miðvikudagur, júlí 30, 2003

Martin Ingi Sigurðsson tók bara 2.sætið í lækninum. Þetta er náttúrulega engann veginn nógu gott og orð götunnar er að Malone íhugi hvort hann eigi nokkuð erindi yfir höfuð í lækninn!
Annars er það helst að frétta að FC FAME náði í sitt fyrsta stig í utandeildinni í sumar. Við gerðum jafntefli við Melsted og var það enginn annar en yours truly sem setti jöfnunarmarkið á lokamínútunni með skalla. Furðulegur leikur þar sem 4 fuku út af, þar af 3 í liði Melsted manna-einn reyndar í blálokin. Við vorum skelfilegir, sérstaklega í vörninni eins og oft áður en stigið getur skipt okkur miklu máli þegar upp er staðið.
Hvet fólk til að hlusta á Þjóðhátíðarlag Ella og Martins á www.hi.is/~mis. Snilld!

þriðjudagur, júlí 29, 2003

MARTIN KOMINN INN Í LÆKNISFRÆÐINA. TIL HAMINGJU KARL !

Lélegur í blogginu. Fínt partý í Skotahöllinni á laugardag. Þakka öllum sem létu sjá sig fyrir komuna. Fínt í bænum og hlutirnir gerðust svo sannarlega inná Celtic, þar sem staðurinn er stemningin!
KR fór nokkuð létt með Framarana á sunnudag. Buffið fékk reyndar tækifæri til að jafna í stöðunni 2-1 en var heldur lengi að athafna sig og yfirburðarmaður vallarins Kristján Örn stöðvaði hann. Bið Buffið afsökunar á borðaleysinu en hann er orðinn svo ljótur að spurning hvort Buffið vilji nokkuð vera tengdur borðanum á einn eða annan hátt. Nýr borði í vinnslu.
3 dagar til Eyja. Þetta verður algjör snilld þó svo það stefni í að ég verði eini piparsveinninn í íbúðinni í ljósi atburða liðinnar helgi!!

laugardagur, júlí 26, 2003

Hvet fólk til að lesa ferðasögu okkar Atla á bloggi kallsins www.atliis.blogspot.com. Frábær ferð og önnur frábær í vændum.
Ætli pör sem urðu til á þjóðhátíð um árið þegar þjóðhátíðarlagið var "á þjóðhátíð, þar hitti ég þig" o.s.frv. fái gæsahúð og fari að gráta þegar þau heyra lagið núna. Þetta er pæling í anda Gústa Sweetlove.
kr-FRAM á morgun. Ef Buffið byrjar inná verður borðinn á svæðinu.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Eins og Martin "newsflash" bendir á hafa Bjössi og Gugga hætt við að hætta og allt stefnir í ógurlegt partýplace í Eyjum. Einnig heyrði ég í Dollanum áðan og er hann á leið til Eyja sem er mjög gott. Siggi Bjarna og Gústi Bjarna að gera allt vitlaust í Garðabænum. Snilld.
Skelfilegur Fame bolti í rigningunni í Garðabæ áðan.
Partý verður í Skotahöllinni á laugardaginn kl 21. Lesendur bloggsins eru boðnir velkomnir. Sérstaklega er Tari Miðja beðinn um að mæta kl 20 með dansskóna og fara yfir nokkur vel valinn spor fyrir áhugasama.
Hefur e-r séð fyrirsögnina í Séð og Heyrt. Hún er um Manúelu og Björgúlf og er "Amor hitti þau í hjartastað". Er e-r nógu fróður um myndina Íslenska Drauminn til að segja mér hvort þetta hafi ekki verið sama fyrirsögnin og í myndinni þegar Helgi Kolviðs og Dagmar voru byrjuð saman. Svo var í fréttunum að Helgi Kolviðs kom til Íslands í dag. Tilviljun?

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Skjótt skipast veður í lofti. Orð götunnar er að Bjössi og Gugga séu dottinn út úr íbúðarhópnum en inn komi Maltverjinn Guðrún Meyvantsdóttir. Það styttist óðum-hvað verður það gaman þegar Þór Jakobsson tekur upp gítarinn og gerir allt vitlaust. HA ?
Fór í sund með Eyvindi áðan í Laugardalinn. Fórum í rennibrautina og allt. Svo komu tvær litlar stelpur og kölluðu mig lítinn og börðu mig í klessu með sundbrettunum sínum. Algjört disrespect. Var að vakna eftir 2 tíma síðdegislúr. Sweet.

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Ég vil lýsa yfir mikillli ánægju með það eðalfólk sem mun dvelja með okkur í Eyjum yfir Verslunarmannahelgina. Í hópinn hafa bæst þau Fríða og Gunni og Bjössi og Gugga. Klassafólk sem mun gera ferðina enn skemmtilegri.
Einnig er það skandall að Óttar hafi verið á undan Buffinu og Kjötinu, félögum í "Bjarni Ara fanclub", að segja mér hver syngi þetta lag.

mánudagur, júlí 21, 2003

Við Atli horfðum á Grumpy old men áðan. Staðfest að við verðum svona. Munum deila um ást konu einnar eins og við Buffið gerðum um árið nema í stað líflátshótanna munum við vera í fýlu út í hvorn annan það sem eftir er. Atli er reyndar þokkalega grumpy á köflum nú þegar á unga aldri. "Enjoy it while it lasts, it will only get worse". Ég ætla að "kvóta" í þessa setningu þegar Atli verður 68 ára gamall fýlupoki og segja "I told you so". Jæja í ruglinu bara.
Þetta íbúðarvesen reddast alveg. Fullt af fólki að fara til Eyja. Gaman að sjá að crewið er til í djamm um helgina. Þá þarf bara að bjóða bakarísstelpunni úr Laugardalnum til að Buffið og ég getum haldið áfram þaðan sem frá var horfið!!
Reyndar stórleikur á sunnudeginum þ.a. einungis annar okkar verður í ruglinu. Spurning hver?
Tókum fínan bolta áðan á KR. Ari var mættur-"long time no see". Malone van Nistelrooy var í essinu sínu og átti place-ið.
Heyrði lag í dag á 91.9. Frábær texti: "allt sem máli skiptir er bah babara ég ég og þú". Schnilld. Ef e-r veit hver syngur þetta endilega segið frá. L

sunnudagur, júlí 20, 2003

Keppti í tennis um helgina. 2.sæti í tvíliðaleik og 3-4 í einliðaleik. Framararnir duttu út í bikarnum í kvöld í Frostaskjólinu. Buffið kom inn í seinni hálfleik en innkomu aldarinnar átti Kiddi Tomm. Steig ekki feilspor og þrombaði í stöngina sem skelfur líklega enn eftir þennan bylming. Daði lofar hefnd um næstu helgi. Víkingarnir duttu líka út í dag fyrir KA. Ósanngjarnt tap að sögn mjög hlutdrægra manna.
Til að kóróna dag ósigranna þá tapaði FC FAME 3-2 fyrir CCCP í utandeildinni í kvöld. Þeir eru efstir og við neðstir en samt sem áður spiluðum við okkar besta leik í sumar og vorum klárlega betra liðið á vellinum. Misstum mann út af með rautt í þriðja skiptið í sumar í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 2-1. Leikurinn var samt í járnum allt til loka. Við björgum okkur staðfest úr klípunni með sömu spilamennsku.
Komið er babb í bátinn varðandi íbúðina í Eyjum. 4 aðilar hafa dregið sig út úr Þjóðhátíðarferð þ.a. laust er fyrir 4 í íbúð rétt við mynni Herjólfsdals. Kostnaður er 5000 kr á haus þ.a. þeir sem hafa áhuga endilega látið vita. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Kallinn verður 21 um næstu helgi og spurning hvort foreldraleysið gefi færi á partýi. Þeir sem myndu mæta eru beðnir um að rétta upp hönd.
Ný vinnuvika á morgun. Maður vinnur svo lítið að miðað við þessar 10 tíma vaktir sem aðrir eru að taka daglega væri "frívika" hreinlega heppilegra orð. Hey, ég vinn mína 19,5 tíma á viku !!!

föstudagur, júlí 18, 2003

BBQ hjá Malone á morgun og að sjálfsögðu allir góðkunningjar Malone velkomnir. Spurning hvað eigi að grilla? Búinn að vera töluvert í grillinu undanfarið. Þarf e-ð flippað. Hugmyndir vel þegnar.
Fame æfing áðan í besta veðri í geiminum. Sá svo Sigurjón og Gulla detta út í 12 liða úrslitum í Streetball niðrá Ingólfstorgi.
Gleymdi að sækja linsurnar í Linsuna í dag. Leikur á sunnudag. Nú eru góð ráð dýr. Ég veit ekki einu sinni hvort það er leyfilegt að spila með gleraugu í utandeildinni.

Dásamlegt veður. Íþróttaskólanum lauk í dag með öllu tilheyrandi. Útborgunardagur-excellent. Atli byrjaður á næturvöktum. Vá hvað ég myndi ekki nenna því. Tíminn nýtist svo illa.
Framararnir töpuðu fyrir KA í gær. Fínn leikur nema mörkin þrjú hjá KA. Verður erfitt hjá Frömurum en þeir þekkja þessa stöðu.
Steini er genginn til liðs við FC FAME. Algjör snilld. Nú fer mulningsvélin Fame í gang.
Arnie hringdi áðan og vildi fara á sveitaball í Árnesi. Hefði verið þriðja sveitaballið á jafnmörgum helgum í röð. Er að keppa í tennis um helgina þ.a. ég cancellaði því. Kannski miðnæturgolf í nótt. Slakur gaur.

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Snilldardagur í gær. Fór í eðalhádegismat til Hildar frænku. Súpa, jarðarber, bláber, ostar og det hele. Svo skelltum við Björninn og Kjartagnan okkur í sund í Neslaugina. Þar tók Dabbi lifeguard á móti okkur. Þvílíkt veður. Pakkað í lauginni. Fórum svo í bæinn og keyptum grillmat. Grilluðum æðislegar lambasneiðar og að sjálfsögðu voru grillaðir bananar. Horfðum á Dumb og dumber og ég sofnaði reyndar en samt snilldarmynd. Maður verður svo þreyttur af því að vera lengi úti í sólinni.
Keypti mér nýjan síma í dag. Nokia 3310. Víkingssímanum var rænt um daginn þ.a. Víkingur fær minn gamla og ég þennan nýja. Spilaði svo tennis í tvo tíma við Jón Axel niðrí Þrótti.
Atli var mættur kl 9 niðrí Samskip í morgun og gat breytt heimfarinu okkar. Við förum því heim kl 11 á mánudagsmorgninum en ekki á miðnætti. Allt annað líf.
Fame vill fá Steina sem markvörð nr.1. Steini liggur undir feldi en vitandi hversu skynsamur Steininn er þá velur hann rétt. Víkingur tók Aftureldingu í gær og er í góðum málum. Haukur var í byrjunarliðinu og Einar Odds kom inná og var nálægt því að setja hann.

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Besta veður ársins á morgun. Sjáum til hvort veðurfræðingarnir standi við gefin loforð.

Fylkismenn stálu þremur stigum á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Framarar tvímælalaust betri aðilinn en tvö mörk undir lokin dugðu Fylki til sigurs. Á fimmtudaginn verður gerð heiðarleg tilraun til að breyta heimfarinu frá Eyjum. Við Atlinn eigum far kl 01 mán-þri nóttina og getum ekki hugsað okkur að vera heilan dag í Eyjum eftir djammið. Kannski eigum við að vera búnir að skila íbúðinni þá. Það væri frábært.
Í dag var strákur í íþróttaskólanum ekki sáttur við mig og kallaði mig "Tuma", þ.e. hann sagði e-ð á þá leið "æi þegiðu þarna Tumi Tumi". Að sjálfsögðu fór ég að gráta og ætla sko ekki aftur í íþróttaskólann á morgun.

sunnudagur, júlí 13, 2003

Hvað er það kaldhæðnislegt að Stuðmenn meikuðu það en ekki grýlurnar en samt sem áður er vinsælasta lagið sem tekið var á ballinu eign Grýlanna-Sísí fríkar út. Snilldarlag.
Frábær ferð í Borgarnesið. Fórum í Varmalandslaug þar sem litlar stelpur gátu ekki látið Atla í friði. Voru að skjóta á hann úr vatnsbyssu svo kallinn varð allur blautur. Skelltum svo upp snilldartjaldinu hans Hjalla og grilluðum frábæra borgara og enn frábærari banana. Bjórinn ískaldur og fín stemmning. Kíktum svo í partý ásamt staffinu á Bifröst-Drífu, Gulla, Pekka, Marie, Suvi, Sebastian o.fl. Arnþór gerði misheppnaða tilraun til að koma á stemmningu með því að setja "bulletproof" lögin "Sorry seems to be the hardest word" og "hero" á.
Ballið var hið besta fyrir utan að ein stelpa ditchaði mig eftir hálfan dans. Þarf greinilega að fara í danstíma hjá Miðjunni eða kíkja aðeins í ljósabekkina. Ingvar Kale vinnufélagi var mættur á ballið og var algjörlega wasted. Vinkona mömmu Hjallans var líka á ballinu en Hjallinn kaus að heilsa ekki upp á hans e-a hluta vegna. Fengum svo morgunverðarhlaðborðsafganga þegar við vöknuðum og brunuðum í bæinn. Takk fyrir okkur.
FC FAME fór erfiðu leiðina í 8-liða úrslit bikarsins. Við komumst yfir og þeir jöfnuðu til skiptis upp í 5-5 þegar þeir jöfnuðu með síðustu snertingu venjulegs leiktíma eins og í fyrra. Þá kallaði Haffi dómarann fífl og var rekinn út af. En manni fleiri settum við hann í framlengingu og unnum 6-5.
KR vann Þrótt. KR er alveg ótrúlegt lið. Ef það myndi spila við okkur í FC Fame myndu þeir detta niður á okkar level og svo móti betri liðum deildarinnar geta þeir spilað fínan bolta. Sá reyndar ekki leikinn þ.a. ég veit í sjálfu sér ekki hvort þeir voru að spila vel. Jökull og Jón voru a.m.k. í liðinu og Sverrir og Sölvi komu báðir inná. Algjörar hetjur!

laugardagur, júlí 12, 2003

Nú styttist í revenge bikarleikinn gegn PSV Einal. Eftir leik brunum við Atli,Arnie og Hjallinn upp í Borgarfjörð. Sund, grill og ball ársins í Hreddanum. Allir sem eru að spá í að skella sér-skellið ykkur. Þetta verður e-ð svakalegt. Later

föstudagur, júlí 11, 2003

"hello, my name is Mr. Burns. "Ok Mr Burns, what is your first name ?" "I don't know".
Tvær ótrúlegar tilviljanir í dag. Fyrst sat ég með Einari, Hauki og Sigurði Jónssyni þjálfara í Víkinni í nestinu í dag. Ræddum um leikinn gegn Keflavík. Síðan eftir smá þögn segjum við Siggi Jóns á nákvæmlega sama augnabliki: "Stoppa Magga" og áttum þar við Magga Þorsteins. Mönnum var skemmt.
Þeim sem fannst þetta ekkert merkilegt finnst þetta vonandi ögn skárra. Ég var að keyra heim úr Víkinni, framhjá Borgarspítalanum þegar Arnþór hringir. Ég brýt lögin og keyri eftir Bústaðarveginum með rúðuna niðri og símann í vinstri hönd . Þegar ég fer svo í beygjuna undir brúnna hjá Valsvellinum gengur e-r á móti mér á grasinu talandi í síma. Ótrúlegt! Það var bara hann Arnþór. Við áttum ekki orð.
Við Atli vorum að borga okkar hlut í íbúðinni í Eyjum. Þetta verður snilld. Á morgun er það svo Hreddinn, vonandi í sömu bongóblíðunni og er núna. Frekar dýrt á ballið, tvisvar sinnum meira en í Úthlíð en Stuðmenn eru líka tvöfalt betri en Þúsöld.
Víkingur-Keflavík í kvöld. Stórleikur. Allir að mæta!
Spurning dagsins: "Hvað heitir söngvarinn í Þúsöld? " Efast um að gítarleikari hljómsveitarinnar viti það.

miðvikudagur, júlí 09, 2003

"I saw the whole thing. First it started to fall over, then it fell over".
Fór á drepleiðinilegan leik Þróttar og Fram áðan. Ískalt í dalnum. Þróttur vann 2-1 þrátt fyrir fína innkomu Buffsins í seinni hálfleik. Annars grilluðum við Bjössi og Hjalli gríðargóða borgara í kvöld og horfðum á England-Argentína HM 98. Þvílíkur leikur. Owen með mark ársins og Beckham fékk fræga rauða spjaldið. Við Hjalli keyptum líka inn veigar fyrir laugardaginn.
Horfði á Happy Gilmore áðan. Snilldarmynd. Er að lesa dagbók Önnu Frank þessa dagana. Sorgleg saga. Við Atli heimsóttum Frank Huset í Amsterdam í sumar. Upplifun.

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Jæja, það rættist úr veðrinu. Síamstvíburarnir dánir. Það er merkilegt hvað hlutir eins og þessi aðgerð sameinar heiminn í þeirri hugsun að allt gangi eftir. Því miður ekki í þetta skiptið.
Við í FC Fame töpuðum enn eina ferðina í kvöld, í þetta skiptið fyrir TLC 2-0. Mitt hlutlausa mat er að við vorum töluvert betri aðilinn en nýttum ekki færin. Ágætis leikur af okkar hálfu. Spiluðum 5-3-2 í fyrri hálfleik og gekk vel og við óheppnir að vera ekki yfir. Svo e-a hluta vegna breytum við í 4-4-2 og við fáum á okkur tvö mörk. Engu að síður skemmtilegur leikur.
Keiluferð hjá liðinu á fimmtudaginn. Kominn tími til að sýna hvað í manni býr í þeirri íþrótt. Við kjötið stunduðum keiluna töluvert í 8.-9.bekk og fórum svona 7-8 sinnum á nokkrum vikum. Þá fór ég einu sinni yfir 200 stig sem ég er verulega stoltur af. Annars væri ég náttúrulega ekki að skrifa þetta á vefinn.
Atli stakk upp á því áðan að við tækjum gamla góða tjaldið með um næstu helgi. Lærir maðurinn aldrei af reynslunni? Hjallinn er fullur áhuga og reiknar með að slást í för.

mánudagur, júlí 07, 2003

Leiðinlegt veður maður. Vonandi að það fari að stytta upp. Sá Víkingana leggja Blika í kvöld. Haukur, félagi minn úr íþróttaskólanum, var fastur fyrir á miðjunni og spilaði mjög vel. Verður spennandi að sjá uppgjör efstu liðanna í næstu umferð.
FC FAME dróst gegn PSV Einal í 16liða úrslitum bikarsins. Við töpuðum fyrir þeim í 32 í fyrra þar sem ég var svarti sauðurinn og klikkaði víti. Hefndin verður sæt. Eini gallinn er að leikurinn er á laugardaginn kl 14 þ.a. dagurinn á Bifröst verður e-ð styttri fyrir vikið. Ætti samt að gefast tími fyrir sund, grill og feitt djamm.
Þráinn Bertelsson skrifar aftan á Fréttablaðið í dag að það sé svo sannarlega gúrkutíð hjá fjölmiðlum. Nú væri ekkert að gera og helstu fréttir af skrýtnum gúrkum á Suðurlandi. Svo í dag er ein sjónvarpsfréttin um gaur éinmitt á Suðurlandi sem er að rækta tómata í laginu eins og plómur. Ég trúði ekki mínum eigin augum.
FC Fame leikur gegn TLC á morgun kl 20 á Ásvöllum. Verðum að vinna. Skyldumæting á völlinn að styðja við bakið á Fame !!

sunnudagur, júlí 06, 2003

Lengsta frí frá bloggi held ég. Við tókum Styrk í rassgatið á föstudaginn 6-0. Tvö sterk lið nema við vorum að spila gæðabolta. Nei, reyndar ömurlegt lið þar sem annar hver leikmaður er yfir kjörþyngd. Síðan var brunað heim og pakkað. Á leiðinni heim af leiknum spurði Sigurjón hverjir færu í bústað. Ég taldi upp þessa helstu og svo sagði Sigurjón upp úr þurru:"Atli, hann hatar ekki að brosa" og gaf í skyn að Atli væri alltaf skælbrosandi. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og sagði honum m.a. frá viðurnefninu hans Atla sem er "nei".
Svo brunuðum við upp í bústað og komum upp 12 leytið. Þá voru sumir hærra uppi en aðrir. Ég var ógeðslega þreyttur og drakk bara 3-4 bjóra. Fórum í skemmtilega leiki sem voru skemmtilegir aðeins vegna þess hvað Helgi a.k.a Skrímsli skildi hvorki upp né niður. Mikið hlegið.
Fórum í sund og í golf daginn eftir og þá fór að rigna. Eftir golfið skildum við Atli við liðið og héldum í Úthlíð. Þar var risinn tjaldborg í grenjandi rigningu og roki og meðal kunnulegra andlita voru Gunni, Fríða, Guðrún Ása, Tryggvi, Ása, Snorri og síðar bættust við Gugga, Ragnhildur og Vala. Setti örugglega persónulegt drykkjumet um kvöldið. Það var frekar fámennt á ballinu þar sem stórsveitin Þúsöld lék fyrir dansi. Við áttum því dansgólfið. Ég sofnaði svo í bílnum og reiknaði með að Atli myndi crasha þar líka.
Kl 11 morguninn eftir var sama ömurlega veðrið þegar Atli opnaði bílhurðina og sagði skjálfandi: "djöfull er ógeðslega kalt". Hann var þá e-a hluta vegna berfættur í grasi sem var gjörsamlega á floti. Við ákváðum að leggja strax í hann-ekki eftir neinu að bíða. Bíllinn var ekki á sama máli því hann ætlaði ekkert áfram. Spólaði og spólaði. Atli víkingur fór út að ýta og bíllinn fór svona 1 m/s. Síðan prófuðum við að bakka og eftir langa og stranga ýtingu frá Atlanum og inngjöf á bensínið hjá mér komst bíllinn út á mölina. Brunuðum svo í bæinn.
Krakkar eru ótrúlegir. Á laugardag sátum við og atum hamborgara í Árnesi þegar ég lít á næsta borð. Tveir strákar, c.a. 8 ára sitja og bíða. Annar lítur á mig og segir án þess að hugsa sig um: "þú ert með e-ð hérna" og bendir á munnvikið. Þá var ég með sósuklessu í munnvikinu. Gaman að þessu.
Var á Fram-Val áðan. Framarar stálu sigrinum þökk sé Ingvari Óla og Kristni Jakobs. Ódýrt víti og skot í varnarmann. Reyndar var Vals markið algjör gjöf. Mikil fagnaðarlæti og Framararnir komnir í barátti um Evrópusæti.
Horfði á Misery áðan. Frábær mynd með Kathy Bates og James Caan. Mæli með henni.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Framararnir komnir í 8 liða úrslit eftir sigur á Haukunum. Buffið flott með klippinguna. Fram hefur ekki tapað síðan hjálmurinn fauk. Reyndar bara einn leikur. Ætla að kíkja á KR-ÍA 23 á eftir. Seinni hálfleik.
Þvílíkt gott veður úti akkúrat núna. Væri gaman að kíkja í bolta. Vikan rúmlega hálfnuð og tilhlökkun til helgarinnar mikil. Stefnir í ölvun í Þjórsárdal. Golfsettið verður haft meðferðis. Á reyndar ennþá eftir að sækja "vinninginn" minn úr síðasta golfmóti!!
Bikarleikurinn við Styrk á föstudaginn. Þetta er svona derby leikur því a.m.k. tveir okkar manna voru í Styrk og svo er töluverður vinskapur milli fleiri manna í liðunum. Við höfum aldrei tapað fyrir þeim og markatalan í 6-8 leikjum örugglega 40-10 eða e-ð svoleiðis. Passa sig á vanmati-getur og hefur komið mönnum í koll.

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Fékk símtal kl 9 í morgun frá Austurríki. Atli á línunni. Djöfull var hann wasted. Hann lá í e-u porti og vissi ekkert hvar hann var. Nei nei. Hann hafði það fínt. Spenntur fyrir bústað um helgina eins og vel flestir. Leiðin virðist liggja í Þjórsárdal um helgina.
Brann brjálað á bakinu í gær og gekk í peysu með kraga í dag. Svona er þetta alltaf. Rigning í nokkra daga. Svo kemur sól í tvo daga. Annan daginn brenn ég svo ég get ekki notið veðursins til fullnustu hinn daginn.
Ég fékk staðfest í dag að við Svíinn eigum pantað far með Herjólfi til Eyja 19:30 á föstudegi og heim 01:00 á þriðjudegi. Gaman að mæta í vinnu kl 9 um morguninn! Atli á reyndar eftir að fá frí en ef það gengur ekki skrópar hann bara. Sálin, Skítamórall og Á móti sól víst að fara að gera allt vitlaust þetta árið.
Þjórsárdalur um helgina, Hreddinn þá næstu, síðan e-ð tennismót og djamm í bænum og svo Eyjar. Þetta lítur þokkalega vel út.
Buffið að spila í Laugardalnum núna. Fyrsti leikur sem ekta hnakki. Verður gaman að tjekka á honum í sjónvarpinu. Fyrir þá sem ekki vita er hann nr.17 og með hnakkaklippingu dauðans. Bikarkvöld í sjónvarpinu í kvöld. Tjekkið á því.