Engin íbúð en Akureyri virðist samt sem áður vera málið. Hver þarf svo sem íbúð í bongo blíðu. Fullt af fólki á norðurleið og stefnir í að maður kíki. Golfsettið verður að sjálfsögðu með í för auk nauðsynlegra hluta á borð við bjór og bjór.
Búinn að vera hálfslappur undanfarið, svona á mörkunum að teljast veikur en svefninn er að stúta þessum bakteríum. Svaf tæpa 10 tíma í fyrrinótt og svo í gær svaf ég frá 18-23, horfði á Abselute Power sem var ágæt og svaf svo aftur frá 02-07:30. Núna er ég hinn hressasti en samt að meta hvort ég eigi að gefa þessu einn dag í viðbót eða taka djammið í kvöld.
22 m/s á Stórhöfða sem segir e-ð um hversu hvasst það er í Eyjum. Ég er búinn að vakna með sælubros á andliti undanfarna daga vegna þess að ég "þarf" ekki að fara til Eyja. Ég held nefnilega að það sé nóg af fólki sem langar ekki lengur til Eyja en eftir að hafa fjárfest í flugmiða og inngangspassa þá er ekki hægt að hætta við. Spurning reyndar hvort þetta fólk komist yfir höfuð til Eyja. Það er væntanlega ekki flugfært í svona hvassviðri. Reykjavíkurflugvöllur verður kannski staðurinn um helgina, þar sem staðurinn er stemmningin.
Óska annars öllum góðar skemmtunar um helgina.