Kosningar framundan í háskólanum og allt sem því fylgir. Kíkti á pravda á föstudaginn þar sem ég sá minn fyrsta idol þátt í vetur. Þegar maður mætir úr vísindaferðunum er einfaldlega ekki nógu góð einbeiting til staðar til að setjast niður og horfa á þetta. En þetta var ágætt. Endalaust af röskvu- og vökuliðum (stafrófsröð!!) mættu að sjálfsögðu til að minna á sig. Það er ýmislegt sem fer í taugarnar á mér varðandi kosningar.
Eins og í kosningunum í fyrra og hittið fyrra þekkir maður liðsmenn úr báðum fylkingum. Að sjálfsögðu gera margir þeirra ráð fyrir að maður kjósi þá út á kunningsskap og móðgast jafnvel ef maður vill ekki setja upp merki í þeirra lit. Þetta finnst mér frekar pirrandi enda vill maður nú vera vinur vina sinna. Það er samt ekkert óeðlilegt við það að maður fái að kynna sér málefni fylkinganna áður en maður gerir upp hug sinn.
Annað sem er mjög pirrandi eru símtölin. Reyndar er maður nú bara farinn að hræra í þessu liði enda þekkir maður þá sem hringja yfirleitt nokkuð vel. Eitthvað sem er frekar dapurt er þegar maður fær símtal frá e-um sem maður þekkti kannski aðeins í Hagaskóla eða MR. "Blessaður Tumi, þetta er Siggi úr Hagaskóla. Hvað segirðu mar? Já, er það, ok. Heyrðu..." Classic
Miðjan stendur alltaf fyrir sínu!