Lengsta frí frá bloggi held ég. Við tókum Styrk í rassgatið á föstudaginn 6-0. Tvö sterk lið nema við vorum að spila gæðabolta. Nei, reyndar ömurlegt lið þar sem annar hver leikmaður er yfir kjörþyngd. Síðan var brunað heim og pakkað. Á leiðinni heim af leiknum spurði Sigurjón hverjir færu í bústað. Ég taldi upp þessa helstu og svo sagði Sigurjón upp úr þurru:"Atli, hann hatar ekki að brosa" og gaf í skyn að Atli væri alltaf skælbrosandi. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og sagði honum m.a. frá viðurnefninu hans Atla sem er "nei".
Svo brunuðum við upp í bústað og komum upp 12 leytið. Þá voru sumir hærra uppi en aðrir. Ég var ógeðslega þreyttur og drakk bara 3-4 bjóra. Fórum í skemmtilega leiki sem voru skemmtilegir aðeins vegna þess hvað Helgi a.k.a Skrímsli skildi hvorki upp né niður. Mikið hlegið.
Fórum í sund og í golf daginn eftir og þá fór að rigna. Eftir golfið skildum við Atli við liðið og héldum í Úthlíð. Þar var risinn tjaldborg í grenjandi rigningu og roki og meðal kunnulegra andlita voru Gunni, Fríða, Guðrún Ása, Tryggvi, Ása, Snorri og síðar bættust við Gugga, Ragnhildur og Vala. Setti örugglega persónulegt drykkjumet um kvöldið. Það var frekar fámennt á ballinu þar sem stórsveitin Þúsöld lék fyrir dansi. Við áttum því dansgólfið. Ég sofnaði svo í bílnum og reiknaði með að Atli myndi crasha þar líka.
Kl 11 morguninn eftir var sama ömurlega veðrið þegar Atli opnaði bílhurðina og sagði skjálfandi: "djöfull er ógeðslega kalt". Hann var þá e-a hluta vegna berfættur í grasi sem var gjörsamlega á floti. Við ákváðum að leggja strax í hann-ekki eftir neinu að bíða. Bíllinn var ekki á sama máli því hann ætlaði ekkert áfram. Spólaði og spólaði. Atli víkingur fór út að ýta og bíllinn fór svona 1 m/s. Síðan prófuðum við að bakka og eftir langa og stranga ýtingu frá Atlanum og inngjöf á bensínið hjá mér komst bíllinn út á mölina. Brunuðum svo í bæinn.
Krakkar eru ótrúlegir. Á laugardag sátum við og atum hamborgara í Árnesi þegar ég lít á næsta borð. Tveir strákar, c.a. 8 ára sitja og bíða. Annar lítur á mig og segir án þess að hugsa sig um: "þú ert með e-ð hérna" og bendir á munnvikið. Þá var ég með sósuklessu í munnvikinu. Gaman að þessu.
Var á Fram-Val áðan. Framarar stálu sigrinum þökk sé Ingvari Óla og Kristni Jakobs. Ódýrt víti og skot í varnarmann. Reyndar var Vals markið algjör gjöf. Mikil fagnaðarlæti og Framararnir komnir í barátti um Evrópusæti.
Horfði á Misery áðan. Frábær mynd með Kathy Bates og James Caan. Mæli með henni.