sunnudagur, janúar 30, 2005

Kosningar framundan í háskólanum og allt sem því fylgir. Kíkti á pravda á föstudaginn þar sem ég sá minn fyrsta idol þátt í vetur. Þegar maður mætir úr vísindaferðunum er einfaldlega ekki nógu góð einbeiting til staðar til að setjast niður og horfa á þetta. En þetta var ágætt. Endalaust af röskvu- og vökuliðum (stafrófsröð!!) mættu að sjálfsögðu til að minna á sig. Það er ýmislegt sem fer í taugarnar á mér varðandi kosningar.
Eins og í kosningunum í fyrra og hittið fyrra þekkir maður liðsmenn úr báðum fylkingum. Að sjálfsögðu gera margir þeirra ráð fyrir að maður kjósi þá út á kunningsskap og móðgast jafnvel ef maður vill ekki setja upp merki í þeirra lit. Þetta finnst mér frekar pirrandi enda vill maður nú vera vinur vina sinna. Það er samt ekkert óeðlilegt við það að maður fái að kynna sér málefni fylkinganna áður en maður gerir upp hug sinn.
Annað sem er mjög pirrandi eru símtölin. Reyndar er maður nú bara farinn að hræra í þessu liði enda þekkir maður þá sem hringja yfirleitt nokkuð vel. Eitthvað sem er frekar dapurt er þegar maður fær símtal frá e-um sem maður þekkti kannski aðeins í Hagaskóla eða MR. "Blessaður Tumi, þetta er Siggi úr Hagaskóla. Hvað segirðu mar? Já, er það, ok. Heyrðu..." Classic

Miðjan stendur alltaf fyrir sínu!

mánudagur, janúar 24, 2005

Hörkuvísindaferð í Línuhönnun á föstudaginn. Þar var fjöldinn allur af hetjum sem ég kynntist síðasta sumar og stemmningin virkilega góð. Fengum langa fyrirlestra en þeir voru það áhugaverðir að það kom ekki að sök. Beint á Pravda þar sem var frekar lítið af fólki en fjöldinn var öllu meiri á Hressó þar sem Vöku liðar kynntu fólkið sitt. Nokkrar hetjur á lista, t.d. Andri sem leiðir listann og Siggi Örn. Svo voru auðvitað nóg af "pretty faces" til að fylla upp í og fá hitt kynið til að kjósa Vöku.
Þvílíkt come back hjá landsliðinu í gær. Voru 9 mörkum undir þegar 20 mín voru eftir en náðu svo í annað stigið. Baldvin Þór Bergsson fór á kostum í útsendingunni. Þegar allt var í rugli var hann manna svartsýnastur og sagði m.a. "já, nú leyfir Viggó bara öllum að spreyta sig" þegar Villi og Arnþór o.fl voru að koma inná. Svo þegar Ísland var að jafna leikinn var hann allur í "ég sagði ykkur þetta", "við gefumst aldrei upp" o.s.frv.
Fór á "Belgíska Kongó" í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og sýningin var bara þokkalega fyndin á köflum. Þar sem Eggert Þorleifsson var í aðalhlutverki voru væntingar mínar allt of miklar fyrir sýninguna sem varð til þess m.a. að ég svaf svona fyrsta hálftímann eða svo.


Sumum mönnum á ekki að hleypa í bæinn!

mánudagur, janúar 17, 2005

Vísindaferðinn í KB Banka á föstudaginn var helvíti fín. Reyndar er ég ekki venjulega mikið fyrir snyttur enda þarna voru snyttur með humar og öllu þ.a. það var algjört lostæti enda fór svo að við kláruðum allan matinn sem í boði var. Eftir langa bið í andyrinu kom loksins rúta sem flutti okkur 20 sem eftir voru niðrí bæ. Svona 90% af liðinu horfði á idol á efri hæðinni en ég átti svo mörg áhugaverð samtöl á neðri hæðinni að ég tók ekki einu sinni eftir því að það vantaði allt liðið. Maður kvöldsins var án nokkurs efa Kiddi Bigfoot sem lét sig ekki muna um öll staupin og var farinn að kalla fólk hinum ýmsu nöfnum, ég fékk meðal annars viðurnefnið "Tin Tin", þ.e. Tinni þrátt fyrir ábendingar að kannski færi betur á því að ég væri "Kolbeinn kafteinn". Kiddi hélt nú ekki.
Utd byrjaði laugardaginn vel á að vinna Liverpool á Anfield. Svo tjekkuðum við Tryggvi á nýju golfaðstöðunni í Grafarholtinu enda var rjómablíða. Ég var ekki að gera neinar rósir en nýtti tækifærið og gaf Tryggva nokkur vel valin ráð í staðinn enda þarf hann svo sannarlega á allri mögulegri hjálp að halda í golfinu. Sá svo "Old Boy" í bíó og var hún besta skemmtun. Þegar við Bolli komum út á planið á laugarásbíó þegar myndin var búinn var bíllinn hans horfinn. Þegar við nálguðumst sáum við hins vegar að hann hafði runnið úr stæðinni svona c.a. 10 metra niðrí móti og stoppað á öðrum bíl. Engar teljandi skemmdir en alveg ótrúlegt að bíllinn hafi runnið svona.

Maður dagsins er Kenneth Breiðfjörð enda tók hann sig til í dag og seldi auglýsinguna á forsíðuna á "...upp í vindinn" á 160 kjell í dag.



Kenneth og Andri, meðan allt lék í lyndi

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Hafi fólk einhvern tímann spurt sig að því hver DJ Sveittur sé...


mánudagur, janúar 10, 2005

Long time no blog. Ekki laust við að maður sé farinn að slaka á við blogg skriftir en þegar það er enginn Jeff Daniels étandi popp í kringum mann þá sér maður litla ástæðu til skrifta. Reyndar er það helst að frétta af Jeff að ég labbaði næstum því á hann í Kringlunni þar sem hann rölti á eftir sinni heittelskuðu, útskeifari en allt og með sheik í annarri-helvíti flottur.
Skóli settur í dag þrátt fyrir að það hafi verið bara einn tími. Við Nielsen vörðum svo seinni parti dags í skólablaðsvinnslu sem er komin á fullt. Búnir að fá vilyrði fyrir nokkrum greinum hjá kennurum og undirbúningur fyrir auglýsingaöflun vel á veg kominn. Þetta er helst fjáröflun bekksins fyrir ferðina þannig að ekkert má klikka í þessu. Svo eru það tónleikar hjá meistara Víkingi í salnum í kvöld. Verður eflaust mikið um dýrðir og salurinn skreyttur í svörtu og hvítu. Spurning hvort Alan Shearer mætir, veit það ekki.
Gaman að segja frá því að ég kíkti í pool um daginn sem væri ekki frásögum færandi nema að þar fékk Gamli sína fyrstu rassskellingu, a.m.k. sem vitað er um. Honum var slátrað 4-1 á einkar sannfærandi hátt enda ekki við öðru að búast þar sem Gamli á enn langt í land með að þekkja hvíta kúlu frá svartri.
Stefnir í hörkudjamm næsta föstudag þar sem verður farin sameiginleg vísindaferð í KB banka. Aðeins 30 sem komast reyndar úr hverri skor þ.a. það er eins gott að vera á refresh-takkanum kl 12:30 á miðvikudaginn.
Svo hugsa ég að Exceter menn séu öllu sáttari en Utd menn þessa dagana. Sáttastur hlýtur samt Villi Halldórs að vera þökk sé Garcia sem er orðinn of mikið celeb fyrir litla Ísland.

mánudagur, janúar 03, 2005

Nýtt ár gengið í garð og treysti ég á að það verði jafngott og það síðasta. Hörkupartý á Hressó eins og vænta mátti. Allt flotta fólk bæjarins auk mín var þangað mætt þótt Kiefer Sutherland léti e-ð lítið fyrir sér fara. Þarna þekkti maður annan hvern mann og er ég ekki frá því að ég hafi verið á dansgólfinu megnið af tímanum. Helvíti fín músík þó svo að sömu lögin hafi kannski heyrst einum of oft. Allavegna forréttindi að kveðja gamla árið í faðmi vina og kunningja.
Annars er svefninn í rugli eins og reikna má með. Maður fer svo seint á fætur að maður er hálf vankaður fram yfir kvöldmat og verður svo hress um 10 leytið. Þess vegna er aldrei farið að sofa fyrr en undir morgun. Stefnt er á að þetta verði samt komið í lag fyrir skólann sem hefst á mánudaginn.
Spilakvöld hjá Mörtu og Davíð í gærkvöldi þar sem margur snillingurinn var mættur. Spiluðum fimbulfamb og scrabble þar sem auðveldur sigur breyttist í tap á örskot stundu. Mjög gaman og orðið að góðri hefð að þessi hópur spili saman snemma á nýju ári. Fékk svo samviskubit í dag og dreif mig í ræktina með Tryggva. Tókum vel á en samt var næg orka fyrir fótbolta úti í slabbinu áðan á Álftamýraskóla.
Við Nielsen erum annars á leið í undirbúningsvinnu fyrir "Upp í vindinn" á morgun og í vikunni. Þetta blað er helst tekjulind okkar Afríkufaranna ásamt sjoppunni. Ég hugsa að þetta verði mjög busy önn. Mikil verkefnavinna, skólablaðið, yfirferð heimaverkefna af fyrsta ári, 14 sinnum í ræktina í viku. Hmm, spurning hvað eigi eftir að mæta afgangi.


Homer: "Hello, my name is Mr. Burns, I believe you have a letter for me"
Afgreiðslum: "Ok, Mr. Burns. What's your first name?"
Homer: "I don't know"

Mr. Vanhouten: "And here's a scetch that even you understand, it's a door. Use it"
Homer: "That's a door?"

Jón Gnarr: "Nei, nú er nóg komið. Nú hætti ég"
Afrgreiðslum: "Viltu skoða e-ð fleira?"
Jón Gnarr: "Áttu e-ð fleira"

Nei, datt þetta bara í hug.