sunnudagur, október 31, 2004

Alveg ótrúlegt að hlusta á sjónvarpslýsinguna þegar Cisse fótbrotnaði í leiknum við Blackburn í gær. Hér er hægt að sjá atvikið. Takið sérstaklega eftir því þegar gaurarnir segja "he looks in some pain" og á meðan er Cisse að öskra úr sér lungun af sársauka. Alveg ótrúlegt hvað Poolararnir fara illa út úr heimsóknum sínum á Ewood Park sbr. Baros og Carragher á síðasta tímabili.
Fór í TOEFL á laugardaginn og gekk þokkalega. Var að leiðrétta e-ð undir lokin á ritgerðinni minni þegar tíminn rann út þ.a. síðasta setningin er gjörsamlega óskiljanleg. Svo í hlustuninni þá missti ég aðeins einbeitinguna og fattaði allt í einu að ég hafði misst af spurningu. Hmm, held ég velji c) á þá spurningu. Annars er ég nokkuð pottþéttur á að ná 580 stigum sem UW gerir að inntökuskilyrði.

fimmtudagur, október 28, 2004

Allt að verða vitlaust í skólanum. Skýrsluskil nánast annan hvern dag þannig að maður er að nánast frá morgni til kvölds. Helvíti spennandi vísindaferð í VSÓ sem hefði verið tilvalin til að vakna vikulokum og skilum á nokkrum verkefnum en ég kemst ekki í hana. Í staðinn verður fagnað í fimmtugs afmæli hjá frændfólki þar sem við systkinin munum spila létta tónlist á meðan fólk er að mæta á svæðið. Svo verður bara undirbúningur fyrir TOEFL prófið um kvöldið svona til að létta aðeins samviskuna. En það verður tekinn þokkalegur stemmari á laugardagskvöldið í góðra vina hóp.
Annars er ég búinn að ganga frá allri pappírsvinnu fyrir háskólann úti. Ég er hengja allt mitt á einn háskóla, University of Washington í Seattle. Búinn að sækja um styrk sem er fáránlega góður en ef ég fæ hann ekki gleymi ég þessu og leyta á önnur mið. Áætlaður kostnaður fyrir eitt ár í skólanum er um 45000 $ sem er rúmar 3 milljónir. Ekki furða að foreldrar í Bandaríkjunum byrja að safna fyrir háskólamenntun barnanna sinna áður en þau fæðast, jafnvel áður en þau eru getin.

sunnudagur, október 24, 2004

MAN UTD 2-0 ARSENAL
Hvílík snilld. Ótrúlegur baráttuleikur sem réðst á mjög svo vafasömum vítaspyrnudómi, reyndar ekkert vafasamur því þetta var klárlega ekki víti. En Utd hefði átt að fá víti skömmu seinna sem var ekki dæmt þ.a. það má segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Hefði samt orðið allt annar leikur ef Ferdinand hefði verið rekinn út af fyrir að hindra Ljungberg en sem betur fer gerðist það ekki. Vonandi að Utd haldi uppteknum hætti, fari að skora fleiri mörk og vinna leikina.
Fór á fætur kl 07 á laugardagsmorguninn til að koma mér út á varnaliðsstöð í GRE prófið. Man ekki hvenær ég fór síðast svona snemma á fætur, gekk reyndar helvíti illa að sofna þ.a. ég var ekkert uberhress þegar ég vaknaði. Annars gekk þetta eins og ég reiknaði með. Ritgerðirnar gengu þokkalega, stærðfræðin fínt og enskan ömurlega. Af 76 spurningum yfir heildina í enskunni hef ég örugglega giskað út í loftið í a.m.k. 40 af þeim. Og það eru 5 svarmöguleikar þ.a. líkurnar á því að giska rétt eru ekki miklar, heilar 20% líkur! Þá er TOEFL næsta laugardag og verður lærdómurinn í lámarki fyrir það próf enda ætti það ekki að valda miklum erfiðleikum.
Ég notaði tækifærið fyrst ég var kominn inn á varnarsvæðið og keyrði svolítinn rúnt um svæðið. Þarna var kirkja með ljósaskilti sem auglýsti messurnar, "Andrew's theater", "Teen center" og svo kjörbúð sem ég kíkti inn í. Ég mátti að vísu ekki kaupa neitt en skoðaði mig aðeins um. Djöfull var allt ódýrt þarna. Ég einbeitti mér auðvitað að því sem ég er með verðið alveg á hreinu hér á landi, sælgæti, snakk og drykkir og ég get svarið það að flest allt var 3-4 sinnum ódýrara en hérna. Sorglegt að geta ekki keypt e-ð þarna.
Ætla að gera lokatilraun með textagetraun og hafa hana í léttari kantinum í þetta skiptið svo e-r geti nú svarað þessu.
1. "og mig skorti kjark að segj'enni að bíllinn biði mín að bera mig um langveg henni frá"
2. "I don't know where my soal is, I don't know where my home is"
3. "I took a chance and changed your way of life.But you misread, my meaning when I met you"
4. "með taugarnar þandar, titrandi andar, kjökrandi skríður, skjálfandi bíður og tíminn líður"
5. "every now and then I get a little bit lonely and you're never coming round"
Þetta ættu einhverjir að vera með.

fimmtudagur, október 21, 2004

Gaman að segja frá því að ég var í tölvunni í bekkjarstofunni okkar í dag en hún er einmitt tengd við skávarpann. Það vildi þannig til að kveikt var á skjávarpanum meðan ég vafraði um óravíddirnar. Stop hjá Miðjunni virtist í fyrstu saklaust þar til mér var litið á tengil hjá honum sem hann lýsti sem "dónalegum". „En hversu dónalegur getur hann verið fyrst hann skellir tengli af honum á síðuna sína?" hugsaði ég. En viti menn, þá var bara hardcore klám í gangi þ.a. ég slökkti eftir að harðar athugasemdir fóru að berast frá hinu kyninu sem slappaði af í stofunni. Strákarnir voru nú ekkert að stressa sig samt. Hefur Óttar hlotið titilinn "graðasti maður Verkfræðideildarinnar" eftir atvikið. Það var víst e-ð point með þessu myndbandi eftir allt saman en það er algjört aukaatriði.

Sat í dag og lærði fyrir GRE prófið sem ég þreyti á laugardaginn. Ég á ekki eftir að gera neina gloríu á þessu prófi en það verður helvíti nett að klára þetta. Þó svo að ég hafi lítið sem ekkert lært fyrir þetta er skelfilegt að vera alltaf með þetta hangandi yfir sér. Það er reyndar helvíti mikið að gerast annað kvöld sem ég væri til í að gera. Vísó í VFÍ , skákmót í verkfræðinni og svo Stjarnan-Víkingur í handbolta þar sem hefði verið tilvalið að kíkja á fyrsta handboltaleik vetrarins. Jú og svo var Bolli að bjóða í e-ð vídeó uppi í Valhöll sem virkaði frekar spennandi. E-r Steingrímur ætlaði svo að halda ræðu, "Hermannsson" spurði ég. "Nei" sagði Bolli.

M-ið sigraði með yfirburðum í textakeppninni og var Tryggvi í öðru og jafnframt síðasta sæti. Lagið sem ekkert svar fékkst við var að sjálfsögðu "Ástin" eftir meistara Valgeir G.
Bæti við 5 í viðbót hér að neðan.

1. "...home where my love lies waiting silently for me..."
2. "...en það er ekki svo langt síðan ég kom hér síðast, kannski finnst þér rangt að vera á gestrisninni að níðast..."
3. "...allt var kyrrt og allt var hljótt, miður dagur var sem nótt..."
4. "...No I haven't heard your band cause you guys are pretty new..."
5. "...now and then when I see her face it takes me away to that special place..."

Í verðlaun er að koma með mér á Beach Boys tónleikana!

miðvikudagur, október 20, 2004

Utd frekar slakir í Prag í gærkvöldi þó svo að úrslitin séu svo sem ekkert slæm. 5 stig eftir tvo útileiki og einn heimaleik er bara fínt og þeir vinna auðvitað þennan riðil. Það sem mér fannst einkennandi í gær hjá Utd var áhugaleysi sem lýsti sér í að menn misstu boltann á tímum ótrúlega langt frá sér, gáfu ömurlegar sendingar og síðan voru móttökurnar margar hverjar skelfilegar. Ótrúlegt að þeim tekst ekkert að skora með alla þessa framherja. Aðeins eitt mark í síðustu þremur leikjum. Frekar dapurt.
Adrian Mutu, vinur litla mannsins, fallinn á lyfjaprófi. Ég veit ekki um nokkurn áhugamann sem hefur nokkuð álit á Mutu, sem er þekktur fyrir að gefa aldrei boltann. Eitthvað held ég að hann muni eiga erfitt að koma aftur inn í fótboltaheiminn. Chelsea segir væntanlega upp samningnum við hann.
Annars vil ég bara koma því á framfæri að lagið "She will be loved" með Maroon 5 er snilldarlag.

Að lokum getraun. Í hvaða lögum koma eftirfarandi textabrot fyrir:
1. "...stundum eins og gimsteinn eða bara gler.."
2. "...I don't mind spending everyday, out on your corner in the pooring rain..."
3."...hún hafði sagt hún gæti ekki dottið hún hefði engan stað til að detta á..."
4."...ég vinn aldrei neitt ég tapa öllu strax..."
5."...there were days when the sun was so cruel..."

Ég veit að allir geta svarað þessu með því að fara á google en getur e-r svarað þessu heiðarlega?

sunnudagur, október 17, 2004

Mjög vel heppnuð skálaferð hjá bekknum. Skálinn eða öllu heldur risa einbýlishúsið sem við vorum í er rétt hjá Baulu í Borgarfirði. Stórfjölskyldan hans Finns á húsið og held ég að það hafi haft rúmpláss fyrir okkur öll, við vorum um 20 held ég. Allavegna var mætt á bilinu 17-19 og að sjálfsögðu vorum við með þeim seinustu enda celeb-ið í okkar bíl. Svo var grillað, spilað, drukkið, dansað langt fram á nótt. Skósverta var á svæðinu sem varð til þess að á skömmum tíma breyttist hörundslitur fólks úr hvítum í svartan. Reyndar dökknuðu einstaka hvítir veggir e-ð eftir því sem á kvöldið leið en ég held að það hafi tekist að hreinsa það allt. Allavegna var þetta algjör snilldarferð og var ég þó með þeim rólegri í bekknum.
Ef e-r vill sjá "heitustu" heimasíðuna í dag, smellið hér. Þar er einnig að finna linka á Daniel Stephan og fleiri celeb úr handboltaheiminum. Enginn Nielsen samt.

Mjög vel heppnuð skálaferð hjá bekknum. Skálinn eða öllu heldur risa einbýlishúsið sem við vorum í er rétt hjá Baulu í Borgarfirði. Stórfjölskyldan hans Finns á húsið og held ég að það hafi haft rúmpláss fyrir okkur öll, við vorum um 20 held ég. Allavegna var mætt á bilinu 17-19 og að sjálfsögðu vorum við með þeim seinustu enda celeb-ið í okkar bíl. Svo var grillað, spilað, drukkið, dansað langt fram á nótt. Skósverta var á svæðinu sem varð til þess að á skömmum tíma breyttist hörundslitur fólks úr hvítum í svartan. Reyndar dökknuðu einstaka hvítir veggir e-ð eftir því sem á kvöldið leið en ég held að það hafi tekist að hreinsa það allt. Allavegna var þetta algjör snilldarferð og var ég þó með þeim rólegri í bekknum.
Ef e-r vill sjá "heitustu" heimasíðuna í dag, smellið hér. Þar er einnig að finna linka á Daniel Stephan og fleiri celeb úr handboltaheiminum. Enginn Nielsen samt.

Mjög vel heppnuð skálaferð hjá bekknum. Skálinn eða öllu heldur risa einbýlishúsið sem við vorum í er rétt hjá Baulu í Borgarfirði. Stórfjölskyldan hans Finns á húsið og held ég að það hafi haft rúmpláss fyrir okkur öll, við vorum um 20 held ég. Allavegna var mætt á bilinu 17-19 og að sjálfsögðu vorum við með þeim seinustu enda celeb-ið í okkar bíl. Svo var grillað, spilað, drukkið, dansað langt fram á nótt. Skósverta var á svæðinu sem varð til þess að á skömmum tíma breyttist hörundslitur fólks úr hvítum í svartan. Reyndar dökknuðu einstaka hvítir veggir e-ð eftir því sem á kvöldið leið en ég held að það hafi tekist að hreinsa það allt. Allavegna var þetta algjör snilldarferð og var ég þó með þeim rólegri í bekknum.
Ef e-r vill sjá "heitustu" heimasíðuna í dag, smellið hér. Þar er einnig að finna linka á Daniel Stephan og fleiri celeb úr handboltaheiminum. Engin Nielsen samt.

laugardagur, október 16, 2004

Vel heppnað Bingó í gær þar sem var setið í öllum sætum, sem þýðir að c.a. 100 manns sóttu samkomuna. Fullt af flottum vinningum sem fóru út hver á fætur öðrum. Við Gunni vorum bingóstjórar og þrátt fyrir töluvert af klúðri af okkar hálfu held ég að þetta hafi alveg reddast. Svo kíktum við Breiðnefurinn, Herrann og Víkingur á Pravda og Celtic í smá öl enda búið að fresta TOEFL prófinu sem ég átti að fara í kl 09 í morgun. Frekar slappt að fá tilkynningu um frestun daginn fyrir próf.
Leiðinlegasti leikur seinni tíma var að klárast áðan og ég þakka bara fyrir að RÚV var að sýna "The Kid" með Bruce Willis á sama tíma auk þess sem það er 100% með R. Williams á Popp Tíví. Utd áhugalausir og ömurlegir. Lois Saha var einna skárstur.
Svo er bara brottför í skálaferð hjá bekknum eftir um klst. Maður má varla við því að fara enda verkefnin að hrúgast upp í skólanum. En maður má nú ekki taka "celeb-ið" á þetta. Nóg er af þeim. Þemað í ferðina er "Afríka" og er talað um Afró og skósvertu í andlit til að mynda stemmningu.
Annars er maður með hjartað í buxunum þessa dagana út af Víkingunum. Reikna með að á næstu dögum fari hver leikmaðurinn á fætur öðrum að yfirgefa félagið enda ekki eftirsóknarvert að spila í 1.deild. Heyrst hefur að Víkingur sé á höttunum eftir Daða "Buff" Guðmundssyni. Sel það ekki dýrara...

miðvikudagur, október 13, 2004

Frekar dapurt hjá okkar mönnum á Laugardalsvellinum í kvöld. Gjörsamlega yfirspilaðir af Svíunum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir löbbuðu í gegnum okkar gríðarlegu sterku þriggja manna vörn. Eina sem gladdi augað var markið hjá Eiði Smára auk þess sem ég mundi í fyrsta skipti nokkurn tímann eftir því að taka með mér vettlinga á landsleik. Eftir þennan leik er ég alvarlega farinn að ætla að við komumst ekki á HM 2006. Ég get þó huggað mig við það að Benedikt nokkur Einarsson skuldar mér kassa af bjór um leið og Íslendingar eiga ekki fræðilegan möguleika á að komast til Þýskalands.
Massív helgi framundan. Byrjar allt á Bingó hjá Nöglunum á föstudagskvöldið en hér að neðan er ítarleg vinningaskrá og hvet ég alla sem vetlingi geta valdið til að mæta. Svo er TOEFL prófið á laugardagsmorguninn og síðan skálaferð hjá bekknum í Borgarfjörðinn seinni partinn. Annars er mjög skemmtilegt að lesa "yfirlýsingu Kolbeins Tuma Daðasonar" eftir Björn Berg Gunnarsson á sammaranum.tk þar sem með fylgir mynd af mér þegar ég var í lágvaxnari og stórmyndalegri kantinum.

SÍMABINGÓIÐ
Næsta föstudagskvöld þann 15.október verður Símabingóið. Bingóið byrjar klukkan 20:00 í sal Framsóknarflokksins á Hverfisgötu 33 (ská á móti Celtic Cross). Veitingar verða seldar á staðnum (posi á staðnum). Bingóið er haldið af 3.árs nemum í umhverfis- og byggingarverkfræði til styrktar námsferð þeirra í vor. Glæsilegir vinningar eru í boði, meðal annars:
Sony Ericsson K500 gsm sími frá Símanum
Sony Ericsson T250 gsm sími frá Símanum
Espresso kaffivél frá Húsasmiðjunni
Fullkominn Blender frá Húsasmiðjunni
Líkamsræktarkort
Ljósakort
Leikhúsmiðar
Miðar á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar
Miðar í Íslensku Óperuna
Þrír fjarstýrðir Ferrari bílar frá Ogvodafone
Andlitsbað frá Snyrtistofu RósuHestaferð hjá Eldhestum
Út að borða og margt fleira...

sunnudagur, október 10, 2004

Haustferð á föstudaginn sem verður lengi í minnum höfð. Mættur út í VR kl 08 þar sem lagt var í hann. Fyrstu stopp í dælustöðinni sundahöfn og svo haldið í Gvendarbrunna. Síðan var nestisstopp upp úr 10 þar sem fyrsti bjórinn var opnaður og þá var ekki aftur snúið. Heimsóttum Hitaveitu Suðurnesja og þaðan til Árna Sigfússonar og félaga í Reykjanesbæ. Enduðum svo í flugstöðinni. Komin í bæinn um kl 20 og allir á sneplunum. Héldum merkilega lengi út, allavegna vorum við GÁB-arinn í tómu tjóni langt frameftir. Svo miklu tjóni að hann mundi ekki einu sinni með hverjum hann hafði verið.
Laugardagurinn í verri kantinum. Atli dró mig upp úr rúminu um kl 17 því við áttum víst að keppa í tennis. Vorum mjög svo slakir en unnum þó sigur enda hefði annað verið skandall. Hittum svo Steina um kl 22 og ætluðum að fá okkur e-ð að borða og gera e-ð. Kíktum á Nonna þar sem ég ákvað að ég ætti ekkert erindi í þetta. Tók franskarnar með heim og var kominn upp í rúm um kl 23. Landsleikurinn fór næstum því framhjá mér, enda jafngott þar sem mér skilst að við höfum ekki getað blautann. Maður nennir varla á Svía leikinn, úr þessu. Verst að maður er búinn að fjárfesta í miða.

þriðjudagur, október 05, 2004

Ég er bara allur að koma til eftir slappleika undanfarna viku. Alveg basic að vera orðinn hress á föstudaginn enda er haustferð hjá Nöglunum og að sjálfsögðu skyldumæting. Ferðinni er heitið á Suðurnesin þar sem verður kíkt í Hitaveituna, Flugstöðina auk þess sem Reykjanesbær er með e-a skipulagða dagskrá. Allt verður þetta í bland við dúndur stemmningu sem byrjar hjá þeim hörðustu upp úr kl 8 en hjá flestum eflaust upp úr hádegi. Endað á e-um stað í Reykjavík þar sem allar skorirnar hittast, flestir gjörsamlega á eyrunum.
Fór á fyrirlestur áðan sem sérfræðingur í háspennulínum hélt niðrí HÍ. Það væri ekki frásögum færandi nema fyrirlesarinn var 82 ára og var frábær í hlutverki sínu. Sagði virkilega skemmtilega frá og var drepfyndinn á köflum.
Er með alla þættina af Fawlty Towers á DVD í láni. Þetta eru svona 15 ára gamlir þættir þar sem John Cleese leikur hóteleiganda sem hatar konuna sína og á í mestu vandræðum með þjóninn Manuel frá Barcelona sem gengur ekki sem best með enskuna sína. Þættirnir eru reyndar 12 í það heila og misgóðir. Þeir sem eru fyndnir eru samt grenjandi fyndnir-fyndnir.

mánudagur, október 04, 2004

Djöfull var flott fréttin um e-n gaur sem var tekinn, grunaður um að hafa nauðgað hesti. Og hvar var hann tekinn? Auðvitað á Selfossi, hvar annarsstaðar. Hvað þarf maður að vera despret þegar maður ákveður loksins að fara bara útí hesthús. "Nei nú þoli ég ekki lengur við, nú kíki ég útí hesthús. Þau kunna allavegna að meta mig eins og ég er, blessuð hrossin". Nei, bara svona spurning hvað er að gerast í hausnum hjá þessu liði.

föstudagur, október 01, 2004


Ég er ágætis aðdáandi Robbie Williams, a.m.k. sumra laga á borð við "Feel", "She's the one" og "Angels". Þetta eru fínustu lög alveg þótt Arnie, Sweetie Pie Gústi og Víkingur G fái alveg upp í kok af þeim. Allavegna sá ég áðan og heyrði e-ð það versta ever. Já, Britney Spears að nauðga "Angels", eða ég held það hafi verið Britney. Allavegna þá er ég kominn á þá skoðun að það sé óþolandi að hinir og þessir geti tekið flott lög og sett í eigin búning. Come on, semjið ykkar eigin lög eða látið e-n semja fyrir ykkur. Ef e-n vantar rímur er t.d. tilvalið fyrir hann að hafa samband við mig enda busta ég rímur hægri vinstri um leið og ég er "magic on da mic". Posted by Hello