mánudagur, febrúar 28, 2005

Nett helgi að vanda, ekkert lært og reyndar óvenju róleg djammlega séð.
Öflugur föstudagur þar sem ég aldrei þessu vant mundi eftir afmælinu hennar mömmu (reminder að gera góða hluti) og spanderaði í þennan eðalskrifborðsstól sem ég sit í einmitt núna. Kíkti svo til Sigga Jóns í Lotto umboðið og fékk tvö pör af fótboltaskóm á 4000 kall og svo henti kallinn legghlífum með í pokann.
Vísindaferð í VSB um kvöldið þar sem móttökurnar voru ljómandi fínar, enginn fyrirlestur heldur var hægt að ganga um stofuna og skoða hvað hver og einn var að gera. Svo var e-ð döpur stemmning á Pravda þ.a. við gamli maðurinn skelltum okkur í 1. árs partý þar sem Greining Burðarvirkja varð að miklu umræðuefni eins og vænta mátti. Þá var hárið á öllum slétt með þess lags járni og sing star í græjunum. Eðalhópur þar á ferðinni.
Sá Ray í gærkvöldi og fannst mér hún virkilega góð. Það eina sem ég þekkti til Ray Charles fyrir myndina var hlutverk hans í Blues Brothers þar sem hann fór á kostum. Nú veit ég töluvert meira um hann og efast ég ekki um að sala á tónlist hans eigi eftir að aukast mikið í kjölfar myndarinnar. Ég vissi ekki einu sinni að hann ætti lagið "hit the road Jack" sem er náttúrulega snilldarlag. Er þar með búinn að sjá 3 af 5 sem voru tilnefndar og sú fjórða bætist í hópinn annað kvöld en þá ætlar bekkurinn að hittast og horfa á "Million Dollar Baby" sem var einmitt valin besta myndin í nótt.

Mjög sérstakt hvernig Ray tók alltaf utan um sjálfan sig þegar honum var fagnað af áheyrendunum.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Temmileg vonbrigði með leikinn hjá Utd í gær. Voru yfirspilaðir á löngum köflum en spilamennska Milan var reyndar í þvílíkum klassa að ég sé ekkert lið stöðva það ef það spilar eins og það gerði í gær. Leikurinn hefði reyndar þróast öðruvísi hefðu Scholes eða Fortune asnast til að setj'ann úr dauðafærunum í gær og svo var markið náttúrulega algjört klúður. Utd á samt helling inni og verður gaman að sjá Nistelrooy í seinni leiknum, kominn í leikæfingu, því hann stóð sig vel eftir að hann kom inná.
Vísindaferð í VSB á föstudaginn en ég stefni nú á að vera í rólegri kantinum. Það getur hins vegar oft verið fljótt að breytast eins og sagan hefur sýnt sig. Svo er árshátíð eftir viku sem verður á hótel Selfossi og er 2. árið búið að skora á okkur á 3. árinu í fótboltaleik á Selfossi í hádeginu á árshátíðardaginn. Ég er búinn að henda kippu á að við vinnum þennan leik sem við að sjálfsögðu gerum. Það dugar ekkert að treysta á e-a meistaraflokkssultu til að redda þessum leik. Hann verður unnin með byggingarhjartanu og engu öðru.
Látum Miðjuna eiga síðasta orðið

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Vísindaferð í Verkfræðingafélagið á föstudaginn. Bara nokkuð nett ferð og svo kíktu nokkur úr Byggingunni til Gyðu áður en haldið var í bæinn. Í bænum fórum við Atli og Steini á Celtic Cross sem væri ekki frásögur færandi nema þar var trúbadorinn Garðar Garðarsson að stíga á stokk. Við sátum á borðinu næst trúbadornum og að sjálfsögðu kallaði ég á minn mann og spurði hvort hann væri ekki til í e-r óskalög og taldi upp e-a slagara, "Spáðu í mig", "Aldrei fór ég suður" og e-ð þar frameftir götunum. En nei nei, gaurinn eða celeb-ið eins og ég vil kalla hann lét eins og hann tæki ekki eftir mér. Leit ekki einu sinni í áttina til okkar. Spilaði e-ð lag og svo bað ég hann aftur um óskalag. Aftur leit hann ekki á okkur. Ég var orðinn temmilega pirraður og fór að öskra "Garðar, Garðar, Garðar" o.s.frv. bara til að ná athygli hans því við vorum jú þeir einu sem vorum að hlusta á hann en nei. Endaði náttúrulega á því að við fórum. Auðvitað var ég á eyrunum en ég byrjaði ekki að vera pirrandi kráargesturinn fyrr en hann hafði ítrekað ignorað mig. Þessi gaur er svona 35 ára, einhleypur, býr hjá mömmu sinni og pabba en hefur samt þá trú að hann sé e- r hetja. Vá, ég er eiginlega ennþá pirraður.
Skjótt skipast veður í lofti. Þangað til á fimmtudaginn hélt ég að ég væri einn um að sækja um þennan Seattle styrk. Eftir tvö mismunandi samtöl á fimmtudag og föstudag hef ég komist að því að a.m.k. 6 aðrir eru að sækja um hann. Möguleikarnir hafa því snarminnkað á no-time. Shit hvað ég verð fúll ef ég kemst ekki út í haust.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Fékk þokkalegt sjokk fyrir helgi þegar ég fékk e-mail frá University of Washington þar sem mér var tjáð að einkunnirnar úr TOEFL og GRE hefðu ekki borist. Ég fékk að redda því með því að senda afrit af þeim út á e-maili. Í kjölfarið ákvað ég að tjekka á því hvort "Valle" stofnunin hefði fengið eintak af einkunnunum mínum og komst að því að þær átti ég að senda út fyrir 1. febrúar og hafði steingleymt því. Ég skilaði umsóknunum í októberlok þ.a. þetta hefði verið þokkalegt klúður. Sendi e-mail um leið og bað um að fá að skila þessu á e-mail sem var svo allt í lagi. Miðað við hvað allt þetta umsóknakerfi í Bandaríkjunum er flókið átti ég alveg eins von á því að vera búinn að klúðra þessu. Þar sem þetta er eini skólinn sem ég er að sækja um og ég hef ekki áhuga á master við HÍ þá er ég svolítið mikið að treysta á þennan styrk.
Frekar dapur pistill en hef reyndar frá svo svakalega litlu að segja. Tók reyndar Breiðnefinn í gegn í Snóker í kvöld en það eru svo sem engar fréttir.

Tom Hanks og Meg Ryan höfðu það helvíti gott í Seattle

föstudagur, febrúar 11, 2005

Kveðjupartý hjá Atla í kvöld, föstudaginn 11. febrúar. Allt flotta fólkið + ég verðum þar.
Atli er að flytja til Svíþjóðar á sunnudaginn þannig að það er lykilatriði að vinir og vandamenn kíki á kappann og kveðji hann með eins og kossi á kinn.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Þá er maður búinn að punga út 30 þús kell í staðfestingagjald fyrir ferðina þ.a. lýkur á að maður komist e-n tímann til Afríku hafa aukist til muna. Söfnunin er líka alltaf að bætast og erum við í 2,4 millum núna og höldum ótrauð áfram. Stefnir í að ferðin kosti 300 þús þ.a. það væri mjög gott að ná að safna a.m.k. 200 þús á kjaft.
Kosningavaka og Kosningaröskva í kvöld og góðar líkur á að maður tjekki á stemmningunni. Frekar ólíklegt að maður vaki eftir þessum úrslitum enda er ég nokkuð pottþéttur á að úrslitin verði 5-3-1, Vaka-Röskva-Háskólalistinn. Frekar döpur auglýsing sem liðsmaður MS í Gettu Betur lét flakka í lok þáttarins í gær um að X-a við Y í kosningunum en Silli Þróttari og þjálfari MS-liðsins er einmitt á þeim lista. Fínn húmor samt hjá þessum Y-mönnum. Annars kom mér á óvart hvað spurningarnar voru í léttari kantinum í gær og mér finnst afar hæpið að þetta MS lið fari e-ð lengra í keppninni.
Mynd þessa bloggs er svo af buff-celebinu.

Buffið og félagar sópuðu til sín titlum síðasta sumar!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Alveg ótrúlegt hvað maður er latur þessa dagana. Ótrúlega lítið að gera í skólanum en samt kemur maður því litla sem þarf að gera ekki í verk.
Gaman frá því að segja að Naglarnir héldu kennarafagnað síðasta föstudagskvöld og var þar mikið um dýrðir. Borðhald var til fyrirmyndar og svo var Hemmi settur á fóninn og um leið fylltist dansgólfið. Frammistaða kennaranna fór fram úr björtustu vonum og voru þeir ýmist í eggjandi dönsum við stelpurnar eða bónandi gólfið með bakinu þar sem þeir létu sig renna aftur á bak á herðarblöðunum. Sumir kíktu meira að segja með á REX.
Kapphlaupið til Afríku stendur nú sem hæst og er fólk að safna og safna og safna... Við erum kominn yfir 2 millurnar en markið hefur verið sett á 4 millur. Það myndi þýða tæpur 200 kell á kjaft sem væri dágott upp í ferðina. Eurokortið komið í hendurnar þannig að nú er hægt að fara að strauja fyrir alvöru

Kennararnir fóru á kostum á dansgólfinu.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Fór í göngutúr í Liechtenstein í sumar og hitti þessa ágætu menn. Um leið ákvað ég að byrja að safna skeggi. Það mætti alveg ganga aðeins hraðar.





þriðjudagur, febrúar 01, 2005

"And the Red's go marching on on on..."
Þvílíkur leikur á Highbury í kvöld þar sem Arsenal voru niðurlægðir. Ronaldo, Keane, Giggs og síðast en ekki síst Rooney voru frábærir í kvöld þar sem Utd sýndu gríðarlega baráttu og sneru frekar vonlítilli stöðu í unnin leik og héldu svo út manni færri, reyndar gott betur því þeir bættu við marki.
Óska öllum Utd mönnum til hamingju með frábæran sigur-þetta verður varla sætara en þetta.
Þessir tveir tóku málin í sýnar hendur á 5 mínútna kafla.
'
'
'
'
'
Vegna þessa mætir Guðmundur Ármann Böðvarsson, GÁB-arinn sjálfur, í stuttbuxum í skólann á morgun. Félagi hans Gunnar Arnar Gunnarsson, Gamli, var hins vegar ekki maður í veðmál enda hefur hann aldrei haft neina trú á sínum mönnum. Auk þess státar hann ekki af Selfoss- kálfunum sem GÁB-arinn er meira en til í að sýna samferðafólki sínu við öll tækifæri.