NEI NEI. Hef komist að því að sjaldan er maður í jafngóðu skrifstuði og þegar maður kemur heim af djamminu. Þetta var auðvitað partý ársins þar sem helstu hetjurnar voru samankomnar hjá TogÁ á HJÓNAgörðunum. Snilldar veitingar og frábært fólk. Svo bara með söngelskari bæjarferðum ársins. Og núna syngjum við (og erum að dansa):
Uppi í risinu sérðu lítið ljós
heit hjörtu fölnuð rós
Matarleifar, bogin skeið
undan oddinum samviskan sveið
Þau trúðu á drauma myrkrið svalt
draumarnir tilbáðu þau
Fingurnir gældu við stálið kalt
lífsvökvann dælan saug
Draumarnir langir runnu í eitt
dofin þau fylgdu með
sprautan varð lífið með henni gátu breytt
því sem átti eftir að ske
Uppi í risinu lágu og ófu sinn vef
óttann þræddu upp á þráð
ekkert gat skeð því það var ekkert ef
ef vel var að gáð
Og syngjum saman:
Hittust á laun léku í friði og ró
í skugganum sat Talía
Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó
við hlið hans sat Júlía
Trúðu á drauma myrkrið svalt
draumarnir tilbáðu þau
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Þegar kaldir vindar haustsins blása
naprir um göturnar
sérðu Júlíu standa og bjóða sig hása
í von um líf í æðarnar
Því Rómeó villtist inn á annað svið
hans hlutverk gekk ekki þar
of stór skammtur stytti þá bið
inni á klósetti á óþekktum bar
Hittust á laun léku í friði og ró
í skugganum sat Talía
Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó
við hlið hans sat Júlía
Trúðu á drauma myrkrið svalt
draumarnir tilbáðu þau
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Rómeó Júlía Rómeó Júlía
Og þar með er röddin búin og tími til að halda til rekkju. Spurning um að smella L á þetta en kallinn hefur tekið þá ákvörðun að hætta að stafa svona eins til tveggja atkvæða orð á netinu. Gaman að því hvað maður er hreint töluvert hressari núna en á sama tíma í gærnótt