Víkingar óstöðvandi þessa stundina. Tveir sigrar í röð og 9.sætið staðreynd. Það eru bara 3 stig í þrjú næstu lið og tveir heimaleikir framundan. Vona bara að þeir haldi áfram sömu baráttu. Grétar f.v. KR-ingur var á skotskónum (á skallanum) og er að gera frábæra hluti þessa dagana. Líka gleðidagur fyrir Buffið (tilgangslaust að hyperlinka hann þar sem hann bloggar ALDREI!!) og félaga í Fram því Jón þjálfari hætti eftir tapið. Því miður fer FRAM niður í ár og ekkert kemur í veg fyrir það. Ég held að Buffið geri sér m.a.s. grein fyrir því.
Aðeins 60 miðar eftir á Skóga og allt að verða vitlaust. Að fólk sé virkilega að velta því fyrir sér hvort það eigi að fara. Bara eitt orð. SKYLDUMÆTING.
Ég er að nauðga tveimur U2 lögum þessa dagana. Það eru lögin "The hands that built America" og "Miss Sarajevo". Þetta eru fáránlega flott lög. Spurning um að fá comment frá tónlistarspekúlant allra landsmanna, Miðjunni, á lögin tvö.