þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Þakkagjörðarhátíðin var haldin hátíðleg á fimmtudaginn. Undirritaður sótti Davidson fjölskylduna heim í Tacoma borg sem er heimabær leyniskyttana sem drituðu niður fólk í Washington úr bifreið sinni fyrir 2 árum. Þar fór líka e-r gaur inni í Tacoma Mall um daginn með byssu og skaut að e-u fólki en held að enginn hafi dáið. Anyhow, þá var þetta nokkurn veginn eins og ég hafði reiknað með. Stórfjölskyldan mætt á svæðið með uncle Ed og uncle Mike fremsta í flokki. Ed vissi allt um NBA og háskólaboltann og var helvíti ánægður með að ég vissi sitthvað um boltann. Mike var svo samkynhneigður flugþjónn sem reytti af sér brandarana. Mjög liberal fjölskylda því enginn var að stressa sig á neinu sem hann sagði. Eftir matinn var farið í ýmsa leiki og einn þeirra var "Scattagories". Þá þarf maður að rita niður allskonar hluti sem byrja á sama stafnum. Allavegna, þegar "W" kom upp þá var Mike alveg með á hreinu "what could be found in your appartment". Svarið var einfalt, "Wet Men". Þarna orguðu allir af hlátri.
Vorum þarna yfir nótt og seinni daginn var legið í leti. Festist í hverju Sudoku spilinu á fætur öðru og svo fórum við í dýragarðinn um kvöldið sem var upplýstur með jólaljósum, mjög flott. Þaðan var haldið á bbq stað þar sem mér leið í fyrsta skipti eins og alvöru Kana. Endalaust af mat borið fram og fólk át og át og át og át og þótt nóg væri af mat á borðinu var alltaf haft áhyggjur ef e-r tegund var að klárast etc. Ég kom sterkur inn og slátraði hverju Rib-inu á fætur öðru og sleikti á mér puttana eins og ég hefði aldrei séð hnífapör.

Við strákanir skelltum okkur í bæinn á laugardagskvöldið og var tekið nokkuð vel á því. Gunni setti alla sína orku í að finna hentugt karaoke lag í þykkustu karaoke bók norðan miðbaugs. Því miður fór öll orkan í lagavalið og ekki var stigið á stokk í þetta skiptið.

Kári og Gunni einbeitir en kunnuleg pósa hjá Levy.


Niðurtalning fyrir heimkomu er hafin. Lengsta jólafrí í áraraðir er framundan. Hvað á maður að gera af sér í slabbinu 13. -23. des? Undanfarin mörg mörg ár hefur maður setið sveittur yfir bókum fram að jólum og óskað þess að maður væri löngu kominn í jólafrí. Nú veit maður ekkert hvað maður á að gera við allan þennan tíma. Er alvarlega að spá í að taka 1-2 daga á snjóbretti í bláfjöllum ef veður leyfir. Svo verður píanóið eflaust töluvert hamrað auk þess sem maður á ansi marga leiki inni í enska boltanum þetta árið. Og ætli maður geti ekki aðstoðað við bakstur og jólakortaskrif eins og einu sinni.

Annars er næst síðasta vikan af skólanum hafin og heimadæmi sem þarf að tækla. Gaman væri að vita ef e-r heima á klakanum klárar prófin snemma eða verður í fríi í 13-20 des. Væri gaman að bralla e-ð skemmtilegt.


Ætlaði að birta tribute mynd af Keane á blogginu en hlutirnir gerast hratt.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Kolby heilsar frá Seattle hressari en nokkru sinni fyrr. Ýmislegt hefur á dagana drifið síðan við skildum síðast. Kappinn hefur farið í leikhús, spilað soccer, tekið próf, boðið heim í kvöldverð, farið á danssýningu og svo auðvitað tónleikar. Auk þess hefur verið bókað flugfar heim á klakann og lítur allt út fyrir 3 letivikur í vesturbæjarkuldanum.



Já, skellti mér með Maríu Fransescu í leikhúsið og við sáum söngleikinn "Little Women". Hef lengi ætlað að lesa þá bók eins og gildir reyndar um svo margar bækur (já, Anna Frank er enn á listanum Atli) en aldrei komist til þess. Eina sem ég vissi var í rauninni það sem Joey komst að í Friends honum til mikilla vonbrigða, Beth deyr. Þetta var Broadway sýning, þ.e. flokkur frá Broadway að setja upp hér í Seattle, og var sýningin eftir því þó aðsóknin hafi nú ekki verið gríðarleg. Langar samt töluvert mikið á "Mamma mia" sem verður sett upp hér í bæ í desember enda sæmir ekki ABBA aðdáanda að missa af þeirri sýningu.

Við Levy buðum svo Dan og Alan, "our host family" í mat um daginn. Annar Dani og kærastan hans voru líka mætt ásamt Lance sem var þeirra host þegar þau komu fyrst til Seattle. Var nautakjöt á borðstólunum ásamt meðlæti. Maturinn heppnaðist vel og kvöldið var virkilega skemmtilegt. Þeir komu færandi hendi með blóm og rauðvín og svo sendu þeir okkur kort í dag og þökkuðu fyrir frábært kvöld. Miklir snillingar þar á ferðinni.

Frá vinstri: Jens, Levy, Dan og Alan. Levy klikkar ekki á pósunni.

Það hefur loðað við mann að maður sé duglegur að sækja tónleika og því kemur það kannski ekki á óvart að slíkir voru sóttir um daginn. Var stórsveitin "The Dandy Warhols" að hefja tónleikaferðalag sitt með tónleikum á "The Showbox" sem er sögulegur klúbbur í miðbænum þar sem margt bandið hefur komið fram. Tónleikarnir voru hinir ágætustu og náðu hámarki þegar slagarar á borð við "Get off", "Bohemian like you" og "Boys better" hljómuðu. Inn á milli var svo söngvarinn bara í e-u tómu rugli að væla e-ð en honum verður að fyrirgefast það.


Tvö próf voru á dagskrá í vikunni, á mánudag og miðvikudag. Töluvert lært fyrir hvorutveggja auk þess sem mikið hefur nú verið lært þess utan á daily bases. Gekk annað sæmilega en hitt mun betur en sá árangur skýrist að miklu af því að prófið var gagnapróf þar sem 80% af prófinu var eins og prófið frá 2003. Þetta próf höfðu nokkrir nemendur að mér meðtöldum undir höndum í prófinu. Það var því frekar skrýtin stemmning að vera með laus að prófinu í vinstri og prófið í hægri. Reyndar kann ég góð skil á efninu í þessum kúrs þ.a. það er ekki eins og lausnirnar hafi verið e-r latína sem ég copy-paste-aði en það var svo sannarlega ekki slæmt að geta litið á lausnina öðru hvoru.

Fór á danssýningu í miðbænum um daginn sem var reyndar frekar leiðinleg. Húsnæðið minnti mig á listaháskólann þar sem maður hefur stöku sinnum hlustað á systur spila á fiðluna sína. Allt gott um það svo sem að segja en tónlistin sem fólkið var með þegar það dansaði frumsömdu "modern" dansana sína var e-r sú leiðinlegasta sem ég hef heyrt. Þetta lið þarf alltaf að vera svo "arti-farti" (svo ég hætti mér út á hálan ís). Hvernig væri að velja flotta tónlist við dansana sína, e-ð sem fólk hefur gaman af að hlusta. Og ekki vera að flækja e-um ljóðum inn í þetta sem er algjört bull. Þessi ferð fer í reynslubankann. Hápunktur ferðarinnar var þegar við gengum framhjá styttunni af Jimi Hendrix þar sem auðvitað þurfti að taka mynd.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Lífið gengur sinn vanagang í Seattle þar sem er lært á milli þess sem skemmtunin ræður ríkjum. Sú mikla hátíð Kanans Halloween var haldin hátíðleg um síðustu helgi. Við Geiri og Atli fórum í laugardagsbíltúr þar sem skoðaðir voru grímubúningar. Enduðu leikar svo að Atli spilaði út veikindaspilinu sínu enn eina ferðina, Geiri ákvað að hann hefði efnivið heima á Nordheim til að vinna úr en Kolby keypti sér svakalega glyshárkollu ásamt tilheyrandi skyrtu. Ekki var ljóst hvað sá búningur ætti að vera en e-s konar 80's rokkari ætti að duga sem útskýring á dressinu. Við Geiri og Óli hentum okkur svo í partýið þar sem heimagerður búningur Geirans sló í gegn.


Á sunnudaginn var svo sofið einni klukkustund lengur þar sem breytt var yfir í vetrartíma en svo var leikur Sporting FC gegn e-u liði. Skemmst að segja frá því að leikar töpuðust 1-0 en sáust þokkalegir taktar inná milli og í fyrsta skipti í langan tíma komst ég ágætlega frá mínum leik og var markið m.a. skorað á þeim 5 mínútum sem ég var utan vallar. Allavegna eru strákarnir í liðinu farnir að líta á þetta tímabil sem upphitun fyrir það næsta sem hefst eftir jól og allt gott um það að segja. Annar leikur næsta sunnudagsmorgun þ.a. ljóst að maður missir af enn einni messunni. Maður bætir það upp um jólin eins og venjulega.

Rolling Stones tónleikarnir fóru svo fram með promt og prakt á sunnudagskvöld. Mæting var stundvíslega kl 19:30 enda Tommy Lee og félagar í Motley Crue að hita upp. Þeir voru helvíti sprækir og söngvarinn setti örugglega heimsmet í notkun orðsins "fuck" í hinum ýmsu myndum þennan hálftíma sem þeir trylltu lýðinn. Svo komu meistarnir á svið. Tóku þeir hvern slagarann á fætur öðrum og laumuðu inn einu og einu úr nýja efninu sínu. Ótrúlegt hvað þeir voru sprækir miðað við aldur. Levy hafði m.a.s. á orði að Jaggerinn minnti hann á mig í hreyfingum sínum en óvíst hvort það segi meira um meistara Mick eða mig. Auðvitað voru ýmis lög sem maður hefði viljað heyra en uppáhaldslagið, Angie, því miður ekki að hljóma í þetta skiptið. Önnur lög á borð við Jumpin Jack Flash, Let's spend the night together, satisfaction, brown sugar, satisfaction, honky tonk women, start me up og you can't always get what you want voru þó á sínum stað ásamt fleirum.



Að tónleikunum loknum var haldið í bílinn og DJ Kolby henti að sjálfsögðu Angie beint á fóninn og rúður skrúfaðar niður og sungið af tilfinningu. Ekki vissi undirritaður fyrr en hann var farinn að syngja dúett við e-a stelpu á gangi fyrir utan höllina og var tilfinningin ekki minni hjá henni þar sem farið var á hnén og tár þerruð. Endaði það á að hún og vinkona hennar komu að spjalla við okkur og endaði það með því að við keyrðum um miðbæinn í leit að bar sem fannst á endanum. Fengum okkur nokkra drykki og skemmtum okkur ágætlega með þessum stelpum sem reyndust flugmenn frá Kanada, takk fyrir túkall. Myndir frá þessu fína kvöld má ásamt öðrum finna á myndasíðunni hennar Hrafnhildar




Að lokum þá eru bara sumar myndir sem koma manni í gott skap!