Búinn að draga svolítið að skrifa hérna á síðuna vegna þess að það er svo hrikalega margt sem hefur farið í taugarnar á mér undanfarið að ég hef ekki getað hugsað hér að skrifa um það. Held samt að ég verði að fá smá útrás. Enginn misskilningur samt. Þessar þrjár frí vikur ef svo má kalla hafa verið ljúfar en ótrúlega busy og þegar maður er að reyna að ganga frá mörgu í einu er ansi margt sem tekur lengri tíma en maður er tilbúinn að bíða. Ætla að setja nokkrar pirringsbombur hérna fram og gá hvort mér líði ekki betur eftir á.
1. Sjónvarpið sem við ætluðum að kaupa var ekki til svo við keyptum annað og svo vantaði kapalsnúruna í kassann.
2. Við féllum báðir á verklega ökuprófinu, skömminni skárra að ég tók prófið á undan.
3. Búinn að vera hundur í tölvunni síðan ég keypti hana. Lengi í gang og netið hefur verið í rugli.
4. Þurftum að bíða viku lengur eftir íbúðinni en reiknað var með.
5. Týndi I-podnum mínum.
6. Þarf að taka undergraduate kúrs í steinsteypu sem stangast 100% á við skyldukúrs þ.a. ég veit ekki hvernig það mál leysist.
7. Maður borgar 25 sent í startgjald í hvert skipti sem maður hringir e-ð. Þótt viðkomandi sé utan þjónustusvæðis borgar maður það. Svo borgar maður símtalið hvort sem maður hringir eða svarar.
8. Lenti í vandræðum með að opna símann minn hérna úti og sendi fyrirspurn á siminn.is til að fá hjálp. Þar stendur að öllum fyrirspurnum sé svarað innan sólarhrings. Ég sendi fyrirspurnina 12 sept. Ég fékk svar í dag.
9. Kreditkortinu mínu er hafnað í bönkum og á netinu. Lenti í miklu veseni í IKEA vegna þessa sem títtnefndur Geiri reddaði mér úr.
Hélt að listinn yrði lengri en þetta sem er bara mjög gott. Það er samt út í hött að eyða tímanum í að pirra sig á e-um smáatriðum. Spurning um að taka jákvæðu hliðarnar á þetta líka.
1. Allt liðið sem kom út með mér á Valle er toppfólk sem er gaman að spjalla við.
2. Íbúðin okkar er frábærlega staðsett uppá strætókerfið hérna. Strætóar í miðbæinn, verkfræðibyggingar og háskólagötuna (The Ave) stoppa beint fyrir utan húsið okkar.
3. Geiri fann I-podinn minn.
4. Átti að mæta í tíma útí rassgati kl 8:30 í morgun en vaknaði ekki fyrr en kl 9 þ.a. ég ákvað að sofa út. Kom í ljós að það var enginn tími.
5. Erum búnir að koma okkur vel fyrir með fínustu húsgögn og lazy boyinn (Já, Lazy boyinn) dettur í hús á morgun.
6. Sætar stelpur (fleirtala hljómar betur) biðja um númerið mitt í strætó (hver hefði trúað því). Stórskemmtilegt date í kjölfarið.
7. Þjónustufulltrúin okkar í Washington Mutual bankanum er frábær gaur sem er gaman að spjalla við.
8. Tölvan er farinn að virka vel á netinu (7-9-13).
9. Sigur Rós tónleikarnir voru stórkostlegir. Svo styttist í Franz Ferdinand og svo bombuna Foo Fighters & Weezer.
10. Lífið er gjöf og ég stefni á að njóta þess útí ystu æsar og hætta allri sjálfsvorkunn útaf smotteríi.
Búnir að mæta á fyrstu tvær fótboltaæfingarnar hjá UW Club Soccer Team og erum svona í meðallagi miðað við hina gaurana. 20 komast í liðið og fyrir er liðið frá í fyrra auk c.a. 50 stráka sem eru að mæta á æfingar. Litlar líkur en hörkubolti. Mæti alltaf í Captain 5 FC FAME peysunni minni og ég er ekki frá því að hún færi mér aukinn styrk. Spilum á gervigrasi sem er ekki þriðju kynslóðar en samt nokkuð gott. E-r formaður klúbbsins sem er kannski örlítið eldri en ég stjórnaði æfingunni í kvöld og finnst mér ólíklgt að ég hafi heillað hann upp úr skónum.
Sakna þess að geta ekki gripið í píanóið. Er með píanóbækur uppi í hillu hérna og dauðlangar að spila. Húsreglur banna píanó í húsinu þ.a. það er hæpið að ég fjárfesti í e-u svoleiðis. Spurning um að athuga hvort það sé ekki gripur á campus sem hægt er að grípa í einhvern daginn.
Fórum á Sigur Rós tónleika í gær og þeir voru tær snilld. Svaka flottur tónleikasalur sem er eins og óperuhús að innan. Spiluðu í 1,5 tíma og kláruðu með svaka stæl. Eftir tónleikana myndaðist þvílík röð við bolasöluna að ég hef aldrei séð annað eins. Óli var að tala um að bandið lifði bara á bolasölunni en settu annan ágóða inná banka til betri tíma. Gaman væri að heyra hvort einhver staðfesti þetta. Allavegna runnu þeir út eins og heitar lummur í gær og ég keypti m.a.s. tvo.
Mánudagurinn var líklega sá öflugasti hérna síðan við komum. Fórum af stað kl 08 og leigðum okkur U-haul bíl, flutningabíl fyrir daginn. Höfðum mælt okkur mót við tvo gæja sem voru að auglýsa húsgögn á http://www.seattle.craigslist.com/. Fengum borðstofuborð með stólum, barstóla hjá öðrum og ég rúmið mitt hjá hinum auk borðs til að hafa á veröndinni. Svo hentum við okkur í IKEA þar sem við keyptum allt milli himins og jarðar sem okkur þótti nauðsynlegt. Lampar, skrifborð, sængurföt, sæng, koddar o.fl. . Náðum svo í rúm fyrir Atla á bakaleiðinni. Það var afrek að gera þetta allt þennan dag því vegalengdirnar eru allt aðrar hérna. Maður skreppur ekkert. Það tekur massatíma að komast milli staða.
Er í vafa um hvort ég eigi að skella mér á eftirtalda tónleika sem eru á næstunni. Rolling Stones, Paul McCartney, Tracy Chapman, David Gray, Sheryl Crow og System of a down. Uppselt á stærstu tónleikana og spurning hvað maður er til í að borga fyrir miða. 150$, er það of mikið fyrir legend? Langar á megnið af þessu og ég er viss um að Ísleifsson nokkur hefur skoðun á þessu.
Annars er vissara að fara að henda sér undir IKEA sæng enda nóg að gera á morgun eins og aðra daga. Fyrir þá sem eru með skype væri gaman að fá þá á listann minn. Ég er undir mínu nafni þar en endilega látið vita ef þið eruð með þessa elsku. Svo er msn-ið mitt skotinn@hotmail.com ef einhver snillingur vill bæta sér á listann.
Fleira verður það ekki að sinni. Fréttir frá Seattle verða vonandi sagðar innan tíðar.