo heyrir maður á öllum að þessi mynd hafi verið hrein hörmung og enginn skilur neitt í þessum gagnrýnanda. Mundi skjóta á að ég hefði heyrt álit 15 manns á myndinni og öllum fannst léleg. Reyndar fjölskylduboð á eftir og þá kemur í ljós hvort e-r sé á öndverðum meiði. Spurning hvort fólk hafi orðið fyrir svo miklum vonbrigðum því það hélt að myndin fjallaði um Hannes Hólmstein og litla stráka frá Brasilíu. Nei, bara segi svona.
Svo er myndin komin í bíó núna og mér skilst á Malone að það sé til þess að myndin fái bæði styrk sem sjónvarps- og kvikmynd.
Og í öðrum fréttum er það helst að ég var í þessum töluðu orðum að tefla skák ævi minnar á Instantchess!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim