þriðjudagur, janúar 31, 2006

Tímabundnum er bent á að þessi færsla er með þeim lengstu í sögu síðunnar og ekki allra að verja tíma sínum í lestur svona vitleysu

Janúar liðinn með ótrúlegum hraða. Áramótaheit hefur verið efnt vel hingað til. Ég er vel á veg kominn með fyrstu bók ársins og msn og netnotkun yfir höfuð hefur verið mjög lítil það sem af er ári. Enda eins gott því þessi önn er töluvert strembnari en sú síðasta.

Búinn að gera nóg af hlutum þennan fyrsta mánuð ársins. Búinn að blogga um e-ð af þessu en annars eru myndir hér að neðan frá sumum þessara atburða og fylgitexti.

Frábært að sjá hvað íslenska landsliðið er að gera góða hluti á EM. Hef séð voða lítið en fylgdist með Rússa leiknum á textavarpinu þegar ég vaknaði í morgun og var þvílíkt spenntur; svo spenntur að ég fattaði ekki að hlusta á lýsinguna á Rás2. Það geri ég hins vegar í fyrramálið þegar leikið verður við Króata. Snorri Steinn hefur að því sem ég hef lesið farið á kostum og svo eru auðvitað hetjur eins og Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson sem klikka aldrei. Leiðinlegt að Petersson er farinn heim en Hallgrímsson Jr. kemur sterkur inn í staðinn. Undanúrslit á ÓL 92, 16 liða úrslitin á HM 95, leikurinn sem við unnum upp um árið á e-u stórmótinu og svo klúðraði Valdi Gríms úr hraðupphlaupi í lokin. Nú er búið að hefna fyrir þessi sáru töp, allavegna líður manni þannig.

Mikið lært um þessar mundir enda byrjar Febrúar með látum. Skíði á laugardaginn, leikur með Sporting og svo Superbowl á sunnudag þar sem Seattle Seahawks eru í úrslitum þ.a. þessi helgi verður algjört yndi. Svo byrja midterms í vikunni á eftir og eru þrjú slík á dagskrá. Svo erum við að hamast í hönnun á Bitanum í "Big Beam" compisition þ.a. e-r nætur eiga eftir að fara í að klára hönnunina og byggja bitann. Svo er skipulagning fyrir "Heimsókn Aldarinnar" í fullum gangi. Í lok mars kemur nefnilega öll fjölskyldan, blásarakvintettinn auk föðurbróður og frúr í heimsókn. Slíkan heiður verður að launa með markvissri skipulagningu þ.a. allir fái e-ð fyrir sinn snúð þó svo að maður verði sjálfur á fullu í skólanum eftir sem oftar. Inn í þennan pakka kemur svo 4 daga ferð til Denver á Fulbright ráðstefnu. Ekki að undra að e-ir séu ráðvilltir eftir að hafa lesið þetta en þá eruð þið á sama stað og ég.



Heimsókn í Concrete Tech verksmiðjuna þar sem Geiri fór á kostum í fíflalátum að vanda.


Coldplay tónleikar í Key Arena. Magnað kvöld þar sem Chris Martin og félagar fóru á kostum. Vöktu lukku þegar þeir spurðu salinn hvort e-r gæti sagt þeim hvar væri hægt að fá kaffi í Seattle og ennfrekar þegar þeir vildu fá að vita hverjir væru í úrslitum Superbowl í ár. Tóku alla slagarana auk tribute til Johnny Cash þar sem þeir tóku tvö acoustic lög, Reign of Fire og e-ð annað.

Eitt af mörgum partýum janúarmánaðar. Þó fólk sé komið í mastersnám þýðir það ekki að það er hægt að haga sér eins og fífl.


Öllu formlegra matarboð hjá Chileska snillingnum Claudio og frú hans Lisu. BBQ eins og þau gerast best og gaman að prófa ýmsa chileska siði. Snillingurinn er fyrir miðju á myndinni og frúin á hans hægri hönd.


Structures meistararnir Andy og Jeff láta sig ekki vanta á djammið.



Buðum Dan, Alan, Hiro og Geira í íslenskan hátíðarmat. Hangikjöt, jafningur, ora baunir og rauðkál, graflax með tilheyrandi sósu var á borðum og snæddu allir með bestu lyst.

Meistari Jónas kíkti svo í rigninguna um síðustu helgi og keppti í sjöþraut. Náði tveimur góðum vídeóum af honum fyrir þá sem hafa þokkalega tengingu.

Vídeó1 Vídeó2

föstudagur, janúar 27, 2006



Kenneth Breiðfjörð hélt uppá 50 ára afmæli sitt í Ásatrúarsalnum í dag og var þessi mynd tekinn þegar stemmningin var hvað best. Að sjálfsögðu lét vinur litla mannsins ABEL sig ekki vanta og stillti sér upp ásamt afmælisbarninu fyrir mynd þegar myndatökumaður síðunnar átti leið hjá. kolbeinntumi.blogspot.com óskar K.B. til hamingju með árin fimmtíu!

sunnudagur, janúar 22, 2006


Klassasigur á Poolurunum, Seahawks komnir í Superbowl og maður sjálfur er kaffærður í verkefnum. Sé ekki alveg hvernig næsta vika muni reddast en af fenginni reynslu þá reddast þetta. Þakka þeim sem tóku þátt í könnuninni kærlega fyrir þátttökuna. Gaman að sjá að enginn endaði fyrir neðan japanska félaga minn Hiro þótt G-Sus hafi komist skuggalega nálægt því.

miðvikudagur, janúar 18, 2006


Jæja góðir hálsar. Ótrúlega frumleg könnun sem gerð hefur verið. Hvet sem flesta til að taka þátt í henni. Hún snýst að sjálfsögðu um "your's truly" og leggur mat á hversu vel þið þekkið mig. Hvet alla til að taka þátt í þessari vitleysu.
Smellið Hérna

mánudagur, janúar 16, 2006


Frídagur í dag til heiðurs þessari miklu hetju. Ég flutti fyrirlestur um þennan baráttumann í 10. bekk og ég er ekki frá því að það sé áhugaverðasta og skemmtilegasta verkefni sem ég hef nokkurn tímann unnið að. Fjöldi fólks notar frídaginn í dag í sjálfboðavinnustörf en aðrir nota löngu helgina í að fara út úr bænum og gera e-ð sniðugt. Ég sit við skrifborðið og reyni að bæta upp fyrir tveggja daga leti.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

26 rigningadagurinn í röð í Seattle. Það styttist í að met verði slegið og væri ekki amalegt að geta sagst hafa verið í rigningarborginni þegar það gerðist. Þýðir samt að ég er farinn að safna fyrir regnhlíf því við nánari athugun kom í ljós að fjölskylduregnhlífin hans Atla getur ekki verið á tveimur stöðum í einu. Engu að síður töluvert skárra þegar rigningin er lóðrétt en ekki í allar áttir eins og heima. "And sometimes rain even seemed to come straight up from underneath."
Hver ætli sé fyrstur að átta sig á þessu quote-i?


Er allavegna búinn að losa mig við þetta kvef sem var að hrjá mig enda ekki seinna vænna. Allt farið á fullt í skólanum og við Geiri og Kári erum búnir að skrá okkur í "The Big Beam Competition" þar sem markmiðið er að hanna besta forsteypta bitann. Þetta verður þokkaleg auka vinna en í hópi með þessum snillingum og tveimur öðrum verður þetta staðfest skemmtilegt og lærdómsríkt.

Ótrúlegt hvað Tyrkir hafa stuttan kveikiþráð (kannski gríðarleg fullyrðing en maður hefur tekið eftir þessu í fótboltasamfélaginu a.m.k.). Félagi okkar Atla í fótboltaliðinu er Tyrkneskur Þjóðverji og fínasti gaur. Honum tekst hins vegar nánast í hverjum einasta leik að lenda í leiðindum við e-a gaura. Svo á æfingunni í kvöld tæklaði ég einn strák aðeins sem að brást hinn versti við og fór e-ð að hrauna yfir mig. Ég var nú alveg slakur en félagi minn hélt nú ekki og bombaði boltanum í hann. Þegar ég talaði við hann eftir æfinguna sagði hann einfaldlega: "I'm not looking for trouble or anything like that but when somebody does something to my friend....". Ótrúlegt stolt í þessum félaga.

Spiluðum fyrsta leikinn okkar í deildinni á sunnudaginn og vorum 2-0 undir í hálfleik. Frekar dapurt, tvö klaufaleg mörk og frekar þungt yfir okkur. Þegar ég komst að því að við værum að spila manni fleiri var mér nú öllum lokið og það sama gilti um fleiri því eftir 10 mín í seinni hálfleik vorum við búnir að jafna og unnum svo 4-2 í restina. Íslensk samvinna gulltryggði sigurinn í lokamarkinu.

Stórleikur á laugardaginn í NFL. Þá mætast Seattle Seahawks og Washington Redskins. Löngu uppselt og gaurar að selja miða á 500-1000$ á netinu. Þetta er víst í fyrsta skipti í 20 ár sem "VIÐ" komumst í úrslitakeppnina og sumir segja að við séum líklegir til að fara alla leið í Superbowl. Þá fyrst geta netgaurarnir farið að leggja e-ð á miðana sína.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Mættur til Seattle og er maður aðeins farinn að átta sig á þessu rigningarorðspori sem hefur viljað loða við borgina. Búið að rigna annan hvern dag og það hressilega en hinn daginn hefur verið fínasta veður. Svo vel hefur hitt á að dagana sem ég var að þvælast upp í skóla, jú maður er víst í skóla hérna, var virkilega fínt veður. Var að íhuga að fara að fjárfesta í regnhlíf en Levy sá heldur betur um það þegar hann fjárfesti í fjölskylduregnhlíf enda hefur fjölgað um heil 50% í íbúð 208 á Saxe. Frúin hans Atla hún Ásdís hefur nefnilega ferðast heimsálfa á milli til að taka þátt í ævintýrinu mikla í Seattle. Í stuttu spjalli við síðuna sagðist hún hafa miklar væntingar til verunnar og væri frönskukunnátta, aukin undirstaða í fræðum stjórnmálanna, eldamennska, gítarnám og magadans meðal þess sem ætti að tækla á komandi mánuðum auk Atla sem strax er farinn að verkja í öklann af óútskýranlegum ástæðum.


Ekki stórar fréttir svo sem annars héðan. Kíktum með Íslendingum í "Dim Sum", kínverskan morgunverð í morgun þar sem alls kyns matur var á borðstólum sem ég kann litlar skýringar á en borðaði með bestu lyst. Svo er kominn nýr snillingur á bensínstöðina þar sem egg, bacon og bjór er keypt í töluverðum mæli. Sá ágæti náungi heitir Andrew og leysir af hólmi Mike sem er genginn til liðs við "The Police Academy". Ekki er sjöunda myndin á dagskrá heldur er ótrúlegt en satt til slík akademía hér og þjálfar löggur í fleiru en að geta framkvæmt hin ótrúlegustu hljóð með munninum.

Fyrsti leikur Sporting FC á nýju tímabili er í fyrramálið kl 09. Vona svo sannarlega að það verði ekki rigning. Er skrýtinn í hásininni, með þvílíkar harðsperrur eftir fimmtudagsæfinguna og með væna hálsbólgu þ.a. ég reikna ekki með því að setja mörg á morgun en ætli maður leggi ekki allavegna upp eitt af þeim þremur sem Levy skorar í fyrri hálfleik. Svo er stefnt á að losa sig við þennan hálsbólgu/hita viðbjóð, líta í bækur milli þess sem lífsins er notið.

Lifið heil.

Geira var boðið í vídeókvöld og í þetta skiptið mætti hann undirbúinn og hefur að sögn aldrei sofið jafn vel í "lata stráknum" og í kvöld.

mánudagur, janúar 02, 2006

Þá er þriggja vikna letilífi á Íslandi lokið og þar með bloggpásunni. Það er víst úr sögunni að maður verði bloggari ársins hjá Miðjunni 2. árið í röð og því vissara að fara að þrífa á sér bakið og standa sig betur á nýju ári. Fríið fór að mestu leyti í djamm, jólaboð, spilakvöld og sjónvarpsáhorf. Hitti nánast alla þar á meðal meistara Tarantino þar sem ég var á röltinu í skotapilsi við brennu nokkra við Ægisíðuna. Best þótti mér að hann virkaði næstum jafn þunnur og ég sem var ákveðinn léttir.

Áramótaheitið er eitt: Lesa a.m.k. fimm bækur mér til skemmtunar og yndisauka. Háleitt markmið þar sem ég held að ég hafi ekki lesið neina í slíkum tilgangi á liðnu ári.

Allavegna, hér er brot af því besta sem hafa verið sérstaklega skemmtilegar þrjár vikur. Vona að nýtt ár verði jafnskemmtilegt og það liðna.



Mætti uppí skóla og hrellti liðið aðeins. Eyðilagði síðan það litla sem eftir var af mannorðinu þegar ég settist við lestur í nokkra tíma, kominn í jólafrí. Breiðfjörð skyldi a.m.k. hvorki upp né niður þegar ljósmyndara síðunnar bar að garði.

Fór í fyrsta skiptið í íþróttahús Selfyssinga og sá stórlið Stjörnunnar sigra Selfoss. Væri ekki frásögum nema Stjörnuliðinu fylgdi stuðningslið úr Garðabænum sem mynduðu mesta hávaða sem ég hef á ævinni heyrt á handboltaleik og hef ég þó sótt margan leikinn. Nielsen fór fyrir celebunum úr Sjálfstæðishreiðrinu og setti 8 stykki.

Próflokadjamm og partý hjá Kötu. Aðalmaðurinn lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og heldur ekki Gamli sem mætti með nýja nefið. Langþráð djamm hjá verkfræðinemum en þriðja eða fjórða þá vikuna hjá undirrituðum sem var að komast í gott form.


Þorláksmessa með friðargöngu, bæjarferð, piparkökubakstri, Bubba og dans í kringum jólatréð. Jólasveinninn "Zoo-Atli" lét sig ekki vanta og gaf góðfúslegt leyfi fyrir myndbirtingu á síðunni.


Árið 2006 gekk í garð og var því fagnað með vinafólki. Kom í ljós sú merkilega staðreynd að í annarri fjölskyldunni voru allir klæddir pilsi meðan meðlimir hinnar klæddust buxum. Þótti þetta hið mesta skemmtiefni og bætti upp fyrir eitt sorglegasta skaup allra tíma þar sem undirritaður steinstofnaði undir lokin.


Nýársdansleikur á Hressó þriðja árið í röð þar sem Miðjan kynnti kvenþjóðina fyrir mökunardansinum margfræga. Ekki að spyrja að því að kvenfólkið stóð á öndinni.