föstudagur, maí 30, 2003

Nú þegar
Bloggdögum mínum fer snögglega að ljúka finn ég hvernig ég dett smám saman úr tengslum við sjálfan mig, ég hef ekki lengur samanstað fyrir hugsanir mínar. Eeenn ég held nú samt áfram að gleðja ykkur, kannski get ég dílað við Tuma að fá gestaaðgang að blogginu. Allavega
Íslenska landsliðið í handbolta
Er að gera fína hluti þessa dagana. Ég smellti mér á leik Íslands og Baunaveldis áðan og var hann hin besta skemmtun. Íslendingar slátruðu þessu og ungu strákarnir fengu að spila heilan helling. Ásgeir Örn bróðir Jónasar förunauts míns verður svo í hópnum á morgun og gaman að sjá hvað kallinn töfrar fram úr erminni. Hann er amk búinn að eiga þrusugott ár með Haukum. Og þá kemur spurningin. Hvað er ÓIafur Stefánsson góður í handbolta. Hann setti 12 stykki. Hann er góður í vörn, frábær skotmaður, lunkinn spilari með gott auga fyrir línunni og klikkar sjaldan úr vítum. Mér skilst að hann hafi ekki komist inn eftir clausus 2 ár í röð svo við getum í raun þakkað læknadeild HÍ það að við njótum hans sem handkleiksmans. En hann getur nú huggað sig við það að hann hefur ábyggilega 5-10 föld mánaðarlaun læknis á hans aldri. Allavega, mikill snillingur og tvímælalaust minn eftirlætisíþróttamaður
Að lokum
langaði mig að deila með ykkur þeim alsteiktasta draumi sem ég man til þess að mig hafi nokkurtíman dreymt. Hann var einhvernvegin á þá leið að mig dreymdi að ég væri að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. Flutti ég þar með ágætum hið stórgóða lag "country road, take me home" sem kit-kat gerði ódauðlegt í nýlegri sjónvarpsauglýsingu. Allavega þá fór svo að Ísland og Kína (af öllum löndum) voru efst og hnífjöfn. Ég leit á kínversku keppendurna illum augum en þá spratt dómarinn fram á sviðið og sagði: Ég veit hvernig við leysum þetta. Þið eigið að skrifa skilaboðin sem Móses fékk frá Guði. Einhver benti á að Kínverjar væru ekki kristnir en dómarinn sagði það skipta litlu máli og setti keppnina af stað. Fyrst hafði ég ekki Guðmund um það hver þessi skilaboð voru en svo rann upp fyrir mér ljós, auðvitað voru þetta boðorðin 10. Ég fór því að hamast við að snúa þeim á ensku og byrjaði á þeim léttu. Thou shall not steal, Thou shall not lie en svo fór ég í þrot, það var erfitt að snúa þessu yfir á ensku. En þá fattaði ég eitt; dómarinn var Íslendingur. Fjúkket og ég bætti á blaðið 2 boðorðum í viðbót áður en dómarinn reif af mér blaðið. Mér til mikillar mæðu vaknaði ég eftir þetta og veit því ekki enn hvort ég vann. Mig dreymir vonandi restina í nótt.
Sigmund Freud var mikill áhugamaður um draumaráðningar. Við hann vil ég segja sömu orð og hin fleygmælta söngkona Madonna sagði í titillagi nýju Bond-myndarinnar: "Sigmund Freud", analyse this. Ég hvet lesendur til að reyna að ráða draumin.

fimmtudagur, maí 29, 2003

Íslenska ofurstjarnan
Við Geir afmælissnáði Þórarinsson áttum innihaldsríkar umræður um American Idol í gær og ákváðum í framhaldi að setja saman dómnefnd fyrir Íslensku ofurstjörnuna, sem ég held að stöð tvö hyggist setja í framleiðslu í haust. Hérna koma okkar tilnefningar í dómarana
  • Björgvin Halldórsson. Hann er kjörinn sem Simons-týpan. Drullar yfir allt og alla keppendur í ljósi eigin yfirburða. Skemmtilegast væri svo ef einn þáttanna væri tileinkaður lögum með Bjögga og kannski Svölu dóttur hans. Bjöggi er kjörinn í starfið og ég sannfærðist um að hann yrði fínn dómari þegar hann sagði um norska keppandann í Eurovision "það er ekkert rokk og ról í honum". (En þess má geta að Bjöggi á rokksmelli eins og Gullvagninn á lager)
  • Helga Möller. Hún væri einfaldlega frábær. Hún hefur keppt í Eurovision og virðist vera að koma með nokkuð gott kombakk núna. Er þar skemmst að minnast jólasósulagsins, sem fékk fólk til að flykkjast í Smáralindina um síðustu jól. Þetta starf myndi því tryggja henni varanlegan sess á stjörnuhimninum og koma í veg fyrir að hún félli okkur í gleymskunnar dá. Það er nefninlega ekki nóg að vera gift Pétri Ormslev, maður verður að vera frægur sjálfur
  • Þriðji dómarinn ?? Þarna lentum við í nokkrum vanda og bið ég því lesendur að stinga uppá fólki. Rúnni Júl gæti verið að gera það gott, Geir Ólafs jafnvel líka og svo er það spurningin hvort Kristján Jóhannsson væri fáanlegur í djobbið
  • Enginn vafi lék svo á hver væri hressi ungi gaurinn sem spjallaði við keppendur. Enginn annar en Þorsteinn Joð. Hann er næmur á mannlegu hliðina á fólki og kann að ná því besta út úr öllum. Auk þess getur hann brugðið sér í allra kvikinda líki og má minna á hinn góða fótboltaþátt 4-4-2 sem hann stýrði af svo mikilli röggsemi.

  • slakur
    Ég veit að það er arfaslakt að hafa ekki bloggað í gær en ég reyni að blogga tvisvar í dag til að bæta fyrir skaðann sem óhjákvæmlilega er orðinn. Fyriri ykkur sem eruð orðin leið á mér kemur Tuminn aftur á sunnudaginn eða mánudaginn. Ég mun nú halda áfram að tala um merka Íslendinga sem fólk man ekki alltaf eftir
    Eiríkur Jónsson
    Blaðamaður er tvímælalaust einn þeirra manna sem hefur glatt mig með líflegum fréttaflutningi. Hann sér um "mannlega þáttinn", talar um fréttirnar sem eru ekki alveg fréttir, finnur óréttlæti heimsins og sýnir okkur í sinni ógnvænlegustu mynd. Einnig leggur hann sig fram að fólk muni eftir fréttunum hans með eiturskörpum stíl sínum. Uppáhaldið hans er að finna eitthvert orð sem allir tengja umsvifalaust við fréttina. Sem dæmi má nefna söguna af pepsídrengnum eins og EJ kallaði hann. Pepsídrengurinn var rekinn úr 10-11 fyrir meintan þjófnað á pepsíflösku, en þjófnaðurinn var víst fyrir mistök. Eiríkur tók hjartnæmt viðtal af drengnum og með fylgdi mynd af honum með pepsíflöskunni dýrmætu. Málinu var svo fylgt eftir næstu daga, forsvarsmenn 10-11 eltir á röndu og spurðir áleitinna spurninga um grey pepsídrenginn og málinu svo lokað tæpri viku seinna þegar drengurinn fékk tilboð um vinnu hjá bónstöð nokkurri sem sá aumur á honum. Á myndinni sem birtist við það tilfefni í DV var svo mynd af drengnum og eigandanum, með PEPSIFLÖSKU á milli sín að handsala samninginn.
    Af fleiri svipuðum dæmum má nefna t.d. súkkulaðisvindlarann ógurlega, starfsmann Nóa-Síríus sem svindlaði fé úr samstarfsmönnum sínum vegna uppskáldaðra persónulegra vandamála.
    Sjónvarpsgagnrýni og heimspekilegar pælingar eru einnig eitt aðalverkefna Eiríks sem réði sig reyndar á Fréttablaðið þegar hann var rekinn frá DV. Í þessum greinum sínum notar Eiríkur sem fyrr meitlaðan stíl sinn. Þykir mér einmitt sem bloggstíll Tumans beri nokkurn keim af stíl Eiríks, sem felst einkum í því að sleppa öllum persónufornöfnum. Þannig gæti t.d. pæling Eiríks hljómað:
    "fór á klósettið í gær. Finnst að þeir megi alveg vera örlátari á pappírinn. Mæli með að lesendur kíki á þessi mál hið fyrsta"

    þriðjudagur, maí 27, 2003

    Alþingi Íslendinga
    Er að gera dúndurgóða hluti núna. Búið að starfa í 2 daga og allt komið í háaloft strax. Þingmennirnir komnir í hár saman út af kjörinu og enginn skilur neitt í neinu því alþingismennirnir eiga að ákveða það sjálfir hvort þeir eru réttkjörnir. Það skemmtilega í málinu er svo að það er félagsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga og nýráðinn félagsmálaráðherra er jafnframt sá þingmaður sem síðastur "datt inn" á þing og aðeins munaði 13 atkvæðum að hann kæmist ekki inn. Ég efast um að fyrsta mál á dagskrá hjá honum þegar hann mætir í vinnuna verði að setja sjálfan sig úr embætti með því að skófla sér af þingi.
    Mörður Árnason
    Hlýtur að vera einn sá alskemmtilegasti þingmaður sem Ísland hefur yfir sig kosið og ég hlakka til að hafa hann á þingi næstu fjögur árin. Hann er maðurinn sem sér um litlu málefnin sem engu skipta og enginn nennir þar af leiðandi að kipta sér af. Sem dæmi um það má nefna að í störfum sínum í Útvarpsráði hefur hann komið með margar skemmtilegar hugmyndir, hann ákvað t.d. að fara í krossför gegn því að Eurovisionlagið okkar yrði sungið á ensku. Ekki man ég svo til að hann hafi krafist þess að Rúv sýndi HM í fótbolta, hann hefur sennilega talið sínu hlutverki fyrir útvarpsráð lokið og haldið áfram að skrifa orðabókina sína.
    Mörðurinn kom svo sterkur inn á þingið í dag. Meðan allir þingmennirnir hnakkrifust um alþingiskosningarnar, og meðför ráðamanna á þessum alheilagasta og allýðræðislegasta rétti sem þjóðin hefur, var Mörður ekki sáttur. Hann vildi láta draga í sætabingóinu, því hann var drulluósáttur við að sitja við hliðina á Sólveigu Pétursdóttir, en eins og allir vita er hún í fýlu eftir að hafa ekki fengið að halda ráðuneytinu sínu. Hún hlýtur að hafa verið afar leiðinlegur sessunautur, því Mörður gafst upp á henni eftir einn dag, og krafðist þess að eins og öllum sönnum lýðræðisríkjum yrði dregið í sætin uppá nýtt. Ég vona að hann hafi fengið einhvern skemmtilegan að sitja við hliðina á, best er ef Mörður hefur lent á milli Sigurðar Kára og Guðlaugs Þórs. Þá fyrst verður stillt á alþingisrásina öll kvöld.

    mánudagur, maí 26, 2003

    Eurovision
    Ja ja was else ist neu segi ég nú bara. Ég var orðinn leiður á Eurovision-farganinu þegar 5 stigatilkynnandinn í röð hrósaði Rigabúum fyrir frábært kvöld. Ég verð reyndar að byrja á að hrósa íslenska framlaginu og Birgittu og öllu því svo ég verði nú ekki grýttur með rísbitum næst þegar ég voga mér út úr húsi. En er ekki komið nóg af þessu. Lítum aðeins á staðreyndir málsins
  • keppnin hefur minna áhorf en meðalleikur í ensku deildinni
  • í mörgum evrópulöndum veit enginn af keppninni og enginn hefur gaman af henni
  • það er afar sjaldgæft að meika það í kjölfar þátttöku í keppninni
  • Íslendingar hafa notað sér Eurovision sem afsökun fyrir fylleríi allt frá 86, og réttlætt það með því að telja sér trú um það hvert einasta ár að við munum vinna
    Samt er haldið áfram að fjalla um keppnina. Í dag hefur fréttunum rignt inn. Í gær var stemmingin á Húsavík sýnd, talað við æskuvinkonu Birgittu og púlsinn tekinn á íslenska hópnum. Að auki var sjálfsögðu ítarlega fjallað um keppnina. KOMMON það voru allir að horfa hvort eð var. Í dag mátti svo lesa fréttir þar sem Freyja (súkkulaðigerðin) þakkaði Birgittu fyrir að hafa selt fyrir sig heilan helling af rísi en hún á það nú svosem alltaf skilið (HAHAHAH). Einnig var fjallað um kenningar bresks dagblaðs um það að Norðmenn hefðu þakkað okkur fyrir að ætla að hefja hvalveiðar með því að gefa okkur 12 stig. Fyrir mitt leyti þá læt ég nú framlag Svens Fyoins og annara Norðmanna til hvalveiða hérna um árið duga. Einnig var talað um að búið væri að kæra Tyrkneska lagið fyrir að vera stolið, en hvaða lag var ekki stolið spyr ég nú bara. Það vita allir að til þess að láta fólk muna eftir laginu er árangursríkast að láta fólk einfaldlega þekkja það fyrir. Ísland var með stolið lag og annað lag var alveg eins og Sexbomb með Tom Jones. Who cares!!!
    Það gladdi þó mitt auma hjarta að sjá að það eru greinilega ekki bara Íslendingar sem fara með Eurovision eins og HM í fótbolta. Bretar og Tyrkir eru nefninlega líka að missa sig yfir þessu. Nú halda t.d. Tyrkir að þeir muni rúlla inní ESB vegna þess að þeir unnu og Bretar skynjuðu massíf mótmæli við stríðsrekstur í Írak vegna þess að þeir fengu engin stig. RUGL segi ég nú bara en ég hlakka til keppninnar 2004, hún verður æðisleg. Djöfull verður hrunið í það......

  • sunnudagur, maí 25, 2003

    MYNDIR!!!!



    Hvet ykkur öll til að skoða myndir úr gleðinni í gær

    Myndirnar eru hér
    That's all folks

    Dr. Malone I presume

    hérmeð tek ég formlega við blogginu hans Tuma næstu vikuna eða svo. Ég verð þó að viðurkenna að ég skrifaði fyrstu færsluna í ölæði mínu í nótt og í nafni Tuma þar að auki. Það var ekki fallega gert en mér sýnist sem ég hafi ekki móðgað neinn minnihlutahóp, nema KR-inga kannski.


    Ég á mér draum....

    Það virðist afar vinsælt að opna á einhverri draumavitleysu. Nafni minn Martin Luther King gerði það, og nú nýverið var einhver femínistagella ( þetta orð hlýtur skv femínistum að vera mótsögn sem elur á staðalímynd sem er ekki heppileg fyrir konur en ég læt mig hafa það) að lýsa draumförum sínum um samfélag 21. aldar með svo gífurlegum hætti að hún ætlaði barasta að stofna ofbeldishóp til að hefna fyrir misgjörðir karla gegn konum, pólitískan þrýstihóp til að hefna fyrir misgjörðir fyrirtækjanna gegn konum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef nú nett gaman af þessari femínistaumræðu en mér finnst nú svolítið kómískt að ætla að launa rangt með röngu. En þær um það. Mig langar hins vegar að tala um þann draum sem ég el í hjarta mínu. Hann er sá að teljarinn hérna uppi rjúki í svona eins og 1000 á meðan tumi er úti. Þá verð ég væntanlega í lykilstöðu þegar kemur að viðræðum um hver muni fara með þetta blogg í náinni framtíð.

    Ég vildi annars byrja þetta á að tala um Eurovisionpartýið sem ég hélt í gærkveldi. Það heppnaðist dúndurvel. Mættur var slæðingur úr 6X, auk vinkvenna Helgu og svo Ella hennar Heiðdísar. Verður að segjast eins og er að þeir Atli og Tumu komu sáu og sigruðu, slík var skemmtanin. Golf, gítar, Eurovision, slef á rúður, breikdans gladdi skynfæri þeirra sem voru á svæðinu svo um munaði. Fyrir áhugamenn um Tuma lagði hann svo af stað til Skotlands í morgunsárið eftir á að giska klukkutíma svefn, þar sem hann átti eftir að pakka og þurrka fötin sín áður en hann færi út. Ég set vonandi link á myndir úr gleðinni í kvöld.

    But enough about me, how's life

    Þar sem þetta er frumraun mín í vefannálaskrifum og líf mitt er frekar fábrotið næstu vikuna tel ég sennilegra að bloggið næstu dagana muni einkum byggjast á pælingum mínum um lífið og tilveruna, ásamt fréttum af Tumbsternum ef þær bera. Einnig mun fótboltanum vera gerð skil nú sem endranær. Ábendingar eru vel þegnar í kommentakerfið. Að hætti Eggerts bið ég lesendur vel að lifa fram að næstu skrifum

    laugardagur, maí 24, 2003

    Tobbdaur að kveldi kominn blasar mar!!! Ég var þokkalega slakur á kantinum í kvöld í godu grilli, fyrrst hjá Gunnhildi systur þar sem hún var að útskífast úr menntaólanum við hammarann og svo í úróvísióngledi hjá malone Sigurðssyni. Gott flipp á báðum stöðum og fylgdu þeir J-Nas og Attilla konungur húnanna mér á milli staða og stóðu sig ljómandi. Svo kemst ég vonandi um borð í vélina til Skotlands í fyrramálid þar sem skosku hálendurnar verða gengnar, ættingjar heimsóttir og mannlífið skoðað með mínu glögga auga. Vonandi gengur það vel en ég mæli með því að aðdáendur mínir fylgist með skrifum mínum hér ásíðunni þar sem ég hef fengið góðan félaga til að halda uppi blogginu meðan ég geng um lendurnar og heimsæki ættingjana. Í verðlaun fyri rþann sem giskar á réttan aðila er hvorki meira né minna en rembingskoss frá yours truly. Eins og í öllum góðum keppnum verður þó vinningshafinn að vera eldri en 18 og kvenkyns. Ef vel gengur mun hann því blogga 7-8 sinnum á meðan ég er úti og hafa því umtalsvert forskot á mig. Á morgun reynir þessi nýi bloggari að punda inn nokkrum myndum af mér á flippinu í gær, slefandi á rúður, sláandi golfkúlur og bara almennt í ruglinu. En þá er það bara að þurrka fötin, pakka, sofa í 42 mínútur, borða hollan og staðgóðan morgunverð, kveðja köttinn, halda í leifstöð, fá mér öl fyrir atla þar, sofna í vélinni, vakna í skotlandi og hafa það ljómandi gott. Svo vona ég bara að Framararnir með buffið í broddi fylkingar slátri KR-greyjunum á morgun(í dag) og megi Daði mella tveimur í samúel. Spurning hvort Gaui Þórðar mæti á völlinn. Meira um það síðar, ég smelli einu L-i á þetta

    föstudagur, maí 23, 2003

    Frekar slagur dagur svo ég noti slakt orðalag steiktahrúts enn einu sinni. Farið á fætur um 9 til að ryksuga húsið og svo kíkt í ríkið og keypt inn freyðivín fyrir veisluna. Var svo niðrí Víking nonestop frá 12:30 til 20:30. Eintómt vesen. Annaðhvort að hringja í e-a sem voru ekki mættir eða að koma á e-m æfingaleikjum hjá mótherjalausum strákum. Svo lenda byrjendur í fyrstu umferð gegn e-m hörkustrákum og detta út og þá þarf maður að sweet-talk-a foreldrana og taka frasana. Fékk mér jógúrt og Maryland kexpakka um 13-leytið og var umfram allt brjálað þyrstur þegar ég lagði af stað heim um 20 leytið. Kom við í 10-11 og keypti mér risa Rynkebys forskellige frukter sem er nokkuð traustur safi. Sest inn í bíl, opna hann og helli yfir mig. Þá tók ég brjálað öskur en gætti ekki að mér að önnur bílrúðan var vel að mér og fékk ég skemmtilegt look frá e-m gaur fyrir utan vídeóleiguna.
    Horfði svo á bróðurpartinn af nafna mínum Tuma Sawyer leikinn af engum öðrum en Jonathan Taylor Thomas. Þetta var e-r disneymynd sem eru sýndar hvert einasta föstudagskvöld. Ég hef aldrei orðið var við e-n classicer þessi kvöld. Enginn Aladdin,Beuty and the Beast eða besta mynd allra tíma Lion King!! Ég held reyndar að Mary Poppins hafi verið sýnd einu sinni. Toppmynd. Við Torfi erum í skákeinvígi og þau tíðindi gerðust að ég komst yfir í kvöld. Ég er einum vinningi yfir eftir svona 50 skákir. Frábært!
    Erling bauð mér í afmæli/eurovisionpartý annað kvöld hjá þeim Brynjari, væri gaman að kíkja. Annars verður líka svakastuð hjá Malone og svo eru tvær stúdentsveislur í viðbót hjá Þórunni Völu og Þrándi, æskuvini af Öldugötunni.
    Djöfull verður gaman að detta í það í veislunum á morgun. Ætli ég beiti ekki taktíkinni:"one for you, one for me" þegar maður býður gestunum í glas. Simpsons comment, man e-r eftir því? Kannski síðasta blogg í viku nema ég fái e-n substitute. Stay tuned!

    fimmtudagur, maí 22, 2003

    Bara allt komið á hreint hvað varðar ráðherra. Það verður sárt að sjá á eftir Siv,Sólveigu og Tómasi... NEI! Hlakka mest til að sjá Davíð Oddson í öðrum ráðherrastól. Kom mér á óvart-var pottþéttur á að hann myndi hætta þessu. Annars horrfði ég á síðasta hálftímann af Das Boot í dag. Búinn að vera c.a. mánuð að klára hana. Pottþétt mynd en var samt ekki sáttur við að hafa English dubbed version. Það er fáránlega erfitt að horfa á gaur tala þýsku og svo kemur e-r óskýr enska út úr honum.
    Í eftirmiðdaginn skelltum við Bolli okkur í Laugardalslaugina og tókum langan pott. Nóg af sætum stelpum í lauginni, sumar sætari en aðrar. Brjálað veður og nóg af fólki í sundi.
    Annars er maður búinn að fá svona 30 símtöl í dag og hringja jafnmörg út af þessu móti. Fólk kemst ekki á hinum og þessum tímum þ.a. e-ð fiff fer í gang. Kannski ekki besta helgin fyrir svona mót, Eurovision og útskriftir úr mörgum skólum að ég held.
    Svo lá Fame fyrir Elliða í laugardalnum í kvöld 4-2. Bjarki kom okkur yfir en í kjölfarið fylgdu þrjú mörk frá Elliða og var það fyrsta úr vægast sagt vafasömu víti. Minnkuðum muninn fljótlega í seinni með marki frá Gunna Palla og vorum svo manni fleiri í 25 mínútur en náðum ekki að jafna. Þeir settu eitt í blálokin og þar við sat. Mótherjarnir voru besta liðið sem við höfum spilað við hingað til en á hinn bóginn vorum við skelfilegir, allir nema einn. Kjartan Carlos Kjartansson var tvímælalaust maður leiksins og spurning hvort Fame þurfi ekki að fara að semja við Kjarrann en heimildir herma að Sogndal og Tromsö séu á höttunum eftir honum.
    Enginn smástemmning fyrir Eurovision og e-ð spái ég að bærinn verði pakkaður á laugardagsnóttina.

    miðvikudagur, maí 21, 2003

    Góður dagur á enda. Golfið klikkaði samt e-ð í morgun. Ég var nefnilega ekki að geta sofnað í nótt svo þegar ég vaknaði eftir hámark 3 tíma svefn kl 06 í morgun snéri ég mér bara á hina hliðina. Vaknaði svo kl 12 og hringdi í Atlann og bjóst við Svíanum alveg brjáluðum. En hann var bara nokkuð sáttur við að hafa getað sofið lengur. Gekk svo í það verk að setja upp Víkingsmótið og má sjá afraksturinn á www.vikingur.is. Þar sem familían stefnir á að ganga svolítið í Skotlandinu skellti ég mér á gönguskó í dag. Þeir voru síðan vígðir eftir kvöldmat þegar ég rölti til Martins, a.k.a. Malone/van Nistelroy. Hann aðstoðaði mig við ýmis tölvutengd vandamál svo sem þetta forláta commentakerfi sem hann Gústi virðist hafa einkar gaman af.
    Jónas hringdi í mig um kvöldmatarleytið gríðarhress. Ekki jafnhress samt og e-r fugl sem tók sig til og skeit á rúðuna í herberginu mínu þar sem ég horfði út um gluggann. Ef ekki hefði verið fyrir rúðuna væri ég örugglega ennþá að hreinsa skítinn af andlitinu mínu. Við Martin,Bolli og Jónas kíktum svo á Ara í ögri og fékk ég mér einn ískaldann. Bolli sagði okkur frá dagsverki sínu sem var e-ð á þessa leið:vaknaði kl 15,horfði á Bíórásina og drakk pepsi max, fór út í ísbúð og fékk mér sheik, fékk mér hálfmána, fékk mér annan sheik úr sömu ísbúð og kom svo til okkar. Það kom því fátt annað tilgreina en að kíkja aftur í ísbúðina niðrí Faxafeni, þ.e. gömlu Álfheimaísbúðina. Gaman að vera búinn að endurheimta Jónasinn.
    Var síðan áðan að panta tvo "hyper pro staff 6.1" tennisspaða á tenniswarehouse.com. Ég hef alltaf átt skelfilega spaða og fannst tími til kominn að vera svolítið grand á þessu. Stykkið var á 130 $ en svo verður auðvitað e-r asnalegur tollur og 24,5 % hundleiðinlegu.
    Fyrsti leikurinn á morgun í utandeildinni. Það væri gaman að byrja tímabilið með stæl.

    þriðjudagur, maí 20, 2003

    Fame æfing í kvöld í Grafarvoginum. Byrjunarliðið í leiknum gegn Elliða á fimmtudaginn tilkynnt. Við Hjallinn verðum saman á miðjunni enda langbestir saman. Mikill metnaður í Fame-mönnum fyrir tímabilið.
    Undirbúningur Víkingsmótsins í tennis í fullum gangi. Yfir 50 manns skráðir sem þarf að raða niður á morgun. Ætti að ganga smurt. Einu áhyggjurnar eru vegna veðurs en maður verður bara að vona það besta.
    Stemmingshelgi framundan.Tennismótið, útskritarveisla Gunnhildar systur sem útskrifast úr MH, Eurovision og svo flug til Skotlands árla á sunnudaginn. Ekkert betra en að fljúga skelþunnur eins og við Atli kynntumst fyrir railið síðasta sumar.
    KR marði Þrótt í gær á laugardalsvellinum. Köttararnir óheppnir að jafna ekki undir lokin. KR, væntanlega með Þórunni Helgu í fararbroddi skellti hins vegar Bjarney og félögum í Þrótti/Haukum í kvöld. Ekki alveg sama spennan í kvennaboltanum en þær vilja samt 50% umfjöllun og hana fá þær greinilega á www.kolbeinntumi.blogspot.com !
    Við Atli ætlum í golf kl 7 í fyrramálið. Verðum að fara að æfa okkur fyrir ramdick open þar sem aðrir hrútar eru að ég best veit skelfilegir í golfi og er ég þó sjálfur nokkuð slakur.

    mánudagur, maí 19, 2003

    Mesta óheppni í heimi í gærkvöldi. Fór með Torfa og vini hans í stuttan fótbolta. Kepptum við e-a feðga. Síðan í lok leiksins þegar annar strákanna í hinu liðinu var að komast einn í gegn hljóp ég á eftir honum og ætlaði að pota boltanum í burtu þegar hann myndi skjóta, þ.e. svo hann myndi fljúga á hausinn. En nei nei. Ég pota boltanum í áttina að Sigga en strákurinn þrombar í löppina á mér og það sem meira er Siggi bombar boltanum beint í andlitið á mér! Og auðvitað var gleraugnaglámurinn með gleraugun sem auðvitað fóru í e-ð rugl svo það þurfti að skella þeim í viðgerð. Eins gott að ég á nokkur pör af linsum. Maður hugsar sig samt tvisvar um næst þegar Torfi reynir að draga mig út í fótbolta.
    Annars bættist önnur einkunn í hópinn í dag. 7 í stærðfræðigreiningu IIB sem er líklega viðunandi. Tölfræðin í námskeiðinu er samt skelfileg. 340 skráðu sig í námskeiðið, 180 sögðu sig úr því og aðeins 80 stóðust prófið. Þar af var ein 10 og hef ég tvo MR dúxa undir grun hvað hana varðar.
    Það fór illa hjá Buffinu og félögum í gær, tap gegn Fylki. Samt ótrúleg úrslit í fyrstu umferðinni. Valur og KA unnu erfiða útileiki en það vill reyndar oft henda að fallliðin byrji tímabilið sæmilega.Spurning hvort Þróttararnir stríði KR e-ð í kvöld. Jökull er ennþá meiddur þ.a. þar er a.m.k. skarð fyrir skildi. Ætli Sigursteinn nái að fylla skarðið? Veit ekki, voða erfitt að segja.
    Sá Godfather 2 í fyrsta skipti í gær. Drullugóð en ógeðslega löng. Hvað er Al Pacino svalur? Líka flott þegar Robert De Niro sker gaurinn sem drap fjölskyldu hans þvert yfir bringuna.

    sunnudagur, maí 18, 2003

    Gott Fame djamm í gær á Mekkasport. Við horfðum á valda kafla úr síðustu leikjum okkar og nú veit maður hvað maður þarf að bæta. Ég er gjörsamlega eins og skjaldbaka á vellinum. Fórum svo í bæinn og kíktum á Felix. Um 4 röltum við Hjallinn heim á leið. Þegar ég kom heim fann ég ekki húslyklana mína. Ég lá á fullu á dyrabjöllunni í svona korter en rölti svo til Hjalta í Tjarnagötunni og fékk að crasha á sófapúðum á gólfinu. Svo þegar hann skutlaði mér heim í morgun kom í ljós að ég hafði verið með lyklana á mér allan tímann. Hvílíkt fífl.
    Annars dansaði ég af gleði í gær þegar fyrsta einkunnin kom í hús. Mér gekk ömurlega í þessu prófi sem var í Greiningu burðarvirkja en svo fékk kallinn bara 9! Djöfull var ég sáttur. Ég hafði því góða afsökun fyrir tvöfaldri helgi.
    Fór svo áðan að hlusta á Torfa og drengjakór Neskirkju. Fínir tónleikar.
    Hvað er Ásgeir Örn bróðir hans Jónasar mikil kempa ? Hann massaði úrslitakeppnina og var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Sló hann þar strákum eins og Loga Geirs, Einari Hólmgeirs auk okkar beloved Þórólfi Nielsen ref fyrir rass. Annars er Jónas á heimleið og kemur árla dags á þriðjudag. Við ætlum að skella okkur á Esjuna við fyrsta tækifæri.
    Buffið og félagar í Fram hefja titilsóknina í Árbænum í kvöld gegn Kjartani Sturlu og hinum vitleysingunum í Fylki. Ætli maður kíki ekki á kallinn.

    laugardagur, maí 17, 2003

    Eg var að fá boðsmiða á tónleika drengjakórs Neskirkju á morgun. Hann Torfi fótboltahetja í næsta húsi gaf mér boðsmiða fyrir tvo. Er þetta ekki moment til að bjóða e-i eðaldömu með sér ? Allavegna betra boð en þegar ég dróg Hildi kærustu í 12 ára bekk á Ísland-Svíþjóð í handbolta þegar hún vildi fara á e-ð ball í tónabæ.

    Fyrsta bloggið skrifað í töluverðri þynnku. Verkfræðidjamm úti á Nesi í gær. Helstu verkfræðisnillingarnir saman komnnir og ágætis stemmning. Kíktum í bæinn og var kíkt á Celtic og Sólon. Helst til tíðinda bar að þar hittum við fyrir Jens nokkurn Þórðarson a.k.a the invisible man. Bæjarferðin endaði svo á þeirri algjöru snilld að Ásdís bauð mér far á húddinu á trukknum sínum og fékk ég far á húddinu úr Austurstrætinu heim að dyrum.
    ABBA tónleikar í gær í Laugardalshöll. Ég var að rífa af miðum en gat svo hlustað á nánast alla tónleikana sem voru nokkuð góðir. Endalausir slagarar og fólkið sem var svona 90% yfir fimmtugt stóð upp í síðustu lögunum og sveiflaði höndum og söng með. Nokkuð um celeb á svæðinu, Atli Eðvalds, Bjarki Gunnlaugs, Gunni Þórðar o.m.fl
    FC FAME æfing í dag úti á Nesi þegar Southamton verður búið að taka Arsenal í gegn í Cardiff. Fame á góðri siglingu fyrir tímabilið sem hefst á fimmtudaginn. E-ð djamm hjá Fame-urum í kvöld á Mekkasport.

    föstudagur, maí 16, 2003

    Classic