föstudagur, september 30, 2005

Búinn að draga svolítið að skrifa hérna á síðuna vegna þess að það er svo hrikalega margt sem hefur farið í taugarnar á mér undanfarið að ég hef ekki getað hugsað hér að skrifa um það. Held samt að ég verði að fá smá útrás. Enginn misskilningur samt. Þessar þrjár frí vikur ef svo má kalla hafa verið ljúfar en ótrúlega busy og þegar maður er að reyna að ganga frá mörgu í einu er ansi margt sem tekur lengri tíma en maður er tilbúinn að bíða. Ætla að setja nokkrar pirringsbombur hérna fram og gá hvort mér líði ekki betur eftir á.

1. Sjónvarpið sem við ætluðum að kaupa var ekki til svo við keyptum annað og svo vantaði kapalsnúruna í kassann.
2. Við féllum báðir á verklega ökuprófinu, skömminni skárra að ég tók prófið á undan.
3. Búinn að vera hundur í tölvunni síðan ég keypti hana. Lengi í gang og netið hefur verið í rugli.
4. Þurftum að bíða viku lengur eftir íbúðinni en reiknað var með.
5. Týndi I-podnum mínum.
6. Þarf að taka undergraduate kúrs í steinsteypu sem stangast 100% á við skyldukúrs þ.a. ég veit ekki hvernig það mál leysist.
7. Maður borgar 25 sent í startgjald í hvert skipti sem maður hringir e-ð. Þótt viðkomandi sé utan þjónustusvæðis borgar maður það. Svo borgar maður símtalið hvort sem maður hringir eða svarar.
8. Lenti í vandræðum með að opna símann minn hérna úti og sendi fyrirspurn á siminn.is til að fá hjálp. Þar stendur að öllum fyrirspurnum sé svarað innan sólarhrings. Ég sendi fyrirspurnina 12 sept. Ég fékk svar í dag.
9. Kreditkortinu mínu er hafnað í bönkum og á netinu. Lenti í miklu veseni í IKEA vegna þessa sem títtnefndur Geiri reddaði mér úr.

Hélt að listinn yrði lengri en þetta sem er bara mjög gott. Það er samt út í hött að eyða tímanum í að pirra sig á e-um smáatriðum. Spurning um að taka jákvæðu hliðarnar á þetta líka.

1. Allt liðið sem kom út með mér á Valle er toppfólk sem er gaman að spjalla við.
2. Íbúðin okkar er frábærlega staðsett uppá strætókerfið hérna. Strætóar í miðbæinn, verkfræðibyggingar og háskólagötuna (The Ave) stoppa beint fyrir utan húsið okkar.
3. Geiri fann I-podinn minn.
4. Átti að mæta í tíma útí rassgati kl 8:30 í morgun en vaknaði ekki fyrr en kl 9 þ.a. ég ákvað að sofa út. Kom í ljós að það var enginn tími.
5. Erum búnir að koma okkur vel fyrir með fínustu húsgögn og lazy boyinn (Já, Lazy boyinn) dettur í hús á morgun.
6. Sætar stelpur (fleirtala hljómar betur) biðja um númerið mitt í strætó (hver hefði trúað því). Stórskemmtilegt date í kjölfarið.
7. Þjónustufulltrúin okkar í Washington Mutual bankanum er frábær gaur sem er gaman að spjalla við.
8. Tölvan er farinn að virka vel á netinu (7-9-13).
9. Sigur Rós tónleikarnir voru stórkostlegir. Svo styttist í Franz Ferdinand og svo bombuna Foo Fighters & Weezer.
10. Lífið er gjöf og ég stefni á að njóta þess útí ystu æsar og hætta allri sjálfsvorkunn útaf smotteríi.

Búnir að mæta á fyrstu tvær fótboltaæfingarnar hjá UW Club Soccer Team og erum svona í meðallagi miðað við hina gaurana. 20 komast í liðið og fyrir er liðið frá í fyrra auk c.a. 50 stráka sem eru að mæta á æfingar. Litlar líkur en hörkubolti. Mæti alltaf í Captain 5 FC FAME peysunni minni og ég er ekki frá því að hún færi mér aukinn styrk. Spilum á gervigrasi sem er ekki þriðju kynslóðar en samt nokkuð gott. E-r formaður klúbbsins sem er kannski örlítið eldri en ég stjórnaði æfingunni í kvöld og finnst mér ólíklgt að ég hafi heillað hann upp úr skónum.

Sakna þess að geta ekki gripið í píanóið. Er með píanóbækur uppi í hillu hérna og dauðlangar að spila. Húsreglur banna píanó í húsinu þ.a. það er hæpið að ég fjárfesti í e-u svoleiðis. Spurning um að athuga hvort það sé ekki gripur á campus sem hægt er að grípa í einhvern daginn.

Fórum á Sigur Rós tónleika í gær og þeir voru tær snilld. Svaka flottur tónleikasalur sem er eins og óperuhús að innan. Spiluðu í 1,5 tíma og kláruðu með svaka stæl. Eftir tónleikana myndaðist þvílík röð við bolasöluna að ég hef aldrei séð annað eins. Óli var að tala um að bandið lifði bara á bolasölunni en settu annan ágóða inná banka til betri tíma. Gaman væri að heyra hvort einhver staðfesti þetta. Allavegna runnu þeir út eins og heitar lummur í gær og ég keypti m.a.s. tvo.

Mánudagurinn var líklega sá öflugasti hérna síðan við komum. Fórum af stað kl 08 og leigðum okkur U-haul bíl, flutningabíl fyrir daginn. Höfðum mælt okkur mót við tvo gæja sem voru að auglýsa húsgögn á http://www.seattle.craigslist.com/. Fengum borðstofuborð með stólum, barstóla hjá öðrum og ég rúmið mitt hjá hinum auk borðs til að hafa á veröndinni. Svo hentum við okkur í IKEA þar sem við keyptum allt milli himins og jarðar sem okkur þótti nauðsynlegt. Lampar, skrifborð, sængurföt, sæng, koddar o.fl. . Náðum svo í rúm fyrir Atla á bakaleiðinni. Það var afrek að gera þetta allt þennan dag því vegalengdirnar eru allt aðrar hérna. Maður skreppur ekkert. Það tekur massatíma að komast milli staða.

Er í vafa um hvort ég eigi að skella mér á eftirtalda tónleika sem eru á næstunni. Rolling Stones, Paul McCartney, Tracy Chapman, David Gray, Sheryl Crow og System of a down. Uppselt á stærstu tónleikana og spurning hvað maður er til í að borga fyrir miða. 150$, er það of mikið fyrir legend? Langar á megnið af þessu og ég er viss um að Ísleifsson nokkur hefur skoðun á þessu.

Annars er vissara að fara að henda sér undir IKEA sæng enda nóg að gera á morgun eins og aðra daga. Fyrir þá sem eru með skype væri gaman að fá þá á listann minn. Ég er undir mínu nafni þar en endilega látið vita ef þið eruð með þessa elsku. Svo er msn-ið mitt skotinn@hotmail.com ef einhver snillingur vill bæta sér á listann.

Fleira verður það ekki að sinni. Fréttir frá Seattle verða vonandi sagðar innan tíðar.

sunnudagur, september 18, 2005

ALLT AÐ VERÐA CRAZY Í SEATTLE!!

Helgin fór í Camping ferð með FIUTS sem er stofnun fyrir international stúdenta. Skipulögð dagskrá þar til skólinn byrjar þó svo maður láti nú vera að mæta í allt saman. Svakalegur skiptinemafílingur í þessu öllu saman og manni leið eins og maður væri 14 ára í e-um sumarbúðum. Fyrra kvöldið var varðeldur og þá áttu öll löndin að koma fram og syngja e-ð lag frá landinu sínu. Eins og gefur að skilja er endalaust af löndum þ.a. dagskráin var frekar löng en samt allt í lagi. Við tókum "Ísland ögrum skorið" með nokkrum bröndurum til að hita um crowdið. Gekk fínt. Svo var ball um kvöldið og by the way þá var þetta "non alcoholic" camp. Ótrúlegt hvað fólk var duglegt á gólfinu þarna og sérstaklega asíuliðið sem er í miklum meirihluta. Tók fíflið á þetta og tók e-r asnalegustu spor sem ég hef stigið á ævi minni á gólfinu. Svo var bbq í dag og aftur átti hvert land að æfa e-ð atriði sem átti að flytja. Það var of mikið. Hundleiðinleg atriði, hvert á fætur öðru og atriði okkar með þeim daprari í þetta skiptið (að mínu mati). Eina almennilega var e-r asískur jójó meistari sem var með þvílík move. Ásgeir sem er aldursforsetinn hérna, þótt það sé stundum ótrúlegt, lét meðal annars þau orð falla þegar lélegustu og vandræðalegustu atriðin voru: "djíses strákar, ég er 28 ára".

Fáum íbúðina vonandi á morgun og getum farið að koma okkur fyrir. Orðinn vel leiður á því að búa í ferðatösku og þrátt fyrir að svefninn sé ekki vandamál frekar en fyrri daginn þá langar svolítið að skipta af tjalddýnunni yfir í rúm. Svaf reyndar sem aldrei fyrr í rútunni heim úr camping í dag þ.a. það er ekkert að breytast Gaui. Svo dettur T43 Thinkpad í hús á morgun þ.a. maður verður duglegri á msn og skype-inu.
FAME er komið í úrslitakeppni utandeildarinnar eftir tvo góða sigra í tveimur síðustu leikjunum. Leiðinlegt að missa af þeim síðasta en vel þess virði að fresta fluginu fyrir Melsted leikinn. Fame spilaði víst fyrsta leikinn í kvöld og óstaðfestar fregnir herma að 2-2 jafntefli hafi verið niðurstaðan í leik sem Frægðarmenn áttu að vinna. Gaman væri að heyra frá Frægðarmönnum hér í álitakerfinu.

Heitustu fréttir dagsins eru hins vegar þær að miðar á tónleika Foozer (Foo Fighters + Weezer) eru komnir í hús. HAHA KJARTAN!!!

Ein falleg mynd með félögunum Atla og Dan. Þið giskið á hvor Atli er. Í verðlaun er Bull Chip Cookie frá Puyallup Fair

mánudagur, september 12, 2005

Þá erum við búnir að kveðja hommana okkar í bili. Reyndar fór Alan á föstudag í 2 mánaða árlega fuglaskoðunarferð til Argentínu. Á meðan sér Dan um að gefa 19 ára (!!) kettinum hans Alan sprauturnar sínar á meðan hann er í burtu. Kallinn er dauðhræddur um að kötturinn deyi meðan hann sé í burtu og þá fari allt í háaloft. Fyndnir gæjar. Erum allavegna komnir til Geira og Óla sem búa á svipuðum slóðum og við. Þar erum við Atli á tvöfaldri dýnu þ.a. næturnar verða nánar í e-n tíma í viðbót. Svo dettur íbúðin inn um næstu helgi og þetta byrjar fyrir alvöru.

Fórum á County Fair á laugardaginn með Dan, The Puyallup Fair. Þar var allt að gerast. Bændur að keppa með kýrnar og hestana sína, konurnar í saumaskap og svo allskonar tónlistaratriði. Fullt af fólki þarna á risasvæði. Svo var tívolísvæði og við fórum í stærsta rússíbanann og fallandi turn og allt gott um það að segja.

Fengum okkur svo "Bull Chip Cookie" sem er e-ar risasmákökur sem voru magnaðar. Tókum svo strætó aftur á svona Park and Ride stað sem eru úti um allt. Þangað keyrir liðið bílinn á morgnan, risabílastæði, og tekur svo strætó kannski í allt að klst í vinnuna. Fórum í fótbolta á UW æfingavellinum í dag sem var fínn. Stefnum á að komast í UW Club team fyrst Coach Dean Wurzberger hafði ekki áhuga á að skoða okkur í bili. Æfingar byrja eftir 2 vikur þ.a. við verðum að komast í þokkalegt form ef við eigum að komast í liðið. Þarna er líka massa líkamsræktaraðstaða á skala við Laugar. Fínt að taka vel á því enda partý framundan í kvöld. Já, fyrsta semi blekið á mánudegi. Robyn vinkona okkar í afgreiðslunni hjá Ásgeiri og Óla bauð okkur Atla í afmælið sitt, 21 árs. Þá á að fara á aðalpartýgötuna á háskólasvæðinu, "The Ave" og byrja á neðsta barnum og vinna sig uppeftir. Þetta verður nett og svo fjárfestir maður í tölvu á morgun í þynnkunni.

laugardagur, september 10, 2005

Kallinn heilsar fra Seattle thar sem er grenjandi rigning thessa stundina. Buin ad vera bongoblida alla vikuna t.a. tan-id er allt ad koma (right). Lentum her um midnaetti a manudag (7 um morgun a Islandi) eftir tvo 6 og 4 tima flug. Dan tok a moti okkur a vellinum og heldum beint i homma mansionid a Federalway sem er baer sunnan af Seattle. Thar beid svo Alan eftir okkur. Thessir kallar eru algjorir snillingar, vilja allt fyrir okkur gera og gaman ad spjalla vid tha.

Vikan hefur farid i alls konar pappirsvinnu sem er oendanleg og ser ekki enn fyrir endan a. Godu frettirnar eru thaer ad vid Atli erum komnir med massiva ibud i 5 min straetoferd fra skolanum. Thad sem meira er tha stoppar vagninn fyrir framan husid okkar og fer upp ad verkfraedibyggingunni. Helviti nice. Ibudin er med tvo stor herbergi og svo klassiskt eldhus-stofu rymi sem er lika mjog rumt. Svo er thad bomban, risastort patio thar sem er haegt ad grilla og tana sig (eins og eg er svo duglegur ad gera) i solinni. Ibudin snyr ekki ad veginum t.a. hun aetti ad vera hljodlat. Svo er thvottavel, thurrkari og uppthvottavel t.a. thetta er alveg basic. Leigan er 1450$ a manudi + svona 100$ fyrir thetta venjulega (net, sjonvarp, vatn, rafmagn, rusl). Splittast i tvennt t.a. thad er fint.

A dagskra i naestu viku er ad finna ser tryggingafelag og vonandi e-d tryllitaeki t.a. vid getum farid ad fjarfesta i husgognum og skodad borgina og umhverfi. Erum bunir ad skra okkur i ymsa atburdi a vegum FIUTS (althjoda studenta samtok i skolanum) adur en skolinn byrjar t.a. af nogu verdur ad taka. Fotboltamot (basic), camping, sigling, irish pub quiz o.fl. Annars tharf lika ad fara ad fjarfesta i tolvu og vaentanlega fylgja myndavel, hjol og i-pod i kjolfarid.

Maettum gaur i gaer i University Village (verslunarsvaedi) i alfjolublaum klaednadi. M.a.s. fjolublar hattur og skegg! Hann stoppadi fyrir framan okkur og hugsadi upphatt: "Now where did I park my car? O, there it is". Tha var thetta alfjolubla bjalla sem var billinn vid hlidina a honum. Eg veit ekki hvert vid aetludum af hlatri og Atli gjorsamlega missti sig og hlo naestu tvo timana.
I fyrradag var svo gaur i bankanum (e-r gedsjuklingur) sem var osattur vid ad fa ekki ad skipta avisun. Hann var vist ekki med alvoru ID. Svo eftir langt rifrildi thar sem bankastarfsmadurinn helt coolinu allan timann sagdi bankagaurinn: "Is there anything else I can help you with?". Tha svaradi gaurinn: "Yeah, why don't you get a knife and slize your throat open with it". Djofull er folk gedveikt.

Jaeja, verdum herna i Federal Way (1klst bus sudur fra UW) i dag og forum svo til Ola og Asgeirs og gistum hja theim thar til naesta laugardag thegar vid faum ibudina okkar afhent. Thad er verid ad ganga fra henni. Hun er nefnilega glaeny!

Magnad ad vera kominn hingad rumu ari eftir ad Eyvindur nokkur Ari Palsson sagdi mer ad thad vaeri alveg mogulegt ad komast til Bandarikjanna. Madur aetti bara ad skella ser i enskuprofin and take it from there. Djofulsins snillingur.


Medan eg man tha er monorail i Springfield. Shit hvad mer finnst thad fyndid e. Simpsons thattinn magnada. Vonandi ad thad se risastor kleinuhringur til ad redda hlutunum thegar allt fer urskeidis. Ja og kannski ad bilstjorinn heiti ekki Homer, thad vaeri agaett.