Nú þegar
Bloggdögum mínum fer snögglega að ljúka finn ég hvernig ég dett smám saman úr tengslum við sjálfan mig, ég hef ekki lengur samanstað fyrir hugsanir mínar. Eeenn ég held nú samt áfram að gleðja ykkur, kannski get ég dílað við Tuma að fá gestaaðgang að blogginu. Allavega
Íslenska landsliðið í handbolta
Er að gera fína hluti þessa dagana. Ég smellti mér á leik Íslands og Baunaveldis áðan og var hann hin besta skemmtun. Íslendingar slátruðu þessu og ungu strákarnir fengu að spila heilan helling. Ásgeir Örn bróðir Jónasar förunauts míns verður svo í hópnum á morgun og gaman að sjá hvað kallinn töfrar fram úr erminni. Hann er amk búinn að eiga þrusugott ár með Haukum. Og þá kemur spurningin. Hvað er ÓIafur Stefánsson góður í handbolta. Hann setti 12 stykki. Hann er góður í vörn, frábær skotmaður, lunkinn spilari með gott auga fyrir línunni og klikkar sjaldan úr vítum. Mér skilst að hann hafi ekki komist inn eftir clausus 2 ár í röð svo við getum í raun þakkað læknadeild HÍ það að við njótum hans sem handkleiksmans. En hann getur nú huggað sig við það að hann hefur ábyggilega 5-10 föld mánaðarlaun læknis á hans aldri. Allavega, mikill snillingur og tvímælalaust minn eftirlætisíþróttamaður
Að lokum
langaði mig að deila með ykkur þeim alsteiktasta draumi sem ég man til þess að mig hafi nokkurtíman dreymt. Hann var einhvernvegin á þá leið að mig dreymdi að ég væri að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. Flutti ég þar með ágætum hið stórgóða lag "country road, take me home" sem kit-kat gerði ódauðlegt í nýlegri sjónvarpsauglýsingu. Allavega þá fór svo að Ísland og Kína (af öllum löndum) voru efst og hnífjöfn. Ég leit á kínversku keppendurna illum augum en þá spratt dómarinn fram á sviðið og sagði: Ég veit hvernig við leysum þetta. Þið eigið að skrifa skilaboðin sem Móses fékk frá Guði. Einhver benti á að Kínverjar væru ekki kristnir en dómarinn sagði það skipta litlu máli og setti keppnina af stað. Fyrst hafði ég ekki Guðmund um það hver þessi skilaboð voru en svo rann upp fyrir mér ljós, auðvitað voru þetta boðorðin 10. Ég fór því að hamast við að snúa þeim á ensku og byrjaði á þeim léttu. Thou shall not steal, Thou shall not lie en svo fór ég í þrot, það var erfitt að snúa þessu yfir á ensku. En þá fattaði ég eitt; dómarinn var Íslendingur. Fjúkket og ég bætti á blaðið 2 boðorðum í viðbót áður en dómarinn reif af mér blaðið. Mér til mikillar mæðu vaknaði ég eftir þetta og veit því ekki enn hvort ég vann. Mig dreymir vonandi restina í nótt.
Sigmund Freud var mikill áhugamaður um draumaráðningar. Við hann vil ég segja sömu orð og hin fleygmælta söngkona Madonna sagði í titillagi nýju Bond-myndarinnar: "Sigmund Freud", analyse this. Ég hvet lesendur til að reyna að ráða draumin.