þriðjudagur, júní 29, 2004

Víkingar óstöðvandi þessa stundina. Tveir sigrar í röð og 9.sætið staðreynd. Það eru bara 3 stig í þrjú næstu lið og tveir heimaleikir framundan. Vona bara að þeir haldi áfram sömu baráttu. Grétar f.v. KR-ingur var á skotskónum (á skallanum) og er að gera frábæra hluti þessa dagana. Líka gleðidagur fyrir Buffið (tilgangslaust að hyperlinka hann þar sem hann bloggar ALDREI!!) og félaga í Fram því Jón þjálfari hætti eftir tapið. Því miður fer FRAM niður í ár og ekkert kemur í veg fyrir það. Ég held að Buffið geri sér m.a.s. grein fyrir því.
Aðeins 60 miðar eftir á Skóga og allt að verða vitlaust. Að fólk sé virkilega að velta því fyrir sér hvort það eigi að fara. Bara eitt orð. SKYLDUMÆTING.
Ég er að nauðga tveimur U2 lögum þessa dagana. Það eru lögin "The hands that built America" og "Miss Sarajevo". Þetta eru fáránlega flott lög. Spurning um að fá comment frá tónlistarspekúlant allra landsmanna, Miðjunni, á lögin tvö.

sunnudagur, júní 27, 2004

Jæja, bæði Norðurlöndin dottin út. Danir með boltann 60% af leiknum en töpuðu 3-0. Tvö mörk á þremur mínútum kláruðu þetta og sönnuðu það sem allir vissu nema Gerard Houllier; Milan Baros er heimsklassa framherji.
Búinn að liggja í leti í allan dag. Svaf til hádegis og horfði svo á 4 weddings and a funeral sem var ágæt. Tók reyndar til og skokkaði e-a 4km en annars bara spilað á píanóið sem ég hef ekki gert í lengri tíma.
Þá er bara vika í Skóga og töluverð tilhlökkun. Fullt af fólki úr verkfræðinni búið að skrá sig en nokkur Celeb hafa ekki enn haft fyrir því að skrá sig. Helstu hetjurnar hafa náttúrulega boðað mætingu eins og Kenny, Noel Gallagher, Jói, The Viking svo fáeinar séu nefndir. Fólk bíður svo með öndina í hálsinum hvort Hemmi nokkur Gunn mæti á staðinn og hristi aðeins upp í liðinu.
Svo eru þær snilldarfréttir að við Skermurinn erum á leiðinni til Ítalíu í vikuferð í lok ágúst þökk sé aðalgellunni Drífu. Fljúgum til Bologna en annað hefur ekki verið ákveðið. Rimini kemur til greina en þetta á allt eftir að koma í ljós. Endilega látið mig vita ef þið vitið um e-ð sem ég verð að sjá þarna suður frá.

laugardagur, júní 26, 2004

Hart var barist um titilinn Aðalmaðurinn í gær. Fór svo að lokum að nokkrir snillingar deila titlinum aðstoðarAðalmaðurinn eða þeir Alli,Martin,Tryggvi og Víkingur. Aðalmaðurinn mun hins vegar vera Stefán Gunnar Sveinsson og er hann vel að titlinum kominn.
Sumargrill hjá LH í gær og fáránlega skemmtileg stemmning. Það var EM þema og skipt í fjögur 16 manna lið og keppt í hinu og þessu. Þemað skapaði gríðarstemmningu. Sumar stelpurnar vildu hafa árstíðarþema!! Held að það hefði ekki skapað alveg jafngóða stemmningu.
Grikkirnir að gera fáránlega hluti. Núna treystir maður á Dani og Svía. Væri snilld að fá Norðurland í úrslit.

föstudagur, júní 25, 2004

Þunglyndi á þunglyndi ofan. Fame var að keppa á sama tíma og leikurinn. Tók hann því upp og tókst að forðast að heyra úrslitin, eða það hélt ég. 10 min búnar og mamma bankar á hurðina: "Tumi minn, ég samhryggist með leikinn". Ég trompaðist.

Getur e-r snillingur þarna úti reddað mér laginu "Vi er röde, vi er hvide". Mig bráðvantar þetta lag fyrir kvöldið í kvöld. Ef e-r á þetta endilega sendið á kolbeinn@linuhonnun.is . Sá/sú hin(n) sami(a) hlýtur titilinn Aðalmaðurinn/Aðalgellan um aldur og ævi.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Víkingur 3-2 ÍBV
Loksins, loksins enda hafa þeir svo sannarlega unnið fyrir því. Hitti Stebba í útskrift um helgina þar sem hann sagði að gríðarleg stemmning væri í hópnum og allt yrði lagt í sölurnar í næsta leik. Maðurinn stóð líka heldur betur við stóru orðin í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið með hjólara.
Smá tribute til Aðalmannsins!



mánudagur, júní 21, 2004

God save our gracious Queen
Long live our noble Queen
God save the Queen
Send her victorious
Happy and glorious
Long to reign over us
God save the Queen

Rooney 4-2 Króatía

sunnudagur, júní 20, 2004

Þriðji leikur FAME í deildinni endar 0-0 í frekar döprum leik í kvöld. Eina jákvæða við leikinn er hvað það var gott veður. Strákarnir eru alltaf sáttir við að spila bolta í sólinni því það eru ekki allir jafn náttúrulega brúnir og ég. Annars voru margir hverjir nokkuð þunnir í leiknum og ekki í sínu besta ástandi en þrátt fyrir töluverð skrall í gær var ég hinn hressasti þótt ég hafi kannski ekki átt neinn stórleik.
Atli með útskrift í gær og gríðarleg stemmning í partýhöllinni. Partý nánast í öllum húsum í götunni sem runnu eiginlega saman. Hálf sjötug kona fór á kostum í næsta húsi þar sem hún var á veröndinni með gítarinn og söng eins og engill.
Pakkað í bænum í gær og það segir sína sögu þegar maður er farinn að standa í röð fyrir utan Ara í Ö. DJ-inn á Hressó gerði góða hluti þann hálftíma sem ég stoppaði þar því hann spilaði svona 10 frábær lög í röð enda lét Hassi Massi ekki segja sér það tvisvar og gerði allt vitlaust á gólfinu. Enginn ormur en samt allt vitlaust.
Spánverjar úr leik í riðlakeppninni, what else is new? Sviptingar í þessu móti. Portúgal tapar opnunarleiknum en vinnur svo riðilinn og Tékkar í basli með Lettana lengi vel og 2-0 undir gegn Hollandi en eru svo búnir að tryggja sér efsta sætið fyrir lokaumferðina.
Svo ætla ég að fara með bænir í kvöld þess efnis að England komist áfram. Er svartsýnn, hugsa að Króatarnir taki þetta 2-1.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Virkilega gaman hjá Guðlaugu og Svenna í gærkvöldi. Þau eru flutt inn í kjallaraíbúð í Breiðholtinu sem er vel stór og flott. Bærinn frekar slakur þetta kvöld en hitti samt gaur á BB sem var að reyna að borða pylsuna sína með eyrunum, eða a.m.k. ekki með munninum. Síðan tókst mér að læsa mig úti og systir úti í Texas þ.a. gamli þurfti að opna fyrir mér.
England var að vinna Sviss 3-0 þ.a. enn er von. Leikurinn við Króata verður samt erfiður. Er að meta hvort ég eigi að horfa á Frakkland-Króatía því ég er 99,9% viss um að þar verði drepleiðinlegt jafntefli staðreynd sem væru fín úrslit fyrir bæði liðin. Spurning hvort maður kíki e-ð á Arnarhól í kvöld.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Þið megið héreftir kalla mig Kolbein Tuma "Nostradamus" Daðason. Spádómsgáfu minni og bjartsýni eru engin takmörk sett. Úrslit dagsins sem hér segir:

Fame 2-5 HK-b
Fylkir 2-1 Víkingur
Holland 1-1 Þýskaland

Ruud van Nistelrooy reddaði deginum með marki upp úr nákvæmlega engu.

Algjör snilld að hafa frídag í þessari viku. Ég held að það sé búinn að vera frídagur í næstum því hverri viku síðan ég byrjaði að vinna. Svo er 4 sinnum búið að vera afmæliskaffi eða kveðjukaffi sem þýðir kræsingar á slaginu þrjú niðri á Línuhönnun. Fólk slær svo sannarlega ekki hendinni á móti því.

Tvö partý annað kvöld og ætla ég að gera mitt allra besta til að láta sjá mig á báðum stöðum þótt það sé óendanlega langt á milli staðanna.

mánudagur, júní 14, 2004

Þéttur fótboltapakki á morgun. Fyrst leikur hjá FAME gegn b-liði HK í Fífunni 18:30. Bruna beint eftir leik uppí Árbæ og vonandi ná seinni hálfleik í Fylkir-Víkingur. Takast að heyra ekki úrslitin eða stöðuna í Holland-Þýskaland því sá leikur verður í upptöku og tilbúinn til áhorfs fyrir svefninn. Spáum í leiki morgundagsins:

FAME 2-1 HK-b
Fylkir 1-2 Víkingur
Holland 3-0 Þýskaland

Bjartsýni?

Fótboltaáhugamönnum og sérstaklega stuðningsmönnum Englands er bent á pistil sem ég var að henda inn á www.sammarann.tk

sunnudagur, júní 13, 2004

Starsailor tónleikarnir á föstudaginn voru alveg frábærir. Þurftum reyndar að bíða í c.a. tvo tíma eftir að þeir hæfust en biðin var vel þess virði.
Við Hjallinn og Atlinn skelltum okkur svo í Borgarfjörðinn í gær. Slógum upp tjaldi, grilluðum og skelltum okkur svo á ball með hljómsveit allra landsmanna, Stuðmönnum. Virkilega gaman.
Er ennþá að jafna mig eftir að Englendingarnir misstu unnin leik niður í tap áðan. Shit, hver er skúrkurinn? Beckham, Heskey, Gerrard, James? Allavegna á hreinu hver hetja Frakkanna er.

mánudagur, júní 07, 2004

Raunvísindasnillingarnir Erling og Sigrún voru að eignast stelpu. Innilegar hamingjuóskir to the happy couple.
Stjórnmálafræðisnillingarnir Skermurinn og Buffið voru að fá dúndureinkunnir fyrir BA ritgerðina sína og útskrifast 19.júní.

Ha, Atli?
























Mikil tilhlökkun fyrir næstu helgi. Starsailor á Nasa á föstudaginn og Stuðmenn í Hreddanum á laugardaginn. Endilega látið vita ef þið eruð að fara á annaðhvort.

sunnudagur, júní 06, 2004

Fyrsta sunnudagsþynnka í gangi. Þvílíkt veður úti þ.a. pabba tókst að draga mig í fjallgöngu upp Helgafell. Ágætis ganga. Grilluðum hjá KK í gær. Ótrúlega gaman og verður staðfest endurtekið við fyrsta tækifæri. Mættir voru FC FAME-liðarnir úr vesturbænum auk Skermsins og Malone. Get ekki ímyndað mér hvað þeir eru þunnir þar sem þeir tóku fjölda tequila skota í gær meðan ég hélt mig við bjórinn sökum einkar slæmrar reynslu af tequila. Fæ hroll hreinlega af því að hugsa um þennan viðbjóð.
Gunnhildur systir farinn til Texas að fiðlast og verður þar í mánuð eða e-ð svoleiðis. Hún verður reyndar að ferðast með fiðluna í allt sumar. Á meðan sit ég fyrir framan tölvuskjáinn í allt sumar. Ain't fair.

laugardagur, júní 05, 2004

6-1 en þar sem ég held þokkalega mikið með Englandi er ég sáttur að þeir séu í ágætis standi þegar vika er í að EM byrji. Það verður pottur niðrí vinnu þar sem hægt er að spá um sigurvegara í EM. Þá spáir maður úrslitum í öllum leikjum riðlakeppninnar og í framhaldi af þeim hvernig úrsláttakeppnin mun fara. Helvíti spennandi.
Í kvöld er það hins vegar grill og læti með strákunum. Helvíti fínt.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Jæja, þá var farið í Hvalfjörðinn í dag að bora. "Cobra" borinn að gera góða hluti. Birgir Jónsson hefði verið stoltur. Eina sem skyggði á fínan dag í sveitinni var helvítis mýflugurnar. Um leið og sólin braust fram úr skýjunum voru þær allsstaðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér að það væru mýflugur á Íslandi. Langt síðan ég var á Mývatni sjáiði til.
FAME tapaði í kvöld fyrir FC KIDDA 3-1. Komst ekki fyrr en í seinni hálfleik í stöðunni 2-0 en það reddaði samt ekki neinu. Þetta lið er það leiðinlegasta by far í deildinni. Óþarfa brot, kjaftur og hæstu gól og fimleika flikk flakk í hvert einasta skipti sem e-r snerti þá. Fínt að þurfa ekki að spila við þá aftur fyrr en í úrslitakeppninni, þ.e. ef þeir komast þangað:)
Fjórar af fimm einkunnum dottnar inn og allt í goody. Af hverju drífa kennararnir þetta ekki bara af og skella sér í sumarfrí. Skiljanlegt að þeir taki tíma í þetta um jólin, þeir eru hvort eð er bara að byrja enn eina leiðinlega önnina. En nú er komið sumar. Þeir ættu að ljúka þessu af og stökkva út í góða veðrið.