föstudagur, júlí 30, 2004

Engin íbúð en Akureyri virðist samt sem áður vera málið. Hver þarf svo sem íbúð í bongo blíðu. Fullt af fólki á norðurleið og stefnir í að maður kíki. Golfsettið verður að sjálfsögðu með í för auk nauðsynlegra hluta á borð við bjór og bjór.
Búinn að vera hálfslappur undanfarið, svona á mörkunum að teljast veikur en svefninn er að stúta þessum bakteríum. Svaf tæpa 10 tíma í fyrrinótt og svo í gær svaf ég frá 18-23, horfði á Abselute Power sem var ágæt og svaf svo aftur frá 02-07:30. Núna er ég hinn hressasti en samt að meta hvort ég eigi að gefa þessu einn dag í viðbót eða taka djammið í kvöld.
22 m/s á Stórhöfða sem segir e-ð um hversu hvasst það er í Eyjum. Ég er búinn að vakna með sælubros á andliti undanfarna daga vegna þess að ég "þarf" ekki að fara til Eyja. Ég held nefnilega að það sé nóg af fólki sem langar ekki lengur til Eyja en eftir að hafa fjárfest í flugmiða og inngangspassa þá er ekki hægt að hætta við. Spurning reyndar hvort þetta fólk komist yfir höfuð til Eyja. Það er væntanlega ekki flugfært í svona hvassviðri. Reykjavíkurflugvöllur verður kannski staðurinn um helgina, þar sem staðurinn er stemmningin.
Óska annars öllum góðar skemmtunar um helgina.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Þá er maður bara orðinn 22 ára og kominn vel á þrítugsaldur. Þakka öllum þeim sem sendu mér afmæliskveðju. Ekkert sérstakt svo sem gert í tilefni dagsins. Fékk mér reyndar morgunmat á Cafe Copenhagen og kvöldmat á bæjarins bestu. Annars fór ég á stjórnarfund í TSÍ og svo á fótboltaæfingu þar sem mér voru heldur mislagðir fætur. Jú heyrðu, ég fékk mér reyndar hræring með Atla og Drífu sem er á leiðinni til Finnlands á laugardaginn þar sem hún mun gera allt vitlaust.
Allt stefnir í að Akureyri verði "the place to be" um næstu helgi. Ástæðan er einföld, þar verð ég. Erum með íbúð og læti auk þess sem sólin verður fyrir norðan. Hvet alla til að kíkja norður þar sem staðurinn veður stemmningin. Papar, Quarashi og fleiri. Gaman að nefna Papa og Quarashi í sömu setningu. Ekki alveg lík bönd.

sunnudagur, júlí 25, 2004

HRÚTASIGUR

Second annual Ramdick-open fór fram í gær í blíðskaparveðri. Í stuttu máli sagt sigruðum við Lókana örugglega þótt við leyfðum þeim reyndar að vinna golfið. Pökkuðum þeim saman í fótboltanum svo við tölum ekki einu sinni um kappdrykkjuna þar sem þeim var hreinlega slátrað. Titillinn er því kominn í hús þar sem hann á heima og verður þar næsta árið.

laugardagur, júlí 24, 2004

Ekki lengi verkefnalaus. Spurning hvort e-r uppfrá lesi bloggið. Búið að vera nóg að gera. Gærdagurinn var svo snilld eins og venjulega enda ekki annað hægt þegar maður fær svona morgunmat. Svo áður en fólk hélt heim af minni deild um 3 leytið fengu allir sér einn öl til að koma sér í helgarfílinginn.
Þá er komið að þessum dýrðardegi, deginum sem Hrútarnir pakka Lókunum saman í Ramdick-open. Frábært veður fyrir golf, fótbolta og uh, drykkju. Þetta verður vonandi jafnskemmtilegt og í fyrra.
Djöfull styttist í Verslunarmannahelgi og ég verð að játa það að ég er grænn af öfund gagnvart þeim sem eru á leið til Eyja.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Shit hvað það er leiðinlegt þegar maður fær engin verkefni og hefur ekkert að gera. Í dag fékk ég leið á "Who want's to be a millionaire", Skák og reyndar Internetinu í hnotskurn. Fyrst á svona stundu sem maður fattar hvað allt er miklu skemmtilegra þegar það er brjálað að gera. Lífið virðist einmitt snúast um það. Fá krefjandi verkefni, leysa það og líða vel. Vá, þvílík speki!
Tveir FAME leikir á tveimur vikum og báðir hitta á heimaleik hjá Víking í deildinni. Lifði af að missa af leiknum við Fram en hörmung að missa af KR-leiknum. Hefði verið yndislegt að sjá Víkingana taka KR-ingana.
Þrír ungir og efnilegir frændur mínir eru búnir að vera í heimsókn á Íslandi í tvær vikur. Foreldrarnir eru að læra og vinna í Danmörku og þau búin að búa þar í tvö ár. Alveg frábært að hitta strákana sem eru hver öðrum meiri snillingar. Einn er 12 skáksnillingur og spilar á píanó, annar er 11 ára, æfir fótbolta og spilar á gítar og sá þriðji sem fær alla athyglina er 6 ára orkubolti aldarinnar. Hann er efnilegur í fótbolta og ætlar að læra á Trommur!
Jæja, á laugardaginn fara fram RAMDICK leikarnir í annað skiptið. Keppt í golfi og fótbolta og lokum kappdrykkju um kvöldið. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur en þess má geta að Atli "klúðraði" leikunum í fyrra með ælu aldarinnar!

sunnudagur, júlí 18, 2004

Tvöföld tekin með trompi. Ótrúlega massív helgi og hvergi nærri búinn þar sem ég er að gera mig ready í X-grill hjá M-inu. Búinn að gera ótrúlega margt þessa helgi. Fór í tennis og klifur á föstudaginn. Sorglega langt síðan ég fór í tennis og var frammistaðan eftir því. Hins vegar gekk klifrið betur en ég hafði þorað að vona, gerði mig a.m.k. ekki að fífli þar. Partý hjá unga fólkinu á LH og mjög skemmtilegt þar. Þurfti að taka celebið á Atlapartý og umbygg partý og bíð þess seint bætur.
Tók road trip í laugardagsþynnkunni á 1,2  Þorlákshöfn og spiluðum 9 holur. Gekk ágætlega, tapaði reyndar fyrir Skerminum en rassskellti Miðjuna. Endaði hringinn á að setja niður 5 metra pútt. Nice. Ætlaði ekki að djamma í gær en það breyttist fljótlega eftir að þynnkan fór að hverfa. Partý hjá Gásu þar sem ég tók Tryggvann á þetta í drykkjuleiknum, stóð mig sem sagt hörmulega. Reyndar var bollan svo góð að refsingin var eiginlega engin refsing. Pakkað í bænum og ég tók svona klst í V.I.P. röðinni á Hverfis af því að ég er svo mikið celeb. Gaman í bænum þegar það er svona gott veður, þá hittir maður miklu meira af fólki.
Tökum helgina saman í einni setningu:
"SESTU EDDA, SESTU"

föstudagur, júlí 16, 2004

Á föstudögum er fínt að mæta í vinnuna. Ekki nóg með það að helgin sé handan við hornið heldur er morgunmatur í boði fyrirtækisins sem er algjör eðall. Rúnstykki, hvítlauksbrauð, góðir ostar, jarðarber, bláber o.fl.
Þrjú partý í kvöld hvorki meira né minna. Partý hjá Tótu í byggingunni, grill og læti hjá Skerminum og klifur og partý hjá unga fólkinu á LH. Beila líklega á byggingunni í þetta skiptið enda búinn að djamma með því liði tvær helgar í röð.
Snilldarauglýsing fyrir símavina OgVodafone í gangi í útvarpinu : "Hæ þetta er Böddi hérna...Böddi, uh Böðvar, ha nei ljóshærður, hitti þig á laugardagskvöldið. Einmitt, BLESSUÐ! Bara láta þig vita að við erum símavinir þ.a. núna getum við talað saman ókeypis".

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Búinn að vera "duglegur" að horfa á bíómyndir undanfarið. "Almost Famous", "Rain Man", "Eternal Sunshine", "Bridge on the River Kwai", "Cider House Rules" og "One flew over the Cuckoons nest" eru þær myndir sem ég hef séð undanfarna 10 daga. Hver annarri betri þótt "Rain Man" hafi verið betri í minningunni. Hló að Skerminum þegar hann sagðist alltaf fara að gráta í ákveðnu atriði í "Cider House Rules". Ég hefði betur ekki hlegið að honum.
FAME spilar í kvöld gegn Elliða sem er eitt allra besta liðið í deildinni. Vonandi að við höldum uppteknum hætti.
Það lítur strax út fyrir massíva djamm helgi um næstu helgi. Ein tvöföld takk fyrir.

sunnudagur, júlí 11, 2004

Það var meira en þess virði að vera mættur upp úr 9 niðrí Laugardal í gærmorgun. Komumst yfir eftir 15 sek og unnum að lokum 7-0, lið sem á að vera nokkuð sterkt. Yours truly var á skotskónum í tvígang í þetta skiptið, sérstaklega í seinna markinu þar sem ég hitti hann örugglega í besta skipti á ævinni. Vonandi strokaðist þar með úr minni Bjössa markIÐ sem hann skoraði "í Laugardalnum forðum" ("uppi í fjærhornið á markið sem er þeim megin þar sem bílastæðin eru"). Vá, maður hefur ósjaldan fengið að heyra þá sögu:)
Farinn að huga að Verslunarmannahelginni. E-ir eru að fara til Eyja, aðrir norður og svo nokkrir að vinna. Eins og staðan er í dag væri ég meira en til í að fara í góðra vina hópi í bústað og slappa af. Það væri heavy nice. Svo væri fínt að elta góða veðrið, hvar sem það verður að finna.

föstudagur, júlí 09, 2004

Frekar dapurt að vera sestur við tölvuna á föstudagskvöldi en góð og gild ástæða fyrir því. Leikur hjá FAME í bikar á morgun kl 10! Já, leikur settur á hjá utandeildarliði klukkan 10 að morgni. Frekar dapurt en svona er þetta. Kemur allavegna í veg fyrir tvöfalda helgi þessa helgi.
Við Bjössi og Miðjan kíktum í golf í kvöld. Bongó blíða meðan við vorum á æfingasvæðinu en nei nei. Um leið og við hófum leik kom rok, svo hvarf sólin eðlilega og það varð skítkalt. Síðast þegar ég fór hring ákvað ég að ég skildi aldrei spila golf aftur. En það er náttúrulega alveg eins og gamli góði frasinn "ég ætla aldrei að drekka aftur". Gekk þokkalega, ég hafði allavegna sigur. Náði m.a.s. "birdie" á fyrstu holu. Reyndar æfingavöllurinn á Korpu svo á venjulegum velli hefði þetta verið par, sem er svo sum ágætt.
Lítið planað um helgina nema innflutningspartý hjá Gyðu bekkjarsystur í verkfræðinni á morgun. Alltaf gaman þegar umbygg kemur saman. Frekar magnað að í fyrra þurfti að halda partý til að fólk myndi kynnast því að það var skelfileg stemmning í bekknum. Nú er hins vegar mögnuð stemmning-allavegna hjá meirihlutanum. Því miður svolítið af fólki fyrir utan þessa stemmningu en það hlýtur að lagast á næsta ári. Þetta lið hefur bara ekki heyrt nóg af HEMMA!!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Maður er rétt farinn að jafna sig eftir helgina. Skógar voru náttúrulega algjör snilld enda vissi maður það fyrirfram. Fullt af vinum og kunningjum og frábær stemmning. Myndir frá Skógum er að finna hér.
Almost Famous er ótrúlega góð mynd. Sá hana aftur í gær og er hún síst síðri við annað áhorf. Tvö frábær atriði standa upp úr. Annars vegar þegar flugvélin er að hrapa og allir þurfa að viðurkenna hitt og þetta fyrir hinum sem endar með klassísku "I'm gay" öskri. Svo atriðið í rútunni "Doris" þegar fólk byrjar smám saman að taka undir í "Tiny Dancer". Það lag er náttúrulega fáránlega gott enda ekki að spyrja að því þegar Kóngurinn er annars vegar.
Annars er ég mjög sáttur við að Grikkirnir tóku Portúgalina, áttu þetta fyllilega skilið.

föstudagur, júlí 02, 2004

"what, Kevin Kline ? .. no Mr. Hopkins it was you, I should know"

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Sumt er bara of fyndið


Reporter: "Gordon, can we have a quick word please?"
Strachan: "Velocity" [walks off]


Reporter: Bang, there goes your unbeaten run. Can you take it?
Strachan: No, I'm just going to crumble like a wreck. I'll go home,
become an alcoholic and maybe jump off a bridge. Umm, I think I can take it, yeah.


Reporter: There's no negative vibes or negative feelings here?
Strachan: Apart from yourself, we're all quite positive round here.
I'm going to whack you over the head with a big stick, down negative man, down.


Reporter: So, Gordon, in what areas do you think Middlesbrough were
better than you today?
Strachan: What areas? Mainly that big green one out there....