laugardagur, ágúst 30, 2003

Sá lista í Birtu í gær yfir bestu bíómyndir sögunnar að mati landa minna Breta. Ég var svo sammála þessum lista að miklu leyti. Pulp Fiction, It's a wonderful life, Shawshank Redemtion, Godfather, Schindlers list komust allar á topp 10 held ég. Eina mynd á topp 10 hafði ég hins vegar ekki séð. Blade Runner með ævintýramyndamanni nr.1 Harrison Ford. Þ.a. við Kjartan tókum hana í gær og komumst að því að þessi mynd er ömurleg. Kíktum svo í Maltin og þar fékk hún *1/2 af **** sem er það næst lélegasta mögulegt. Reyndar ekki alltaf sammála Maltin. Forrest Gump og Shawshank fá til að mynda bara **1/2 en hvað um það. Ömurleg mynd og óskiljanlegt að hún sé á þessum lista.
Er ennþá frekar slappur og á báðum áttum varðandi e-ð verkfræðidjamm í kvöld. Djammið er í Nauthólsvík sem hljómar reyndar frekar spennandi. Reyndar tennis 10:30 á morgun en hey!

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Mætti í rétta tíma í skólanum í dag til tilbreytingar. Ágætis stemmning og fólk greinilega klárt í slaginn aftur. Helst að mann vanti bækur en það stendur allt til bóta. Fór í squash með Arnie í dag og hef bara aldrei verið jafnþreyttur og þegar ég kom heim. Greinilega frekar slappur ennþá en er sem stendur skráður í eitt tennismót og eitt squashmót um helgina. Sunnudagurinn verður þá tekinn í mestu hvíld sögunnar.
Við kíktum svo á Fylki-AIK með dómarakortin. Gaurinn í hurðinni leit mjög grunsamlega á kortið mitt en hleypti okkur í gegn. Skelfileg frammistaða hjá Fylki. Ekki jafnskelfileg þó og Fylkislagið þar sem sungið er um lautarferðir og e-ð fáránlegt. Hjalti hringdi og vildi fá mig í e-ð lið á fótboltamót á Tungubökkum um helgina en ég hugsa að ég láti tennisinn og squashið duga. Fame djammið verður 6.sept eða um leið og Ísland hefur lagt Deutschland 2-1 í Laugardal eins og Bjössi spáir.
Makalele til Chelsea. Hvað er að ? Tjekkaði á Draumadeildinni áðan og er ég að ná Daðanum í 2.sæti.
Fékk mér Nonna í morgun/hádegismat og Subway í kvöldmat. Flottur gaur!

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Ákvað að sofa af mér fyrstu tvo tímana í efnisfræði og rekstrarfræði í morgun vegna slappleika. Mætti svo í það sem ég hélt að væri stægr.III en nei nei. Það var þá stægr.II. Frábært. Er núna að hanga á VR í rúma klst til að geta keypt efnafræðibókina. EXCELLENT

mánudagur, ágúst 25, 2003

Fínustu partý um helgina hjá Eggerti og Brynju. Fame bjargaði sér frá falli. KR er = búið að tryggja sér titilinn. United vann-Liverpool ekki. Daði stóð við loforðið fyrir norðan og Víkingarnir í góðum málum. Nánast fullkomin helgi. L

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

FC FAME kláraði tímabilið með stæl með jafntefli 3-3 gegn Hvíta Riddaranum þar sem við vorum klaufar að klára ekki leikinn. Íslenska landsliðið sýndi okkur hvernig á ekki að spila fótbolta fyrr um kvöldið. Skelfilegir.
Föðurbróðir minn, kona hans og faðir hennar komin í 5 daga heimsókn. Spurning um að heilsa upp á þau.
L

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Bloggað frá Landakotsspítala þar sem tveir gay gaurar hlusta á Gabrielle "Out of reach". Bara til að hafa hlutina á hreinu ræður "gay guy 1" tónlistinni hér á bæ. Ætlum að horfa á three amigos. Snilld að geta sofið út. Vorum að spjalla við Le Gert á msn og koma nokkrum slögurum á playlista fyrir partýið.
Síðasti leikurinn hjá Fame annað kvöld. Leikur gegn Hvíta Riddaranum á Ásvöllum kl 21:30. Allir að mæta sem vettlingi geta valdið. Martin mætir a.m.k. og sækir alla sem vilja mæta. Hringið í síma 695-9769 og hann sækir ykkur endurgreiðslulaust. Annars er það að frétta af Malone að í smíðum er skólaborðtennisborð á Háaleitisbrautinni. Algjör snilld.
Maður eins og ég kemst ekki með tærnar þar sem Íslenski Draumurinn hefur hælana. Hvað eiga þeir eftir sem hafa ekki séð Íslenska Drauminn? Maður öfundar þá nánast. Atli var samt að benda á að hugsanlega hafi strákar meiri húmor fyrir þeim slagara en stelpur. Það kemur í ljós.
Færeyjar-Ísland á morgun eins og ALLIR vita. Ísland verður að vinna. Tveir stórleikir sama kvöldið og þá er ég ekki að tala um England-Króatíu.
Vitnum í Buffið og smellum L-i á þetta.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Where to begin? Jæja, mótinu er lokið. Verðlaunaafhending í gærkvöldi og örugglega 50-60 manns mættir á hana sem er mjög gott. Gekk klakklaust fyrir sig. Fullt af fólki þakkaði okkur fyrir mótið sem er mjög gott mál.
Hrútar mættu í bústað til Eggerts á föstudag. Ég kom of seint að sjálfsögðu-celeb-og voru hrútar berir að ofan þegar mig bar að garði. Mesta gay stemmning sem ég hef upplifað. Menningarnótt var svo bara með fínasta móti. Aldrei áður farið á menningarnótt og reiknaði ekki alveg með svona mörgum. Kíkti í afmæli hjá Jóni Axeli á Glaumbar þar sem ég þekkti ekki varla kjaft. Vorum í bænum til svona þrjú, fjögur. Atli ætlaði að crasha hjá mér og eftir að við höfðum hvatt Guðrúnu og Völu röltum við svona 20 m og búmm! Atli hamraði einn ljósastaurinn í götunni minni. Fann ég mig knúinn til bloggs strax á eftir af því tilefni.
Daði lofaði sigri gegn ÍBV og hann stóð við það sem fyrr. Markið vafasamt, ekki síst þar sem ég hitti Birki Kristins í bænum og hann sagði boltann ekki hafa verið inni. Þeir eiga því enn von. Víkingarnir klúðruðu hugsanlega sínum málum með jafntefli heima gegn Njarðvík.
Evrópumeistarar í handbolta!! Ásgeir og félagar eru evrópumeistarar og Ásgeir markahæstur í mótinu. Ef þetta kemur honum ekki á samning hjá e-u stórliði þá veit ég ekki hvað. Framtíðin björt í handboltanum.
Að endingu er ég kominn í frí fram að skólanum. Er svolítið að spá hvort ég eigi að skipta yfir í véla- og iðn. Frekar óákveðinn í öllu þessu verkfræðidæmi. Kemur í ljós.

laugardagur, ágúst 16, 2003

Vorum að koma úr bænum og Atli labbaði á ljósastaur. Hlýtur að vera það fyndnasta sem ég hef séð. Hann væri að drepast ef hann væri ekki svona fullur!

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Viva FC Fame. Tókum Reisn í gegn í kvöld 4-1. Yfirspiluðum þá á löngum köflum og Elli átti ekki orð á hliðarlínunni. Ég vitna í Ellla: "þið sýnduð okkur hreinlega hvernig á að spila fótbolta. Þið voruð frábærir". Mörkum var fagnað eins og að dreifa pósti.
Íslandsmótið gengur vel en á morgun er spáð rigningu þ.a. það gæti orðið vesen. Við tveir þurfum líka að vera á þremur stöðum í einu; TFK, Víking og Þrótti en Atli meistari Ísleifsson ætlar að hjálpa okkur.
Gústi kominn með hnakkaklippingu? Orð götunnar lýgur sjaldan.
Steini fer til Danmerkur á morgun og óska ég þeim Maríu góðrar ferðar.

mánudagur, ágúst 11, 2003

Fyrsti dagur gekk mjög vel þökk sé veðurguðunum. Vann meira að segja fyrsta leikinn minn gegn Árna Birni í þriðja setti. Spila nú við Arnar sem verður "like a walk in the park". Missti af síðustu æfingu Fame í kvöld, fyrir leikinn gegn Reisn. Ætli skallamaðurinn verði ekki settur á bekkinn sökum þess.
Síðasta kvöldmáltíðin með Jónasi, grillið hjá Eggerti og tvítugsafmæli fim,fös,lau mun halda manni gangandi út vikuna.

Íslandsmótið byrjar í dag og þar með eflaust leiðinlegasta vika ársins. Reyndar tími til kominn að ég vinni e-ð. Bara vælið sem ég hef nú þegar fengið og á eftir að fá-það á eftir að fara með mig. "Af hverju er hann seedaður á undan mér?", "Ég kemst ekki á þessum tíma, þá er ég í mat hjá ömmu minni", " það er ekki hægt að spila í svona mikilli rigningu" etc. Ástæða fyrir því að Atli hafði ekki mikinn áhuga á að gera þetta aftur.
Annars töpuðu Framararnir á Skaganum í gær en ljósi punkturinn er sá að Buffið fékk m. Hefur greinilega átt stórleik á Skaganum.
Martin er snillingur helgarinnar. Var með mér í mótsskrárgerð frá 11 til 21 í gær. Þvílíkt hetja.
Fór í snilldarferð á laugardagskvöldið. Fórum í heitan læk á Hellisheiðinni. Ferðalangar voru Bjössi og Gugga, Ingvar, Siggi, Hróar auk okkar Guðrúnar. Mullerin var tekinn commando á bakkanum þökk sé uppástungu fyllsta manns kvöldsins Ingvars Ara. Svakalegt.
Var að sjá hvaða námskeið ég á að taka á næsta ári. Djöfull nenni ég ekki í rekstrarfræði. Eins gott að við Dolli verðum saman í hóp.

föstudagur, ágúst 08, 2003

www.fcfame.com-say no more

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Loksins fékk ég að hreyfa mig á æfingu hjá Fame í kvöld. Við Hjallinn stefnum reyndar á að halda uppteknum hætti strax í fyrramálið og skella okkur svo í laugina.
Víkingarnir tóku þrjú stig í Kópavoginum í kvöld, unnu HK 3-2. Ég sá síðasta hálftímann og þá voru Einar Odds og Jón Skafta komnir inná. Þeir stóðu báðir fyrir sínu ásamt Hauki Úlfars og Kára Árna sem eru ótrúlega passívir á miðjunni. Vona svo innilega að þetta stemmningslið komist upp.
Jónas er að fara að keppa í Bikarkeppninni um helgina og hefur lofað ferð til San Fransisco ef hann sigrar ekki í þrístökkinu. Skyldumæting að kíkja á kallinn kl 15:50 á laugardaginn.
Allir verða að kíkja á miðopnu Fréttablaðsins í dag, fimmtudag. Eyvindur auglýsir þar fyrir griffil: "Glósurnar mínar færðu í Griffli", eða e-ð álíka. Hvílík snilld.
Nú vil ég fá e-r tillögur að kellingamyndum dauðans sem eru samt ágætis myndir. Eina myndin sem mér dettur í hug er Notting Hill. Eru e-r tillögur? Arnþór, þetta er þín sérgrein!!

Elsku systir mín er komin heim þ.a. ég þarf að sofa í mínu eigin rúmi aftur. Bömmer. Hún er búin að vera í útlöndum í allt sumar en hlakkar til að slappa af í ágúst. Annars gaf hún mér Eurovision diskinn sem mér sýnist vera snilldardiskur-fyrir utan tvö lög sérstaklega sem ég skil ekki hvernig komust á diskinn. Það er lagið "Mig dreymdi lítinn draum" með Hreimi og "Þú og ég" með Hönsu. Skelfileg lög. Hey, hér er líka "Þú" með Hreimi. Mikill stemmningsdiskur og gott að eiga slíkan fyrir næsta partý.
Fór upp í Bústað í gær eftir hádegi. Við feðgarnir fórum í golf og ég slátraði honum. Spilaði fyrri á 66 vs 69 sem er auðvitað hrikalegt en seinni á 47 vs ?. Fjögur pör á seinni 9 sem er minn langbesti hringur hingað til. Við keyrðum heim upp úr miðnætti og ég hef aldrei lent í annarri eins þoku. Það sást bókstaflega ekki neitt.
Veron farinn til Chelsea. Mjög undarlegt en Ferguson hlýtur að hafa góða ástæðu fyrir sölunni.
Æfing hjá Fame í kvöld. Hef ekki hreyft mig síðan í síðustu viku og reyndar man ég ekki eftir því að svo langur tími hafi liðið án hreyfingar áður.

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Hvet fólk til að lesa frásögn Atlans af þjóðhátíð. Ennfrekar ætti fólk að lesa umfjöllun um síðasta leik FC FAME á fcfame.com. Jú, ég er sáttur. Horfðum á 8 mile hjá Arnie í gær. Mannskapurinn frekar uppgefinn eftir helgina enn 5 tíma svefn yfir daginn reddaði mér algjörlega. Eggert bauð í bústað sem hljómar frábærlega. Þá verða sko grilllaðir bananar hvað sem næturvörðurinn Atli segir.
Þokkalega sáttur við kvöldið í kvöld í frábærum félagsskap. Kannast e-r við bókina Litla Prinsinn? Mjög góð bók að mér skilst og vel á tveggja kvölda lestur.
Að lokum vil ég mæla með ísbúðinni hans Herberts Guðs í Múlunum sem ég man ekki hvað heitir.

mánudagur, ágúst 04, 2003

LÍFIÐ ER YNDISLEGT. Frábær ferð á þjóðhátíð. Stórkostlegur félagsskapur og stemmningin í dalnum ólýsanleg-eins og þú sért að dreifa pósti. Þvílík snilld. Later

föstudagur, ágúst 01, 2003

Þá styttist í að maður skelli sér til Eyja. Herjólfur fer eftir 6 tíma. Þetta verður svo mikil snilld. Talandi um snilld þá skoraði Buffið glæsilegt mark í gær fyrir Framarana þ.a. hrútarnir halda áfram að setja hann. Spurning hvort e-r annar hrútur setji um helgina? Diego Forlan klúðraði einn á móti opnu marki í gær. Skaut í hliðarnetið og fór að hlæja. Hlýtur að koma inn á fotbolti.net eða e-ð.
Óska öllum góðrar helgi og Drífu og c.o. sérstaklega góðrar ferðar til Krítar!