Skellti mér í vorpróf á slaghörpunni í morgun. Það ætti að banna að láta fólk taka hljóðfærapróf svona snemma á morgnana. Maður er alveg þreyttur og hvorki líkami né hugur tilbúinn í verkefnið. Þetta slapp nú samt fyrir horn en það má alltaf ganga betur.
Það styttist í aðalfund Naglanna sem verður á föstudaginn. Þá verður boðið upp á endalaust magn áfengis af öllum stærðum og gerðum auk veitinga á föstu formi. Kenny B verður næsti formaður Naglanna nema e-ð ótrúlegt gerist. Hann verður líka líklegast með eðalfólk með sér í stjórn. Jói gjaldkeri, Gróa ritari og Íris vísindamaður. Engin spurning að það verður ógurleg stemmning á föstudaginn þ.a. það er vissara að skipuleggja hópverkefni á laugardaginn. Nokkuð ljóst að Hemmi verður í spilaranum þetta kvöld. Ef e-r ykkar þekkja ekki hin sívinsælu lög Hemma Gunn heita þau "Einn dans við mig" og "Út á gólfið" og gerðu gjörsamlega allt vitlaust í herbergispartýjunum á árshátíðinni. Vissara fyrir alla að ná í þessi lög á Kazaa eða dc.