Muse voru svakalegir í kvöld. Tóku alla slagarana og þvílíkur hiti og tilheyrandi sviti. Aðalgaurinn er líka of flottur þar sem hann syngur, spilar á gítar og píanó. Samt aldrei séð jafnmikið af rugluðu liði á tónleikum í höllinni. Ég hef reyndar aldrei farið á svona rokkaða tónleika áður, t.d. fór ég ekki á Rammstein og Bloodhound gang, en sumt liðið var skuggalegt. Hvar er þetta fólk á daginn? Svo þegar ég kom á troðfullt klósettið af rugluðu liði sé ég Sigmar í Kastljósinu vera að rökræða við e-n strákling um hvor hafi verið undan í röðinni á klósettið. Magnað.
Fyrsta prófið í dag og gekk allt í lagi. Þurfti samt að sleppa 1/6 af prófinu sem er ekki gott. Bót í máli að eflaust hafa fæstir getað þennan hluta. Brjálaður yfir því að kennarinn mætti ekki í prófið en komst svo að því að hann hefði mætt en ég tók hreinlega ekki eftir því. Byrjaði líka vel og fór í vitlausa stofu og læti. Eitthvað að mis...
Ég veit ekki hvort ég hef minnst á þetta hérna áður en allavegna horfði ég á brot af Íslandi í bítið í dag. Þar ráða ríkjum Fjalar og Inga Lind. Það er á hreinu að hamsturinn í kollinum á þessari Ingu er á stöðugu álagskaupi. Hún er allavegna með ekkert hlutverk í þættinum. Ég sá svona korter. Á þeim tíma var sagt frá fréttum eins og "það var mannfall í Írak í gær" og hún skýtur inn í "Oh" og reyndar fyrir hverja einustu frétt svaraði hún með e-u eins atkvæðis orði. Svo flutti hún veðurfréttirnar á skelfilegan hátt. Alveg að misskilja.
Stelpur eru magnaðar. Vinkonur systur minnar eru sérstakar. Stundum sitja þær nokkrar við borðið eins og gerðist áðan og allt í einu tek ég eftir því að þær eru allar að tala í einu og ekki þá í eitt augnablik heldur gjamma þær í e-r sekúndur þangað til þær átta sig hver á fætur annarri að engin er að hlusta á þær. Magnað moment.
Það fór svo að ég gaf Gunnhildi "Sálin og Sinfó" á DVD. Frábærir tónleikar, I should know, en ég skellti mér á tvenna tónleika og generalprufuna.