þriðjudagur, janúar 06, 2004

Jæja, þá eru tæpir 8 tímar í að skólinn hefjist á nýjan leik. Landmælinga- og upplýsingafræði í fyrsta tíma í stofu 261 í VR2. Ég get hreinlega ekki biðið. Síðan tekur við Vatnafræði og að þeim loknum bruna ég í Tónó í píanótíma. Reyndar verða hinir tímarnir vonandi í styttri kantinum svo ég þarf ekki að bruna. Helst er annars að frétta að ég er hálfslappur. Gat ekki sofnað í gær og svaf þess vegna til 15 í dag með smá vökupásu þegar Breiðfjörð hringdi. Svo var bara tekið skokk í hálkunni með Fame niðrí Fossvogi og voru 8 mættir sem var framar björtustu vonum. Fínt veður en alltof hált.
Svo horfðum við Bjöddninn á Nóa Albinóa og er sú mynd alveg frábær. Ótrúlega sorglegt í lokin samt þegar allir sem hann þekkti og kunni vel við höfðu dáið í snjóflóðinu. HA, þar hafiði það.
Annars finnst mér Hrekkur guðs hafa hlotið fremur lítil viðbrögð það sem af er en vona að það standi til bóta því þetta er náttúrulega hrein og tær SCHNILLD.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim