laugardagur, nóvember 29, 2003

Spilakvöld í gær hjá töffurum umbygg ásamt Malone. Við Jói slátruðum litla manninum og Dolla í Pictionary/Actionary og við Jói og Gunni tókum þann litla, M og Dolla í Gettu Betur. Gríðarstemmning og hápunktur kvöldsins þegar M túlkaði lyfseðil í actionary.
Tölvan í ruglinu og búið að fjárfesta í nýjum grip. Verður sótt á þriðjudag en heimilið tölvulaust þangað til. Varð að fara út á VR til að blogga, reyndar til að prenta en maður verður að nýta ferðina.
Jói Kalli klúðraði dauðafæri áðan, uss.
Háskólatónleikarnir voru fínir og eins og á fimmtudaginn tók Lev tvö aukalög ekki síst með framlagi Amazeen sem fékk allra þyngstu menn til að standa upp og klappa. Fólk reyndar í símarugli á tónleikunum en eins og áður þá er fólk fífl. Kenneth er betri maður eftir tónleikana og hefur líst því yfir að hann muni ekki missa af sinfóníutónleikum næsta árið.
Jæja, Chelsea-United á morgun. Mín spá 2-0 með mörkum frá Mutu og Eiði, því miður. Later

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Þar með er resktrarfræðiverkefninu lokið. Héldum kynninguna áðan þar sem vinur litla mannsins Kenneth Breiðfjörð fór á kostum og heillaði starfsmenn Innness og Sævar kennara úr buxunum. Þá getur maður farið að líta á e-ð af því sem maður hefur trassað síðustu vikuna.
Deadly Diego á skotskónum í gær og United = búið að vinna riðilinn. Nokkuð ljóst að United-Stuttgart verður leiðinlegasti leikur ársins.
Seinni dagurinn í píanókeppninni var í dag í Salnum en ég hef ekki hugmynd um hvernig fór því maður hefur verið algjörlega að vinna í þessari rekstrarfræði. Kemst samt örugglega að því á tónleikunum á eftir.
Háskólatónleikar 11:30 á morgun. Allir að mæta. Tónleikarnir eru bara 30 min og þetta er snilldarverk!

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Lúðvík Bergsveinsson slátraði Jóni Steinari í kastljósi í gær sem er mjög merkilegt þar sem Jón Steinar fer venjulega með sigur af borði í slíkum umræðuþáttum. Ástæðan-þessi asnagangur Dabba er óverjanlegur. Auðvitað eru topparnir í Kaupþing-BÍ ekki síður hálfvitar en það afsakar ekki Dabba. Það var í raun afrek út af fyrir sig að Jón gat haldið út þáttinn þar sem umræðan var töpuð áður en hún hófst.
Djöfull ætlar þetta rekstrarfræðiverkefni að fæðast erfiðlega. Maður verður ekkert smáfeginn þegar þetta verður loksins búið. Hundleiðinlegt þegar annað þarf að sitja á hakanum vegna seinagangs í þessu.
Tryggva dreymdi draum í nótt þar sem ein fremsta íþróttakona landsins, sem verður af ákv. ástæðum ónafngreind hér, var ásamt Tryggva og fleirum í sumarbústað sem væri ekki frásögur færandi nema þá hafði hún skitið í mjólkurfernu sem hafði verið stranglega bannað í bústaðnum. Fólki er frjálst að telja Tryggva sérstakann ef það vill.
Mér skilst að það séu hásólatónleikar á föstudaginn hjá Sinfó. Þar verður spilaður Rach 2 sem var líklega frægasti og dáðasti píanókonsert Rachmaninoffs fyrir "Shine". Háskólanemar fá eflaust póst varðandi viðburðinn en þetta er magnað stykki sem enginn má missa af.
Fórum til Þórólfs í kvöld og ég opnaði bílskúrshurðina, a.k.a. herbergi Þórólfs, og öskraði "Nielsen!". Nema hvað þá kom vitlaus Nielsen út af baðherberginu, nefnilega Frú Nielsen sem var í óða önn við að taka til hjá stráknum sínum. Ég var þónokkuð rauður í framan þegar hún tjáði mér að Dolli væri inni í húsi.
Hlustuðum á magnaðan disk í kvöld sem ég á reyndar. Þar er að finna lag sem inniheldur eftirtalinn texta:

There's a man who spoke wonders, though I never met him he said
he who seeks finds and who knocks will be let in
I think of you in motion and just how close we are getting
and how every little thing anticipates you
All down my veins my heart strings call
____________________________________________________

Hvaða snillingur getur lokið við lagið og um leið svarað spurningunni um heiti lagsins.
Sá hinn sami ætti að þekkja til höfundar.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Jæja það kom að því sem kemur fyrir alla á þessum tíma árs, ég heyrði "ef ég nenni" í útvarpinu áðan. Þetta lag er svona lag er 100% byggt upp á því að línurnar rími þrátt fyrir að textinn sé furðulegur. Þetta er e-r strákur sem er hrifinn af e-i stelpu og ætlar að gera hitt og þetta "ef hann nennir".
Nikolaj og Julie endaði svakalega. Hún ólétt og hann ástfangin af e-m hreysiketti. Þetta var nú alveg fáránlegur endir. En svo spilast titillagið í lokin og þá brosir maður. Snilldarlag. Þarf að redda mér þessu lagi.
Fólk á fullu í ævisagnaskriftum. Linda Pé, Ruth Reginalds og Svessi Hermanns öll að gefa út fyrir jólin. Væri eflaust gaman að lesa þær allar. Reyndar fékk maður held ég 90% af innihaldinu í bókinni hennar Lindu í Kastljósinu um daginn. En Linda stóð sig vel. Hvað var hún flott á sínum tíma ? USS

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Græðgin kollríður Sigurði Einarssyni og vini hans í BÍ. Hvað er langt síðan hann var á forsíðum blaðanna út af kaupauka upp á 70 millur eða e-ð. En nei nei. Það er ekki nóg. Fáránlegt að notfæra sér aðstöðu sína svona. Davíð reyndar algjörlega í ruglinu eins og svo oft. Gaurinn er búinn að missa það. Það verður fínt þegar hann tekur til við skriftir. Væri samt fínna ef það væri e-r almennilegur eftirmaður, ekki Halldór Ásgríms.
Mikið stuð hjá Ella í gær. Vorum fyrst á Gauknum en tókum svo Celtic þar sem var mikið sungið. Kom heim milli 4-5 og sturtaði í mig 1L af vatni sem gerði gæfumuninn því ég var eldhress þegar ég vaknaði í morgun-eða eins hress og ég verð á morgnana.
Við slúttuðum okkar hluta af rekstrarfræðiverkefninu í skúrnum hjá Dolla í gær. Maður getur því aðeins farið að tjekka á e-u öðru. Hef ekki opnað námsbók í tæpa viku núna en nú verður hafist handa sem aldrei fyrr.
Við Kenneth og Atli tókum Arann á föstudaginn. Þar voru e-r 5 sextugir kallar gjörsamlega á skallanum. Einn þeirra settist hjá okkur og spurði hvað væri að þjóðfélaginu í dag. Ég svaraði: "Kaupþing-búnaðarbanki" og fékk þá svarið "nei, nei þú ert nú bara e-ð veruleikafirrtur". Svo snéri hann sér að Kenneth og sagði "nei djöfull ert þú kvenlegur. Kemur vændisfrumvarpið sérstaklega við þig" og við gjörsamlega grétum úr hlátri. Við skildum svona 50% af því sem hann sagði því það virtist sem hann hefði týnt gómnum sínum þetta kvöld. Svo þegar Kenneth fékk sér bjór þá fékk sá gamli sér sopa af bjórnum eins og ekkert væri eðlilegra. Atlinn hugsaði sig ekki tvisvar um þá og greip bjórinn sinn og faldi hann undir borðinu það sem eftir lifði af samræðunum. Sjaldan séð Atlann jafnhræddan.
Haukar verða alltaf bestir. Ótrúlegt afrek hjá þeim og þvílíkt jöfnunarmark. Fyrir þá sem hafa ekki séð þetta þá varði Birkir Ívar þegar örfáar sek voru eftir, boltinn fram á Andra Stefan sem fór inn og skoraði með skoti aftur fyrir bak. Þeir eru því komnir áfram því Vardar tapaði fyrir lærisveinum Alla Gísla í dag.
Martin mætti með skikkjuna í gær og plöggaði dvd spilaranum.
Síðasti þátturinn í Nikolaj og Julie í kvöld. Spennan gríðarleg hér.

föstudagur, nóvember 21, 2003

Gengur ekkert þessa stundina að tengja dvd spilarann. Ekki alveg að fatta hvernig ég geti tengt sitthvort skarttengið úr vídeóinu og dvd spilaranum í sjónvarpið því þar er bara hægt að tenja eitt skarttengi. Er fólk með dvd spilara líka með vídeótækið tengt eða þarf að skipta ? Er kannski málið að kaupa e-ð snilldar millistykki?
Partý aldarinnar hjá Eeeeeella Tomm á morgun. Þá verður sko tekið á því. Læt samt vera að það sé í síðasta sinn fyrir próf. Óþarfi að búa sér til svoleiðis afsakanir. Hvað ætli það séu margir sem hrynja í það um helgina bara af því að það er síðasta djamm fyrir próf? Svo kemur e-ð þvílíkt tilefni um næstu helgi. Nei, best að taka bara á því þegar maður vill.
Ekket djamm í kvöld samt því það er rekstrarfræðimössun á morgun og hefst hún á slaginu 9 í Garðabænum. Spurning um að horfa á sinn fyrsta Idol þátt í kvöld ?

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Frábært að fá gesti á síðuna frá öllum heimshornum og er Víkingur snarlega linkaður hér til vinstri.
Annars erum við Kenny,Jói,Gunni og Dolli að hamast í rekstrarfræðiverkefninu og þetta svona gengur nema við vitum ekki alveg hvernig við eigum að ganga frá þessu. Við vitum að niðurstaðan á aldrei eftir að geta hjálpað fyrirtækinu að neinu leyti en so what.
Gústi plögg eins og hann verður nefndur héðan í frá hefur reddað miðum á Hilmi snýr aftur í lúxussal sunnudagskvöldið 21.des. Verður væntanlega mikil hrútastemmning í salnum það kvöld. Á reyndar eftir að sjá Two Towers en því verður snarlega kippt í liðinn. Sleppti því að sjá hana því ég vildi sjá fyrsta hlutann aftur en hef því miður ekkert gert í því. En nú eru breyttir tímar. Í dag kom DVD spilari á heimilið og ég mun ekki horfa á neitt annað fyrr en ég hef lokið við 1 og 2.
Kom að Atla og Daða í kjallaranum hjá Atla í gær og ... nei best að segja sem allra minnst. Eiki veit samt hvað ég er að tala um.
Hetjulegt jafntefli hjá b-liði Íslands í Mexíkó og ekki síður hjá Lettunum. Skotarnir fóru með það í Hollandi en samt allt í lagi því auðvitað vill maður hafa Holland í Portúgal. Leiðinlegra fyrir Giggs og félaga.
Nú styttist óðum í það að vinur litla mannsins, Kenneth Breiðfjörð, taki til við pistla hér á síðunni. Bíðið spennt.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Fékk sekt í dag fyrir að keyra of hratt 30 október síðastliðin. Bara umslag og sagt að ég hefði keyrt á 67 km hraða hjá BSI vantsmýraveg. Sektin er 5000 kr en 3700 ef ég greiði fyrir 29.nóv. Hvað er málið? Síðan hvenær er myndavél þarna? Ef það hefði verið lögga að mæla hefði hún þá ekki stoppað mig þá?
Fyrir þá sem botnuðu ekkert í uppruna textans í færslunni á undan þá er þetta titillag dönsku þáttanna "Nikolaj og Julie" sem eru alveg frábærir. Síðasti þáttur næst og allt undir.
Bæti við linkum á tvo tónlistarsnillinga. Guju annars vegar og Lukas hins vegar.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Get ekki mælt með Bloody Sunday. Sá hana í gær og fannst ekkert spes. Fínt að þekkja samt e-ð til sögunnar. Gaurinn sem leikur aðalhlutverkið er samt Paulo di Canio look-a-like.

What if we were meant to be together
What if you were meant to be the one
I could hide a million years and try to believe
That anytime the girl in mind will come and rescue me

Hvaða snillingur veit hvaðan þessi texti kemur?
Vísb: Frábært sjónvarpsefni

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Jæja, það fór svo að ég opnaði ekki bók í þrjá daga en er nú mættur á hlöðuna tilbúinn að hella mér í lærdóminn. Ég er nú samt búinn að gera helling af öðrum hlutum. Sérstaklega hef ég varið tíma með honum Lukas sem flaug til Hong Kong í gærmorgun þar sem hann á að halda tónleika í kvöld. Nokkrar staðreyndir um þennan frábæra strák: 17 ára og hefur haldið bráðum 100 tónleika á árinu 2003, hann byrjaði að spila 3.ára og hélt fyrstu tónleikana 4.ára, hann er eini nemandinn hans Askenazy, þetta er í fyrsta skipti sem hann spilar í handboltahöll!! og mikill fótboltaáhugamaður og stuðningsmaður Sparta Prague og United. Þessi strákur er algjörlega niðri á jörðinni þegar eflaust langflestir í hans stöðu er með nefið langt upp í loft. Hann var ekkert smásáttur við að fá að sjá svolítið af Reykjavík og Íslandi. Reyndar fór ég í fyrsta skipti í Hallgrímskirkjuturn og á Nesjavelli sem er frekar lélegt.
Ég var að vinna á tónleikunum í höllinni sem að mörgu leyti heppnuðust skelfilega. Þeir áttu að byrja 19:30 en fullt af fólki var að mæta 19:45 þ.a. þetta byrjaði ekki fyrr en rétt fyrir 20. Fólk var á rápi, konur/stelpur að fara á klósettið í miðju verki sem var skefilegt. Svo voru bjórflöskur alltaf að renna niður stiga sem ómaði um allan salinn. Todmobile vöktu enga smá lukku og tóku 2 aukalög eftir mikið "meira, meira" í lokin.
FC FAME Allstaras kepptu í Firmamóti í gær í Fífunni. Komumst ekki upp úr riðlinum vegna lélegrar markatölu. Gerðum jafntefli 1-1 við Derciv, Porca, Jankovic og félaga þeirra sem unnu riðilinn. Hjalti skoraði flottast mark mótsins e. aðeins 10-15 sekúndur. Miðjan tekin, ég gaf á kantinn á Hödda sem gaf fyrir á Hjalta sem skallaði í boga yfir markmannin skeytin inn. Alveg búinn eftir mótið. Lá heima í rúminu og fékk krampa í aftara lærið svo ég rétti snarlega úr því en þá fékk ég krampa í framlærið. Algjör snilld.
Spilakvöld hjá Atla í gær. Við Bjössi, Þórólfur og Stebbi mættir. Atli vann ekki neitt spil. Later

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Jæja það kom að því. Fór í fyrsta skipti upp í Hallgrímskirkjuturn í dag. Hluti af Reykjavíkurtournum með Lukas í dag. Við kíktum í Árbæjarlaug og fengum okkur svo bæjarins bestu að sundinu loknu. Hann er bara ljómandi fínn strákur og við höfum ótrúlega margt sameiginlegt. Hann er undrabarn á píanó-ég spila á píanó. Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta og heldur m.a.s. með United. Hann spilar tennis. Svo var manni bara boðið á steikhús í kvöldmat sem var alls ekki sem verst. Frekar leiðingjarnt líf held ég samt til lengdar. Þetta er 14. utanlandsferðin hans í ár og hann ferðast nú til dags einn þ.a. 90% af tímanum fer í að hanga einn á hótelherbergjum og horfa á sjónvarpið. Sjaldnast tímar til að gera e-ð þar sem hann stoppar bara í 2-3 daga og þarf að mæta á æfingar alla dagana auk tónleikana auðvitað.
Jæja, mæting í röðina í Smáralind kl 07 í fyrramálið. Við Martin, Ari og Óttar verðum mættir þar sem staðurinn verður stemmningin. Um 30 manns voru mættir í röð þegar ég labbaði framhjá Skífunni á Laugarvegnum áðan.
"your right, it's not about me being lazy, it's about him being a crazy nut"

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Búinn að fá vinnu á Todmobile tónleikunum í höllinni á föstudag þ.a. ég ætti að öllu eðlilegu að geta hlustað á tónleikana. Verst að ég held ég þekki ekkert Todmobile lag. Píanókonsertinn verður líka brjálað flottur. Strákurinn sem spilar konsertinn er aðeins17 ára og heitir Wonderchek eða e-ð þannig þ.a. það verður fróðlegt að sjá hvort hann standi undir nafni.
Nokkur ógleymanleg atriði úr Fóstbræðrum
-þegar Hilmir Snær og Helga Braga koma til Benedikts að láta taka brúðkaupsmyndirnar sínar
-Jón Gnarr leikur afann sem kemur í heimsókn og er gjörsamlega óþolandi
-Jón Gnarr leikur gömlu konuna sem er með kynlíf á heilanum "nú snýst þetta allt um að sjúga og sleikja"
Vantar sárlega að kaupa mér e-a þægilega skó. Kíkti aðeins í bæinn en fann ekkert. Er ekki e-r snillingur sem getur bent mér á góða búð og leyst öll mín vandamál ? Gústi, I'm talking to you!

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Ein pæling í viðbót. Íslenska stöðin breytist í jólastöðina þann 15. nóv. Er það ekki full snemmt? Það verða sem sagt eingöngu íslensk jólalög í tæpa tvo mánuði. Spurning hvað slagararnir "Nei nei ekki um jólin", "ef ég nenni" og "jólahjól" verða spilaðir oft. 10 sinnum á dag í 7 vikur => 500 sinnum. Þokkalegt.
Og eitt enn. Mikael Torfason ritstjóri DV. Gaurinn talar eins og 15 ára töffari. "Sko, við ætlum bara að koma út flottu blaði og gera góða hluti maður. Þúst, ég er Mikael Torfason maður og ælta skilurðu að standa mig í nýja jobbinu."
Annars skil ég ekki þetta með kaupin á DV. Þetta á aldrei eftir að ganga og já, ég gjörsamlega skil ekki tilgang Fréttablaðsins með þessum kaupum.

Horfði á Fóstbræður fram á nótt í gær. Sumt er bara of fyndið. Eins og þegar Benedikt Erlingsson kemur inn á læknastofu og hefur áhyggjur af því að hárið hans sé farið að þynnast en bara pínulítið.
Fór til Malone í gær og fékk nýja Muse diskinn skrifaðan. Sagði hann mér þá sláandi fréttir. Svo virðist sem hann sé algjörlega búinn að missa það. Rétt slefaði til að ná síðasta prófi og virðist hreinlega ekki með sjáfum sér. Þegar hann sagði mér að hann hefði fulla stjórn á dópinu trúði ég honum en ég sé það núna að ég hefði betur gripið í taumana. Aukinn aðgangur hans að lyfjabúrinu í læknagarði er aðeins til að bæta gráu ofan á svart því nú hangir hann öllum stundum þar niður frá. Ég kalla á hjálp og vona að einhver sjái sér fært að bjarga þessum unga manni, sem eitt sinn var fullur vonar og trúar en hefur villst af leið.
Kominn tími á að quota í Simpson. "Like the time I took the fairy to Shelbyville. I needed a heel for my shoe so I decided to go to Morganville which is what we called Shelbyville in those days. I tied an union to my belt which was the style at the time. To take the fairy cost a nickel and in those days nickels had pictures with bumblebees on them. Give me five bees for a quarter yould say. Anyway, where was I. Oh ye, the important thing was that I tied an union to my belt which was the style at the time. They didn't have any white ones because of the war so we had to use those yellow ones..."

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Gústi reyndist sannspár enn eina ferðina þegar United vann Liverpool 2-1 í dag. Leiðinlegasti fyrri hálfleikur ever en Giggs tók til sinna ráða í seinni hálfleik auk þess sem Dudek og Heskey hjálpuðu til.
Haukar eru yfir í hálfleik gegn Vardar og ég er að bíða eftir því að Guja sendi mér sms um að það sé komið hlé á tónleikunum sem við erum að fara að spila á. Nennti ekki á fyrri hlutann. Gangi okkur vel.
Sala á Muse hefst á föstudag. Vonandi að e-r snillingur ætli í röðina og reddi þessu bara fyrir mann.

laugardagur, nóvember 08, 2003

Skellti mér í bingó í gær. Lagði upp með það að hirða alla vinningana sem í boði væru en breytti fljótt um skoðun. Það er nefnilega þannig í bingó að við hverja upplesna tölu eykst stemmningin í salnum og adrenalínið "kikkar inn" og allir verða þvílíkt spenntir. En þá gerist það. E-ð fífl rýkur úr sæti og öskrar eins og hann eigi lífið að leysa "BINGÓ". Allir verða ógeðslega fúlir og stemmningin deyr. Ég hugsaði með mér: "Vil ég virkilega vera þetta fífl sem eyðileggur fyrir öllum hinum?". Þar sem ég er þekktur sem vinur fólksins ákvað ég að taka engann þátt í keppninni og vonaði að sem flestir færu að fordæmi mínu. Ótrúlegt en satt þá gerðu það langflestir en alltaf var það einn og einn sem eyðilagði fyrir hinum.
Við Þórólfur fórum svo í diskókeilu eftir bingóið ásamt Villa stórskyttu og e-m félögum þeirra. Það er skemmst frá því að segja að ferðin var hörmung. Við vorum 2 og 1/2 tíma að spila einn leik því að brautin sem við fengum fyrst var í e-u fokki. Kláruðum eina umferð á þeirri braut á svona klst (án gríns). Spilamennskan var hins vegar það sem fór fyrir brjóstið á mér. Ég er eins og fólk veit flest þaulreyndur keilari og lét það ekki á mig fá þótt ég hefði gleymt "Tuma" (kúlunni minni) og hanskanum heima. Spilaði ég til sigurs en ekkert gekk. Fór svo að lokum að ég endaði með versta skorið síðan í 7.flokki KR (keilufélag reykjavíku) eða e-r 85 stig. Tapaði meðal annars fyrir einni stelpunni í hópnum sem er í þokkabót örvhent!!
Var að vinna 840 kr á Lengjunni! Djöfull er ég flottur.
Það þarf varla að taka fram að Hnakkinn stefnir á Felix í kvöld og hvetur hrúta til að mæta. Spurning um að grafa upp hlýrabolinn og fara að flengja stelpur á Felix en það er víst fullkomlega eðlilegt segir Hnakkinn.
Áðan í útvarpinu heyrði ég lag, það var jólalag. Styttist í hátíð ljóss og friðar. AIGHT
"og ég hef fengið meir' en nóg, en ég segi NEI NEI ekki' um jólin"

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Við Bolli skelltum okkur á kvikmyndatónleika sinfóníunnar í kvöld. "The General" með Buster Keaton var aðalmyndin og þvílík mynd. Við grétum oftar en ekki úr hlátri og skemmtum okkur konunglega. Fullt af celebum á svæðinu en upp úr stóð Buffið og hans ektafrú.
Í gær var hringt í mig frá "Viltu vinna miljón". Ég hringdi inn fyrir nokkrum vikum og svaraði e-i laufléttri spurningu en svo tóku þeir mig í bólinu í gær. Spurt hvar hvert væri skilagjald á ónýtum bílum á Íslandi eða ég hélt það væri gjald. Eftir að hafa rætt þetta við mér fróðari menn fær fólk víst borgað fyrir að skila bílunum. Ég skaut á 5000 kr en e-r hélt að það væri 10000 kr þ.a. ekki kemst ég í þáttinn í þetta skiptið.
Bingó annað kvöld hjá Nöglunum og eru ALLIR VELKOMNNIR í tæknigarð kl 20. Bjór á vægu verði og bingó. Það gerist ekki betra. Við Dolli ætlum að mæta og ætli okkur takist ekki að draga Gunna og Kenneth með.
Liverpool-United á sunnudag. Spurning hvort Keane verði með. Ferguson ætlaði bara að nota hann í mikilvægum leikjum þ.a. hugsanlegt að hann verði hreinlega hvíldur gegn litla liðinu í bítlaborginni.
"kannski var öllum öðrum hlýtt, en mér var allavegna kalt"

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Frábær dagur á enda kominn. Fínn tími í efnifræði í morgun og við tók skemmtilegasti píanótími vetursins þótt þeir séu reyndar allir skemmtilegir þökk sé frábærum kennara. Eftir hádegi mössuðum við Kenneth svo efnisfræðiskýrsluna og ekki annað hægt en að skemmta sér þegar Kennethinn er annars vegar. Við systkinin skelltum okkur svo á "Bettý" í afmælisgjöf fyrir pabba. Um kvöldið áttum við Dolli og Hassi hörkufund í Garðabænum og viðtók þvílíkur fótbolti í laugardalnum þar sem Hilmar, Hjallinn, Kjarrinn auk undirritaðs fóru á kostum.
Monaco 8-3 Deportivo. Hvað ætli það gerist oft að lið skori þrjú mörk í leik og sigri ekki? Ég mundi skjóta á svona 1 af hverjum 500 leikjum eða e-ð.
Ónefndur aðili, köllum hann Kjartagnan, hefur haft orð á því að lögin sem ég sé að vitna í í lok færsla minna á síðuna séu e-r underground lög sem engin hefur heyrt um. Næsta quote er tileinkað honum og má sá sem kannast við textabrotið una sáttur við sig.
"like father, stepfather, the son is drowning in the flood-ye yeah ye yeah"

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Arnar Björnsson og Bjarni Jóhannsson áttu ekki orð yfir markinu hjá Eiði Smára í Róm í kvöld. Menn eru aðeins að ofgera þessu stöðuga hrósi þegar það á stundum ekki alveg við. Eiður Smári lék hins vegar stórkostlega þann hálftíma sem hann spilaði þótt markið hafi ekki verið merkilegt. Skilar boltanum alltaf vel frá sér. Klúðraði reyndar einu upplögðu færi en stóð sig annars frábærlega.
Sinisha Mihailovic er mesta fífl á jarðkringlunni og það hefði ég líka sagt fyrir leikinn í kvöld. Alltaf tómt vesen á kauða. Til að byrja með er hann e-r rasista djöfull og hafa margir orðið fyrir barðinu á honum vegna litarháttar. Í fyrri hálfleik átti hann olnbogaskot, sparkaði í liggjandi mann og hrækti á hann. Í þeim seinni braut hann tvisvar á Duff og fékk gult spjald í hvort skiptið. Ekki fannst honum hann eiga þessa meðferð skilið og hraunaði yfir dómarann, eftirlitsdómarann og Duff. Gjörsamlega óþolandi gaur.
Á mánudaginn vorum við í 5.kafla í samfelldaraflfræði. Í síðasta tíma fór séra Ragnar hamförum og í lok mánudags vorum við víst stödd í 12. kafla. Hoppaði yfir 7-10 en tók kafla 11 þrátt fyrir að taka fram að hann væri ekki til prófs. Þessi kúrs er í svo miklu fokki að það er sorglegt. Spurning um að fá Martin til að taka að sér kennsluna ?
"But we said nei, we are but men ROCK!"

mánudagur, nóvember 03, 2003

Kíkti á seinni hálfleikinn á sunnudagskvöldið þar sem Ísland marði sigur á Póllandi með einu marki. Ótrúlegt að þeir hafi ekki slátrað þessum leik í ljósi þess að Reynir Þór Reynisson, Víkingur með meiru, varði hátt í 30 skot þar af 3 víti. Frábært hjá Reyni og vonandi að hann haldi sér í þessu formi og komist á EM.
Spilaði undir hjá Guju á tónleikum í Tónó í kvöld. Gekk fínt og svo verða aðrir tónleikar á sunnudaginn held ég. Some magnetic shit.
Scary Movie 3 heillaði mig ekki á sunnudagskvöld. Hnakkar voru á leið í bíó og ákváðum við Atli að skella okkur með en svo vorum við þeir einu sniðugu og keyptum miðann á rúntinum klst fyrir sýningu. Svo var auðvitað uppselt og hnakkar sátu eftir með sárt ennið nema hvað myndin var ömurleg.
Við Malone skellltum okkur á Quiznos í hádeginu í dag. Ótrúlega góður matur. Kallinn var að slátra e-u líffæraprófi. Próf eru ofarlega á baugi en slök mæting var hjá 2. árinu í bolta í kvöld vegna efnisfræðiprófs. Við í umbygg erum ekkert fyrir svona skyndipróf og þurfum ekkert á þeim að halda. Erum með þetta allt á hreinu sjáiði til.
"Með allt á hreinu, hreinu gagnvart samfélaginu, laginu, gamla laginu"

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Fór á Esso á fimmtudagskvöldið. Þá kom e-r hnakki inn með kærustuna sína og henti þúsundkalli í afgreiðslukonuna. "Fá bensín fyrir þúsund", "á hvaða dælu", "æi bara e-i" svona uberccool og leit út á dæluna þar sem bíllinn hans var og sagði "nr. 95". Sauður.
Vélin var á sneplunum á föstudagskvöldið en sumir þó sneplaðri en aðrir. Fjalarr!! Fínasta stemmning á Hverfis. Í gær fóru hrútar í innflutningspartý til Erlings og Sigrúnar á Sólvallagötu. Glæsileg íbúð og gaman að fá svona eðalfólk í hoodið. Fórum svo á Brennsluna og viti menn, annað kvöldið í röð er Ólafur Stefánsson að sumbli í bænum. Auk hans voru Gunnar Berg og Róbert Sighvatsson á Brennslunni. Þegar við yfirgáfum staðinn um 3 leytið voru þeir að panta annan umgang. Flottir gaurar!
Er að reyna að ákveða mig hvort ég eigi að skella mér á landsleikinn eða á síðustu sýningu stúdentaleikhússins á 1984 eftir Orwell í kvöld.
"Spáð' í mig, þá mun ég spá í þig"