sunnudagur, nóvember 28, 2004

Við Bolli skelltum okkur á Bad Santa í Smárabíó í gær. Ekki týpísk mynd sem ég fer á í bíó en þar sem ég átti frímiða sem verður að nota f. 1. des þá var það annaðhvort þessi eða "After the sunset". Skemmst frá því að segja að myndin var mjög fyndin á köflum og ekki spillti fyrir að hitta celeb eins og Miðjuna og Einar. Svo var meiningin að ná góðum svefni fyrir Íslandsmótið innanhúss í dag en endaði á því að horfa á "The negotiator" til klukkan 03 held ég. Það kom samt ekki að sök því Fame-arar, reyndar undir merkjum UMFH, gerðu sér lítið fyrir og unnu riðilinn. Gerðum jafntefli við B-lið HK, unnum Afríku 10-1 og Reyni frá Árskógsströnd 6-1. Erum því komnir í 3. deildina í innanhúss boltanum. Svo var að sjálfsögðu einn sveittur á Style-num eftir mót. BASIC

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Alveg ótrúlegt þetta með strákinn sem lokkaði 9 ára stelpu upp í bílinn sinn og skildi hana svo eftir í rigningu, roki og skítakulda uppi við Skálafell. Ennþá skelfilegra er sú staðreynd að hann taldi stelpunni trú um að mamma hennar væri dáin og pabbinn í lífshættu. Alveg á hreinu að þessi gaur er snargeðveikur og ótrúlegt að það sé ekki búið að finna hann. Ég átta mig engann veginn hvað honum gekk til, greinilega hrein illmennska.
Fimmtudagar eru erfiðustu dagar vikunnar. Mæting kl 8:15 og oftar en ekki hef ég ekki getað haldið mér vakandi fyrstu tvo tímana, reyndar einu tímana, öðrum til mikillar skemmtunar. Nú er svo komið að eftirfarandi pæling fer fram í hausnum á mér um kl 7:30. "Ætti ég að fara í skólann og sofa þar í stólnum mínum eða sofa í þrjá tíma í viðbót í rúminu mínu". Rúmið hafði vinninginn í morgun.
Allt horfir til betri vegs hjá mínum mönnum í Víkingi. Þrátt fyrir að Kári, Sölvi og Steinþór hafi verið seldir og Viktor og Grétar verði annaðhvort lánaðir eða seldir hafa aðrir verið að endurnýja samninga og nýir leikmenn komnir í hópinn. Stebbi, Höski og Danni Hjalta hafa allir endurnýjað samningana og Elmar Dan, Hörður Bjarnason og Jóhann Guðmundsson komnir. Þekki reyndar ekkert til þeirra tveggja síðastnefndu en þeir eiga víst að vera sprækir.
Forsetakosningar í Líberíu framundan. Ég spái George Weah sigri.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Við M-ið fórum á Beach Boys áðan í Höllinni. Bara ágætis tónleikar og þakka ég því að ég reiknaði ekki með neinu. Fengu víst hræðilega umfjöllun í sænskum fjölmiðlum og svo er söngvarinn sá eini úr upprunalega bandinu. Hljómar hituðu upp og gerðu það mjög vel. Tóku nokkur lög af nýja disknum sem hljómuðu bara þokkalega. Enduðu svo á bombu, Bláu augun þín þar sem þeir fengu allan salinn til að syngja með. Mike Love og félagar stigu svo á stokk og voru að spila óþekktari lög fyrri klukkutímann. Seinni klukkutíminn var öllu betri þegar lög eins og "wouldn't it be nice", "good vibrations", "california girls", "get around", "help me Rhonda", "fun fun fun", "Surfin USA", "Kokomo" og ég veit ekki hvað og hvað. Fólk stóð á fætur og dansaði um allan sal.
Money well spent, a.m.k. fyrst það var 2 fyrir 1.
Kíkti á Classic sportbar í gærkvöldi með Breiðnefnum og Aðalmanninum og sá Barcelona-Real Madrid. Nýr staður í Ármúlanum þar sem pílukast er líka stundað af miklum móð. Allavegna voru e-r kellingar alltaf að fagna köstunum sínum. Real átti aldrei séns í þessum leik og áttu held ég eitt færi í öllum leiknum. Algjörlega metnaðarlausir leikmenn í liðinu og klárt mál að liðið vinnur engann titil í vetur. Xavi og Marques rústuðu Guti, Beckham og Zidane á miðjunni og svo var Ronaldinho að leika sér að Real vörninni. Eftir leikinn kíktum við svo á Ara, annað kvöldið í röð. Helvíti nett stemmning þar eins og alltaf, ótrúlegt að sumt fólk hafi e-ð á móti Aranum.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

"Ég veit ekki um þig, en ég ÞOLI EKKI að TAPA" hefur heyrst í útvarpi og sjónvarpi undanfarna daga. Viggó byrjaði samt ekkert spes, tvö töp gegn glænýju þýsku landsliði og frönsku liði sem var hreinlega í allt öðrum klassa. Unnu samt Ungverja áðan nokkuð sannfærandi að mér skilst, reyndar eini leikurinn sem ég sá ekki. Nokkrir menn eru samt búnir að tryggja sér sæti á HM. Menn eins og Markús Máni, Einar Hólmgeirs og Hreiðar hafa staðið sig vel og verða örugglega í hópnum. Menn eins og Snorri, Logi, Einar Örn og Birkir Ívar eru hins vegar ekki jafnöruggir um sæti sitt.
Fékk svar frá Fulbright í dag og það fór eins og ég reiknaði með, ég fékk ekki styrkinn. Var samt tilkynnt að ég væri nr. 2 sem varamaður sem basically þýðir að ef e-r tveir sjá sér ekki fært að þiggja styrkinn þá fæ ég hann. Líkurnar á því eru, hmm "2*pí - 3*E[X] + Var[X*Y] = 0", þ.e. engar.
Vísindaferð í Orkuveituna á föstudag. Reikna með að kíkja en annars hugsa ég að það sé komin almenn drykkjupása þangað til föstudaginn 18.desember. Þá reikna ég með því að fá mér eins og 1 eða 2 ískalda.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Lítið um skemmtun þessa helgi. Kíkti aðeins á fáránleikana á föstudaginn og komst að því að það er töluvert skemmtilegra að vera þátttakandi en áhorfandi. Stoppaði stutt við og endaði á því að horfa á "The Office" fram á nótt. Það var að vísu "time well spent" því þessir þættir eru líklega bestu gamanþættir ever, a.m.k. af leiknum gamanþáttum. Horfði svo á "Big Lebowski" í gærkvöldi og svaf í, já, 12 tíma. Enda finnst mér ólíklegt að ég muni eiga auðvelt með að sofna í kvöld.
Lenti í skondnu atviki í Háskóla íþróttahúsinu í gær. Ég var í sturtu og hafði gleymt sjampóinu mínu eins og Tryggvi. Ákvað ég því að spyrja annan gaur sem var í sturtu og með sjampó hvort það væri séns að fá smá sjampó hjá honum. Hann leit á mig og svaraði "Nei". Ég horfði á hann og beið eftir brosi því ég hélt hann væri að grínast en nei nei, hann var ekkert að grínast. Sagan búin en come on, ég get ekki séð fyrir mér að nokkur sem ég þekki hefði neitað nokkrum manni um sjampódropa. Já, svona er Ísland....
Utd náði að merja sigur á Newcastle í dag. Samt ansi margt hjá Utd sem fór í taugarnar á mér í þessum leik. Þeir spila ekki skemmtilegan fótbolta, Ronaldo hangir á boltanum og nýtir aldrei tæknina sína og Rio Ferdinand gerði tvö skelfileg mistök sem fyrir algjöra lukku gáfu ekki mark. Newcastle skoraði gilt mark sem var dæmt af þeim þ.a. yfir heildina voru Utd bara stálheppnir. Eini ljósi punkturinn fannst mér vera markið hjá Rooney auk þess sem Butt átti góðan leik en hann er því miður ekki lengur í Utd.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Já, ef það var einhvern tímann nokkur vafi þá er ég sjálfur búinn að taka af nokkurn vafa; ég er nörd. Mér finnst ég ekki gera annað en að læra þessa dagana. Skýrslur hingað og þangað og sér ekkert fyrir endann á þessu. Man ekki hvenær ég tók síðast spólu, hvað þá hvenær ég fór síðast í bíó. Á ennþá tvöfaldan boðsmiða í bíó sem ég þarf að nota fyrir mánaðarmót. Spurning hvort að maður rífi sig upp af rassgatinu fljótlega og drífi sig í bíó.
En nördin þurfa líka að hreyfa sig og það gerði ég svo sannarlega í ræktinni um daginn. Fór einn af því að ég komst ekki fyrr um daginn með Aðalmanninum og Kennaranum. Byrjaði sem aldrei fyrr á hlaupabrettinu og tók með mér discman-inn til að stytta mér stundirnar á brettinu. Þegar ég var búinn að skokka í svona 10 mínútur á þokkalegum hraða slokknaði á discmanninum. Sem ég athugaði hvað var í gangi og grannskoðaði spilarann í bak og fyrir steingleymdi ég stund og stað. Steig ég fram á brún brettisins og missti jafnvægi, byrjaði að stappa og reyna að redda mér með tilheyrandi látum. Þetta slapp fyrir horn þannig að ég fór aftur að athuga hvað væri í gangi með spilarann. En nei nei, þá endurtekur þetta sig þannig að ég fipast allur til nema í þetta skiptið næ ég ekkert jafnvæginu heldur enda á því að kastast á gólfið með tilheyrandi látum, eftir að hafa reynt að redda mér á háværan hátt í svona 10 sek. Auðvitað störðu allir í salnum á mig þar sem ég stóð á gólfinu. Ég gerði það eina í stöðunni, þakkaði fyrir mig og hélt áfram að hlaupa.
Annars er gaman frá því að segja að ég var boðaður í Fulbright viðtal um daginn vegna þess að ég sótti um námsstyrk til þeirra. Viðtalið fór fram á ensku og gekk svona þokkalega. Svars er að vænta í næstu viku en ég er ekkert uber bjartsýnn.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Jú, hvað haldiði, Sálin sem ætlaði að taka sér gott frí er komin af stað aftur. Gott ef ballið á Broadway um áramótin átti ekki að verða síðasta ball Sálarinnar í töluverðan tíma. Guðmundur Jónsson gerði heiðarlega tilraun til sólóferils en platan hans floppaði skilst mér. Nú eru 10 mánuðir liðnir og viti menn, Sálin komin aftur og... flotta fólkið er að sjálfsögðu að fara.

Annars erum við Ken og Skerm að spá í að kíkja á Ný Dönsk í kvöld. Skilst að þeir séu ekki í slögurunum og að einu "þekktu" lögin sem þeir taka séu "Flugvélar" og lagið með viðlaginu "komdu klæddu þig í mig...". Samt skyldumæting.


miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Sá brot úr Kastljósi í sjónvarpinu áðan þar sem Björn Bjarnason var mættur í öllu sýnu veldi. Ég held að náunginn sé mest óheillandi maður sem ég veit um. Honum stekkur sjaldnast bros og spurning hvort það ætti að taka hann í broskennslu eins og Halldór Ásgrímsson og Pétur Kr. Hafstein voru teknir fyrir kosningarnar. Kannski var hann tekinn í broskennslu fyrir borgarstjórnarkosningarnar, man það ekki. En það versta er hvernig hann er á meðan andstæðingur hans er að tala. Þá setur hann upp þvílíkan fílusvip þar sem mætti halda að maðurinn væri ekki heill á geði. Hvernig svona maður getur náð langt í pólítík er óskiljanlegt. En það gildir að vísu um marga fleiri.
Ég hélt lengi vel að ég væri einn á þeirri skoðun að Dimitar Berbatov væri frábær framherji. Horfði töluvert á þýska boltann þegar hann var á RÚV og hann var ótrúlega góður þótt hann skoraði ekki mikið. Skapaði sér helling af færum en var yfirleitt óheppinn frekar en lélegur að setja hann ekki. Hann var frábær á síðasta tímabili hjá Leverkusen og búinn að vera mjög góður á þessu. Skoraði þvílíkt nett mark í kvöld þó svo að markmaðurinn hefði nú getað gert betur, já og varnarmaðurinn í sjálfu sér líka. Snúningurinn hjá Zlatan var líka nettur þó svo hann hafi verið heppinn.

Tökum smá spurningkeppni. Hver sagði eftirfarandi setningu?
1. "Sewer rat may taste like pumpkin pie, butI'd never know 'cause I wouldn't eat the filthy motherfucker"
2. "I'll make him an offer he can't refuse"
3. "I don't tip because society says I have to. Alright, I tip when somebody really deserves a tip. If they put forth an effort, I'll give them something extra. But I mean, this tipping automatically, that's for the birds. As far as I'm concerned they're just doing their job. "
4. "Mother, I come bearing a gift. I'll give you a hint: it's in my diaper and it's not a toaster. "
5. " I know what you think it means, sonny. To me it's just a made up word; a politician's word. So young fellas like yourself can wear a suit, and tie, and have a job. What do you really want to know? Am I sorry for what I did".