Sofnaði 22:30 og hef verið gríðarlega hress í dag. Ætla alltaf að fara að sofa snemma í framtíðinni. Líka um helgar. Þetta hef ég reyndar hugsað í hvert einasta skipti sem ég hef vaknað við vekjaraklukku en nú skal ég standa við það. Hmm, yes.
Svakalega er gaman að byrja í skólanum aftur. Þetta virðast ætla að verða geðveikt skemmtilegur vetur námslega eða þannig. Töluleg greining, Vatnafræði, Landmælingar, Greining 4 og Reiknileg aflfræði. Tveir síðustu verða allavegna hörmulegir. Keypti allar bækurnar nýjar í dag og var kostnaðurinn litlar 32000 kr. Aldrei borgað svona mikið fyrir bækur. Hef hingað til getað reddað meirihlutan ódýrt eða lánað en ekki í þetta skiptið.
Frábær úrslit í gær. Ekki á hverjum degi sem maður fagnar sigri Poolaranna. Svo bara Fame æfing á eftir enda ÍSLANDSMÓTIÐ INNANHÚSS um helgina. Þá er eins gott að vera í góðu fjöri og vera ekki í neinu rugli um helgina.
Fékk mail frá Lukas áðan. Bara -26°C hiti í Prag. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í svona kulda. Ljómandi að vera hérna í hitabeltinu við frostmarkið.
Annars er löngu tímabært að ég skelli málefnalegasta bloggara landsins, Gunnari Páli Baldvinssyn,i í tenglasafnið hér til hliðar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim