Við Tryggvi tókum bara kæruleysið á þetta og skelltum okkur í Laugar. Byrjaði ekki vel því við villtumst á e-m göngum í kjallaranum en vorum ekki lengi að ná okkur. Ég þetta er í 3 eða 4 skiptið á ævinni sem ég fer í svona líkamsræktarstöð að "lyfta" enda ekki mesti massinn. Enginn Höskuldur allavegna. Tókum góðan sprett á hlaupabrettinu þar sem ég tók "Tjarnarhringinn" á 10min. Var tæpur á tíma þ.a. ég hækkaði hraðann undir lokin og fór í "hámarkshraða" þ.a. tækið byrjaði að hægja á sér aftur. Fróðir menna segja að þetta sé í fyrsta skipti á Íslandi sem nokkur maður hefur sprengt hraðaskalann á hlaupabrettinu. Kristján Ara labbaði framhjá þegar ég var að hlaupa og það olli næstum stórslysi. Hvað er ferð í ræktina án viðkomu á Pizza Hut-hlaðborði á bakaleiðinni? Hvað er Pizza-Hut án þess að taka blundinn þegar maður kemur heim? Hvað er lagning nema upphitun fyrir æfingu hjá FC FAME á eftir?
Annars er Saha ekkert á leiðinni til United. Hann ætlar samt í læknisskoðun hjá United. Pottþétt e-r geðveikt flott gella sem sér um læknisskoðunina hjá United... eða geðveikt flottur gaur. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim